Innlent

Dregið úr skerðingu bóta

Heilbrigðisráðherra hefur fellt úr gildi reglugerð um skerðingu bóta sem leiddi til þess að tryggingabætur fjölda öryrkja og aldraðra voru felldar niður í nóvember og desember, þar sem greiðslur þeirra úr lífeyrissjóðum voru hærri en tekjumörk Tryggingastofnunar gerðu ráð fyrir.

Tryggingastofnun greiðir fyrsta desember næstkomandi bætur til þeirra lífeyrisþega sem ekki fengu neinar greiðslur í nóvember, vegna skerðingarákvæða reglugerðarinnar. Bætur verða svo áfram greiddar út en með tuttugu prósenta skerðingu að hámarki til þeirra sem hafa fengið ofgreitt á árinu. Jón Kristjánsson hefur jafnframt ákveðið að skipa starfshóp um eftirlit og innheimtu tekjutengdra bóta sem hafi samráð við samtök öryrkja og aldraðra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×