Innlent

Allar tillögur meirihlutans samþykktar

Fjárlagafrumvarpið hefur tekið nokkrum breytingum síðan fjármálaráðherra kynnti það. Nú er gert ráð fyrir tæplega tuttugu milljarða afgangi í stað fjórtán milljarða.
Fjárlagafrumvarpið hefur tekið nokkrum breytingum síðan fjármálaráðherra kynnti það. Nú er gert ráð fyrir tæplega tuttugu milljarða afgangi í stað fjórtán milljarða. MYND/Stefán

Þingmenn samþykktu allar breytingartillögur meirihluta fjárlaganefndar við fjárlagafrumvarp næsta árs á þingfundi í dag en öllum tillögum stjórnarandstöðunnar var hafnað. Eins og fjárlagafrumvarpið lítur út núna verður nær tuttugu milljarða króna afgangur á rekstri ríkissjóðs á næsta ári.

Fjármálaráðherra kveðst ánægður með tillögur meirihluta fjárlaganefndar en sýtir ekki að tillögum minnihlutans var hafnað. Fulltrúi Samfylkingar segir frumvarpið hafa batnað í meðförum þingsins en sé fjarri því nógu gott.

Atkvæðagreiðsla um fimmtán breytingartillögur sem taka á vel yfir hundrað fjárlagaliðum lágu fyrir þingfundi í morgun. Eins og venja er til voru skiptar skoðanir um ágæti tillagnanna.

Stjórnarandstæðingar voru ekki jafn sannfærðir og kvöddu sér margoft hljóðs til að gera grein fyrir atkvæði sínu, eins og raunar einstaka stjórnarliði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×