Innlent

Bókhaldsbrella segir minnihlutinn

Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir of langt seilst ofan í vasa skattborgara í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar. Framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins segir bókhaldsbrellu gera það að verkum að skuldir borgarsjóðs hafa lækkað.

Í nýrri fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar segir að hreinar skuldir borgarsjóðs muni lækka um einn komma einn milljarð króna. Ef fyrirtæki borgarinnar eru tekin með í reikninginn, þá aukast hreinar skuldir verða samtals sjötíu og þrír og hálfur milljarður í lok næsta árs. Oddviti Sjálfstæðisflokks segir fjárhagsáætlunina bera merki glundroða vinstri flokkanna í borgarstjórn. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðismanna segir það vera seilast ótæpilega í vasa skattborgara, fasteignaskattar hafi hækkað og auk þes hafi borgin verið að hagnast vegna lóðauppboðsstefnu R-listans.

Vilhjálmur segir skatttekjur hafa hækkað um eitt hundrað þúsund krónur á hvern íbúa frá árinu 2000. Þá segir hann borgina hafa hagnast vegna lóðasölu og hagstæðrar gengisþróunar. Hann segir hreinar skuldir borgarinnar vera að hækka um 13 milljarða á þessu ári.

Margrét Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksin, segir að horfa verði á skuldir fyrirtækja borgarinnar líka því í nokkrum mæli í gegnum tíðina hafi skuldum borgarsjóðs verið velt yfir á fyrirtækin. Margrét segir að í fjárhagsáætlunin sé bókhaldsbrella því Fráveitan hafi sameinast Orkuveitunni og hagnaðurinn sé að miklu leyti til kominn vegna þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×