Frítt niðurhal á Vísi 21. nóvember 2005 13:42 Hljómsveitin Sign sendi í dag frá sér nýstárlega smáskífu. Lag þeirra A Little Bit, sem hefur átt vinsældum að fagna á spilunarlistum verður fáanlegt sem U-myx smáskífa á 7 rásum. Þetta felur í sér að söngurinn er á einni rás, bakraddir á annarri, gítar á þriðju og svo koll af kolli og geta notendur endurhljóðblandað lagið. Hægt er að sækja lagið hér á Vísi og búnað sem til þarf og hefjast svo handa. Þeir sem eiga u-myx smáskífuna af laginu á tölvunni sinni geta síðan hækkað og lækkað eða tekið rásir út án þess að eiga til þess sérstakt tónlistarprógramm. Í því er sérstaða U-myx fólgin. Það er einfalt að nálgast það og einfalt að nota það. U-myx er breskt fyrirtæki sem hefur undanfarin 2 ár þróað þessa nýju tækni. Hingað til hafa hljómsveitir á borð við Muse, Feeder og The Killers gert prufuútgáfur af u-myx smáskífur á CD sem hafa spurst hratt út og vakið hrifningu á meðal tónlistarmanna. Um þessar mundir er u-myx að byrja að ná hljómgrunni stærri sveita og hafa bæði Paul McCartney og Robbie Williams boðað að þeir muni senda frá sér u-myx smáskífu á næsta ári. Egill Rafnsson trommuleikari í Sign sá u-myx smáskífu fyrst í september sl. Þegar hann var staddur í hljóðveri í London að "mastera", Thank God For Silence, sem hljómsveitin gaf út nýverið. "Þetta er svo skemmtilega einfalt að við urðum að prufa þetta segir hann. Umboðsmaður okkar í Bretlandi þekkti fyrirtækið og sá um að setja upp smáskífuna en það gilda aðeins önnur lögmál í hönnun og framsetningu. Þetta er svona smá leikfang sem allir sem hafa aðgang að tölvu geta fiktað í. Það góða við tölvuforritið sem er notað í þessu er að það krefst ekki neins stuðnings frá öðrum tónlistarforritum. Þetta er fyrirferðarlítið og einfalt og meira að segja amma getur leikið sér með þetta." Í framhaldi af útgáfunni hér á landi verður u-myx smákífan af A Little Bit gefin út í Bretlandi í febrúar á næsta ári. Þessi nýjung þeirra Sign-liða verður hins vegar einungis fáanleg hér á Vísi fram að áramótum.Sækja lag Fréttir Innlent Lífið Menning Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Hljómsveitin Sign sendi í dag frá sér nýstárlega smáskífu. Lag þeirra A Little Bit, sem hefur átt vinsældum að fagna á spilunarlistum verður fáanlegt sem U-myx smáskífa á 7 rásum. Þetta felur í sér að söngurinn er á einni rás, bakraddir á annarri, gítar á þriðju og svo koll af kolli og geta notendur endurhljóðblandað lagið. Hægt er að sækja lagið hér á Vísi og búnað sem til þarf og hefjast svo handa. Þeir sem eiga u-myx smáskífuna af laginu á tölvunni sinni geta síðan hækkað og lækkað eða tekið rásir út án þess að eiga til þess sérstakt tónlistarprógramm. Í því er sérstaða U-myx fólgin. Það er einfalt að nálgast það og einfalt að nota það. U-myx er breskt fyrirtæki sem hefur undanfarin 2 ár þróað þessa nýju tækni. Hingað til hafa hljómsveitir á borð við Muse, Feeder og The Killers gert prufuútgáfur af u-myx smáskífur á CD sem hafa spurst hratt út og vakið hrifningu á meðal tónlistarmanna. Um þessar mundir er u-myx að byrja að ná hljómgrunni stærri sveita og hafa bæði Paul McCartney og Robbie Williams boðað að þeir muni senda frá sér u-myx smáskífu á næsta ári. Egill Rafnsson trommuleikari í Sign sá u-myx smáskífu fyrst í september sl. Þegar hann var staddur í hljóðveri í London að "mastera", Thank God For Silence, sem hljómsveitin gaf út nýverið. "Þetta er svo skemmtilega einfalt að við urðum að prufa þetta segir hann. Umboðsmaður okkar í Bretlandi þekkti fyrirtækið og sá um að setja upp smáskífuna en það gilda aðeins önnur lögmál í hönnun og framsetningu. Þetta er svona smá leikfang sem allir sem hafa aðgang að tölvu geta fiktað í. Það góða við tölvuforritið sem er notað í þessu er að það krefst ekki neins stuðnings frá öðrum tónlistarforritum. Þetta er fyrirferðarlítið og einfalt og meira að segja amma getur leikið sér með þetta." Í framhaldi af útgáfunni hér á landi verður u-myx smákífan af A Little Bit gefin út í Bretlandi í febrúar á næsta ári. Þessi nýjung þeirra Sign-liða verður hins vegar einungis fáanleg hér á Vísi fram að áramótum.Sækja lag
Fréttir Innlent Lífið Menning Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira