Erlent

Írakar biðla til Írana um hjálp

Mowaffaq al-Rubaie, öryggisráðgjafi Írakstjórnar, hefur beðið Írani um að nýta það góða samband sem þeir hafa við Sýrlendinga til að koma í veg fyrir að erlendir uppreisnarmenn streymi yfir sýrlensku landamærin til Írak.

Samkvæmt Rubaie eru flestir þeirra sem hafa framið sjálfsmorðsárásir í Írak arabar sem hafa komið til landsins gegnum sýrlensku landamærin. Bandaríkjamenn, Bretar og Írakar hafa árangurslaust beðið Sýrlendinga um að stöðva flæði erlendra bardagamanna um landamærin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×