Innlent

ÖBÍ fagnar samþykkt ríkisstjórnar um eingreiðslu

Öryrkjabandalag Íslands fagnar þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að öryrkjar, ellilífeyrisþegar og fólk á atvinnuleysisskrá fái eingreiðslu í samræmi við það sem um var samið á almennum vinnumarkaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Um leið lýsa samtökin yfir fullum vilja til samráðs við stjórnvöld um málefni fatlaðra og ítrekar að Öryrkjabandalaginu, heildarsamtökum fatlaðra, verði boðið að taka þátt í fyrirhuguðu nefndarstarfi um breytingar á örorkumati.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×