Innlent

Hæstiréttur sýknaði fyrrverandi starfsmenn Iceland Seafood

Hæstiréttur sýknaði í dag fyrrverandi starfsmenn Iceland Seafood af kröfum fyrirtækisins. Mennirnir hættu hjá fyrirtækinu, lögbann var sett á þá, en þeir segjast ekki hafa byrjað hjá keppinautnum, fyrr en lögbanninu lauk.

Átta manns hættu hjá fyrirtækinu á sínum tíma, en í kjölfarið hélt Iceland Seafood því fram að sumir þeirra hefðu ráðið sig til keppinautarins Seafood Union. Það fékk lögbann sett á fimm þessara átta á þeirri forsendu að þeim hafi verið óheimilt að fara með viðskiptaþekkingu á milli fyrirtækjanna.

Fimmti maðurinn hefur þegar unnið mál sitt gegn Iceland Seafood en í dag dæmdi Hæstiréttur í máli hinna fjögurra. Þar fóru mál þannig að fjórmenningarnir unnu allir mál sitt, það er að segja vísað er frá dómi kröfu Iceland Seafood um að fjórmenningunum hafi verið óheimilt að nýta sér á nokkurn hátt atvinnuleyndarmál eða trúnaðarupplýsingar í eigu Icealand Seafood, en í vörslu fjórmenninganna, auk þess sem kröfu um staðfestingu lögbanns er synjað.

Þá er kröfu Iceland Seafood um að mönnunum hafi ekki verið heimilt að ráða sig til Seafood Union hafnað. Einn fjórmenninganna sagði í samtali við NFS að á meðan á 6 mánaða lögbanni hafi staðið,hafi þeir verið án vinnu og tekna og ljóst að bótakröfur verðið hafðar uppi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×