Allt kapp lagt á að bjarga kjarasamningum 14. nóvember 2005 20:01 Allt kapp er nú lagt á að bjarga kjarasamningum á vinnumarkaði áður en ögurstund rennur upp á morgun. Fulltrúar Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins stefna á kvöldfund og ríkisstjórnin er tilbúin að funda með aðilum. Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins í svokallaðri forsendunefnd mættu upp úr hádegi í höfuðstöðvar Alþýðusambands Íslands til fundar við fulltrúa ASÍ í nefndinni. Þar sem verðbólga síðustu tólf mánaða fór fram úr forsendum kjarasamninga er það þessara manna að ná saman um niðurstöðu sem sættir verkalýðshreyfinguna eigi síðar en á morgun. Að öðrum kosti vofir yfir uppsögn kjarasamninga. Fjórmenningarnir gerðu um tveggja stunda hlé nú síðdegis en komu svo á ný saman nú undir kvöld og fengust þær einu fréttir að það væri verið að funda. Það er ljóst að málið leysist ekki án aðkomu ríkisvaldsins. Aðilar hafa þó ekki fundað með ráðherrum í dag. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin hafi lýst því yfir að hún sé tilbúin að koma að málinu ef aðilar vinnumarkaðarins nái saman. Beðið sé eftir því og hann viti af því að í gangi séu mjög alvarlegar viðræður. Menn hafi verið sæmilega bjartsýnir um það að það náist jákvæð niðurstaða og það sé alveg ljóst að allir hafi lagt mikið á sig til þess. Búist er við að meginaðkoma ríkisvaldsins mun i felast í hækkun á atvinnuleysisbótum, en einnig leggur verkalýðshreyfingin áherslu á þrjú önnur mál gagnvart stjórnvöldum: að fá lög um starfsmannaleigur, aukna fjármuni til starfsmenntunar og að ríkið létti undir lífeyrissjóðum hvað varða örorkubætur. Fortsætisráðherra býst við að funda með aðilum á morgun. Hann segist aðspurður vera bjartsýnn og hann geri sér grein fyrir að það sé mjög mikilvægt að það náist jákvæð niðurstaða og það sé eins með þá sem standi í viðræðunum. Hann hafi trú á því að forsendunefndin leysi málið. Fréttir Innlent Kjaramál Stj.mál Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Allt kapp er nú lagt á að bjarga kjarasamningum á vinnumarkaði áður en ögurstund rennur upp á morgun. Fulltrúar Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins stefna á kvöldfund og ríkisstjórnin er tilbúin að funda með aðilum. Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins í svokallaðri forsendunefnd mættu upp úr hádegi í höfuðstöðvar Alþýðusambands Íslands til fundar við fulltrúa ASÍ í nefndinni. Þar sem verðbólga síðustu tólf mánaða fór fram úr forsendum kjarasamninga er það þessara manna að ná saman um niðurstöðu sem sættir verkalýðshreyfinguna eigi síðar en á morgun. Að öðrum kosti vofir yfir uppsögn kjarasamninga. Fjórmenningarnir gerðu um tveggja stunda hlé nú síðdegis en komu svo á ný saman nú undir kvöld og fengust þær einu fréttir að það væri verið að funda. Það er ljóst að málið leysist ekki án aðkomu ríkisvaldsins. Aðilar hafa þó ekki fundað með ráðherrum í dag. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin hafi lýst því yfir að hún sé tilbúin að koma að málinu ef aðilar vinnumarkaðarins nái saman. Beðið sé eftir því og hann viti af því að í gangi séu mjög alvarlegar viðræður. Menn hafi verið sæmilega bjartsýnir um það að það náist jákvæð niðurstaða og það sé alveg ljóst að allir hafi lagt mikið á sig til þess. Búist er við að meginaðkoma ríkisvaldsins mun i felast í hækkun á atvinnuleysisbótum, en einnig leggur verkalýðshreyfingin áherslu á þrjú önnur mál gagnvart stjórnvöldum: að fá lög um starfsmannaleigur, aukna fjármuni til starfsmenntunar og að ríkið létti undir lífeyrissjóðum hvað varða örorkubætur. Fortsætisráðherra býst við að funda með aðilum á morgun. Hann segist aðspurður vera bjartsýnn og hann geri sér grein fyrir að það sé mjög mikilvægt að það náist jákvæð niðurstaða og það sé eins með þá sem standi í viðræðunum. Hann hafi trú á því að forsendunefndin leysi málið.
Fréttir Innlent Kjaramál Stj.mál Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira