Frítt niðurhal á Vísi 21. nóvember 2005 13:42 Hljómsveitin Sign sendi í dag frá sér nýstárlega smáskífu. Lag þeirra A Little Bit, sem hefur átt vinsældum að fagna á spilunarlistum verður fáanlegt sem U-myx smáskífa á 7 rásum. Þetta felur í sér að söngurinn er á einni rás, bakraddir á annarri, gítar á þriðju og svo koll af kolli og geta notendur endurhljóðblandað lagið. Hægt er að sækja lagið hér á Vísi og búnað sem til þarf og hefjast svo handa. Þeir sem eiga u-myx smáskífuna af laginu á tölvunni sinni geta síðan hækkað og lækkað eða tekið rásir út án þess að eiga til þess sérstakt tónlistarprógramm. Í því er sérstaða U-myx fólgin. Það er einfalt að nálgast það og einfalt að nota það. U-myx er breskt fyrirtæki sem hefur undanfarin 2 ár þróað þessa nýju tækni. Hingað til hafa hljómsveitir á borð við Muse, Feeder og The Killers gert prufuútgáfur af u-myx smáskífur á CD sem hafa spurst hratt út og vakið hrifningu á meðal tónlistarmanna. Um þessar mundir er u-myx að byrja að ná hljómgrunni stærri sveita og hafa bæði Paul McCartney og Robbie Williams boðað að þeir muni senda frá sér u-myx smáskífu á næsta ári. Egill Rafnsson trommuleikari í Sign sá u-myx smáskífu fyrst í september sl. Þegar hann var staddur í hljóðveri í London að "mastera", Thank God For Silence, sem hljómsveitin gaf út nýverið. "Þetta er svo skemmtilega einfalt að við urðum að prufa þetta segir hann. Umboðsmaður okkar í Bretlandi þekkti fyrirtækið og sá um að setja upp smáskífuna en það gilda aðeins önnur lögmál í hönnun og framsetningu. Þetta er svona smá leikfang sem allir sem hafa aðgang að tölvu geta fiktað í. Það góða við tölvuforritið sem er notað í þessu er að það krefst ekki neins stuðnings frá öðrum tónlistarforritum. Þetta er fyrirferðarlítið og einfalt og meira að segja amma getur leikið sér með þetta." Í framhaldi af útgáfunni hér á landi verður u-myx smákífan af A Little Bit gefin út í Bretlandi í febrúar á næsta ári. Þessi nýjung þeirra Sign-liða verður hins vegar einungis fáanleg hér á Vísi fram að áramótum.Sækja lag Fréttir Innlent Lífið Menning Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Úr rugli í reglu hjá Heilsuborg Lífið kynningar Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hljómsveitin Sign sendi í dag frá sér nýstárlega smáskífu. Lag þeirra A Little Bit, sem hefur átt vinsældum að fagna á spilunarlistum verður fáanlegt sem U-myx smáskífa á 7 rásum. Þetta felur í sér að söngurinn er á einni rás, bakraddir á annarri, gítar á þriðju og svo koll af kolli og geta notendur endurhljóðblandað lagið. Hægt er að sækja lagið hér á Vísi og búnað sem til þarf og hefjast svo handa. Þeir sem eiga u-myx smáskífuna af laginu á tölvunni sinni geta síðan hækkað og lækkað eða tekið rásir út án þess að eiga til þess sérstakt tónlistarprógramm. Í því er sérstaða U-myx fólgin. Það er einfalt að nálgast það og einfalt að nota það. U-myx er breskt fyrirtæki sem hefur undanfarin 2 ár þróað þessa nýju tækni. Hingað til hafa hljómsveitir á borð við Muse, Feeder og The Killers gert prufuútgáfur af u-myx smáskífur á CD sem hafa spurst hratt út og vakið hrifningu á meðal tónlistarmanna. Um þessar mundir er u-myx að byrja að ná hljómgrunni stærri sveita og hafa bæði Paul McCartney og Robbie Williams boðað að þeir muni senda frá sér u-myx smáskífu á næsta ári. Egill Rafnsson trommuleikari í Sign sá u-myx smáskífu fyrst í september sl. Þegar hann var staddur í hljóðveri í London að "mastera", Thank God For Silence, sem hljómsveitin gaf út nýverið. "Þetta er svo skemmtilega einfalt að við urðum að prufa þetta segir hann. Umboðsmaður okkar í Bretlandi þekkti fyrirtækið og sá um að setja upp smáskífuna en það gilda aðeins önnur lögmál í hönnun og framsetningu. Þetta er svona smá leikfang sem allir sem hafa aðgang að tölvu geta fiktað í. Það góða við tölvuforritið sem er notað í þessu er að það krefst ekki neins stuðnings frá öðrum tónlistarforritum. Þetta er fyrirferðarlítið og einfalt og meira að segja amma getur leikið sér með þetta." Í framhaldi af útgáfunni hér á landi verður u-myx smákífan af A Little Bit gefin út í Bretlandi í febrúar á næsta ári. Þessi nýjung þeirra Sign-liða verður hins vegar einungis fáanleg hér á Vísi fram að áramótum.Sækja lag
Fréttir Innlent Lífið Menning Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Úr rugli í reglu hjá Heilsuborg Lífið kynningar Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira