Innlent

Haraldur Þór sigraði í prófkjöri sjálfstæðismanna í Hafnarfirði

Haraldur Þór Ólason.
Haraldur Þór Ólason.

Haraldur Þór Ólason leiðir lista sjálfstæðismanna í Hafnarfirði í bæjarstjórnarkosningum í vor en hann sigraði í prófkjöri í Sjálfstæðisflokksins þar í bæ sem fram fór í dag. Haraldur hlaut 921 atkvæði í 1. sæti en keppinautur hans um forystusætið, Valgerður Sigurðardóttir, hlaut 791 atkvæði í 1.-2. sætið. Rósa Guðbjartsdóttir varð í þriðja sæti en hún hlaut 783 í 1.-3. sæti og flest atkvæði allra.

Í átta efstu sætin raðast svo:

1. sæti: Haraldur Þór Ólason með 921 atkvæði í 1. sæti

2. sæti: Valgerður Sigurðardóttir með 791 atkvæði í 1.-2. sæti

3. sæti: Rósa Guðbjartsdóttir með 783 atkvæði í 1.-3. sæti.

4. sæti: Almar Grímsson með 913 atkvæði í 1.-4. sæti.

5. sæti: María Kristín Gylfadóttir með 884 atkvæði í 1.-5. sæti.

6. sæti: Bergur Ólafsson með 924 atkvæði í 1.-6. sæti.

7. sæti: Skarphéðinn Orri Björnsson með 855 atkvæði í 1.-7. sæti.

8. sæti: Helga Ragnheiður Stefánsdóttir með 869 atkvæði í 1.-8. sæti.

Í næstu sætum komu Guðrún Jónsdóttir, Geir Jónsson og Hallur Helgason. Alls tóku 16 frambjóðendur þátt í prófkjörinu og samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum tóku þátt milli 1800 og 1900 manns, en á kjörskrá voru yfir 3100 sjálfstæðismenn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×