Innlent

Lögmaður dæmdur fyrir auðgunarbrot

Hæstiréttur hefur dæmt lögmann, sem fundinn var sekur um auðgunarbrot, til sex mánaðar fangelsisvistar. Lögmaðurinn gerði fjárnám í fasteign konu á grundvelli tryggingarvíxils að fjárhæð fimm milljónir króna, þótt krafan væri mun lægri. Hann hagræddi dagsetningum á ýmsum plöggum, svo það liti út fyrir að kröfurnar væru frá fyrri tíma og gerðist þar með sekur um að aðstoða konuna við svikin.

Hún var dæmd í fjögurra mánaða skilorðisbundið fangelsi. Í dómsorði er tekið fram að brot lögmannsins séu sérlega ámælisverð, þar sem í þeim felist brot á mikilsverðum starfsskyldum hans sem lögmanns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×