Innlent

Byggðastofnun starfi án fjárstuðnings ríkisins

Lánastarfsemi Byggðastofnunar mun halda áfram með óbreyttum hætti á næstunni á meðan ekki koma frekari athugasemdir frá Fjármálaeftirlitinu. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, greindi frá þessu á blaðamannafundi í beinni útsendingu á NFS fyrir stundu. Hins vegar verða gerðar grundvallarbreytingar á fjármögnunarstarfsemi Byggðastofnunar til lengri tíma litið, þannig að hún standi undir þeim rekstri, án fjárstuðnings ríkisins. Þá verður sérstaklega hugað að frekari samhæfingu starfsemi stofnunarinnar við ýmsa atvinnuþróunarstarfsemi. Stefnt er að því að störfum við stofnunina verði ekki fækkað.

Sjá nánar hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×