Heilbrigðiskerfið, einkarekstur og harðlínusósíalismi 11. nóvember 2005 14:23 Er best að bakgrunnur allra þingmanna sé hjá hinu opinbera – að einungis þannig hafi þeir nógu hreinan skjöld til að sitja á þingi? Ég var að fara yfir lista þingmanna okkar áðan; þeir eru sárafáir sem í manna minnum hafa unnið annars staðar en hjá ríkinu eða kannski hjá sveitarfélögum. En er ekki stundum talað um að það sé gott fyrir þingmenn að hafa fjölbreytilegan uppruna? Til dæmis einhverja tengingu við atvinnulífið? Núorðið höfum við ekki einu sinni presta, útgerðarmenn, lækna eða verkalýðsforingja á þingi eins og áður var alsiða, bara atvinnustjórnmálamenn frá unga aldri – fólk sem hefur aldrei ætlað sér að starfa við neitt annað en pólitík. --- --- --- Í ljósi þessa er hún dálítið skondin hin ákafa herferð DV gegn Ástu Möller sem kom inn á þing þegar Davíð Oddsson hætti og er nú varaformaður heilbrigðisnefndar Alþingis. Ásta fær hirtingu á fjórum stöðum í blaðinu í dag. Í leiðara er þess krafist að hún segi af sér þingmennsku. En nú vill svo til að Ásta hefur aldrei reynt að fela fyrir neinum að hún sé einn af aðstandendum fyrirtækisins Liðsinnis sem leggur stund á einkarekstur í heilbrigðisþjónustu. Þetta hefur verið á allra vitorði – og það er ekki heldur vitað til þess að sé neitt saknæmt við þessa starfsemi. Nema þá að menn álíti að það sé beinlínis glæpsamlegt að tengja saman einkarekstur og heilbrigðisþjónustu. Slíkur harðlínusósíalismi finnst manni næstum að svífi yfir vötnunum hjá DV. Ásta er sögð "mala gull á neyð sjúklinga" með starfsemi sinni. Þetta hljómar eins og Þjóðviljinn heitinn á vondum degi. --- --- --- En eigum við samt ekki að geta treyst því að Ásta – menntaður hjúkrunarfræðingur, fyrrverandi formaður Félags hjúkrunarfræðinga og einn fárra þingmanna sem hefur bakgrunn í atvinnulífinu – geti verið varaformaður téðrar þingnefndar og um leið selt ríkinu ákveðna afmarkaða þætti heilbrigðisþjónustu? Varla er það heilbrigðisnefndin sem sér um innkaup fyrir kerfið – eða er ekki hlutverk hennar að sjá um stefnumótun og lagasetningu? Gæti þetta jafnvel verið styrkur fyrir Ástu Möller? Að hún sé gjörkunnug heilbrigðiskerfinu. Í því sambandi má nefna að Pétur Blöndal hefur lengi verið mikilvirkur fjárfestir en er líka formaður efnahags og viðskiptanefndar Alþingis en Drífa Hjartardóttir er bóndi og formaður landbúnaðarnefndar. --- --- --- Þetta er partur af stærra máli. Það er æ meiri tilhneiging til að koma öllum fyrir einhvers staðar. Stórfjölskyldan er svo gott sem hrunin; fjölskyldan útvistar (outsourcar) sífellt fleiri verkefnum. Börnin geta ekki verið heima nema brot úr degi; við viljum helst vera laus við að hafa gamalmenni á heimilunum. En ríkið getur ekki veitt alla þá þjónustu sem fólk krefst. Það mun aldrei fást hæfur starfsmaður til að sitja yfir hverju einasta gamalmenni sem þarf á því að halda. Þetta er ekki góð þróun, en staðreynd engu síður. Og hvað er þá er eðlilegra en að fólk geti leitað aðstoðar hjá einkafyrirtæki sem starfar á þessu sviði og hefur menntað fólk á sínum snærum. Fyrirtæki Ástu Möller kann að hagnast eitthvað á þessu ástandi – en það er fyrst og fremst vegna þess að svona er í pottinn búið í þjóðfélaginu, ekki vegna einhvers sem er talað inni í heilbrigðisnefnd. --- --- --- Þrýstingurinn á Dag Eggertsson eykst. Á laugardaginn skrifaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir grein í Moggann þar sem hún hvatti óháða til að ganga til liðs við Samfylkinguna í borgarstjórnarkosningunum – flestir skildu það sem svo að hún ætti við Dag. Í dag bætist Össur Skarphéðinsson í hópinn, skrifar á vefsíðu sína og skorar á Dag að bjóða sig fram, segir reyndar að hann sé viss um að hann verði kominn í framboð fyrr en varir. Dagur og stuðningsmenn hans eru að kanna hljómgrunninn fyrir framboði – svo mikið veit ég. En Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri er varla glöð yfir hvatningunni sem hann er að fá frá núverandi og fyrrverandi formönnum Samfylkingarinnar. --- --- --- Það eru ekki eintóm spekimál sem eru töluð á öllum þessum ráðstefnum sem verið er að halda. Ingimundur Sigurpálsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, messaði í gær yfir gestum á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna, skammaði þá fyrir offjárfestingar og of miklar launahækkanir, sagði þá ekki hafa "axlað hagstjórnarábyrgð". Á þetta að vera brandari? Nú er það svo að sveitarfélög þurfa að halda uppi leikskólum, grunnskólum, gatnakerfi, flélagsþjónustu og ýmsu fleiru – kröfurnar til þeirra aukast stöðugt. Starfsfólk sveitarfélaga er á skítalaunum; kannski hefur umræðan um laun leikskólakennara farið fram hjá Ingimundi. Á sama tíma hafa umbjóðendur hans í Samtökum atvinnulífsins verið að spila út í geðveikum launahækkunum til forstjóra, óhóflegri lántöku í útlöndum – að ógleymdum ofboðslegum kaupum á Porsche-jeppum. Er það að "axla hagstjórnarábyrgð"? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun
Er best að bakgrunnur allra þingmanna sé hjá hinu opinbera – að einungis þannig hafi þeir nógu hreinan skjöld til að sitja á þingi? Ég var að fara yfir lista þingmanna okkar áðan; þeir eru sárafáir sem í manna minnum hafa unnið annars staðar en hjá ríkinu eða kannski hjá sveitarfélögum. En er ekki stundum talað um að það sé gott fyrir þingmenn að hafa fjölbreytilegan uppruna? Til dæmis einhverja tengingu við atvinnulífið? Núorðið höfum við ekki einu sinni presta, útgerðarmenn, lækna eða verkalýðsforingja á þingi eins og áður var alsiða, bara atvinnustjórnmálamenn frá unga aldri – fólk sem hefur aldrei ætlað sér að starfa við neitt annað en pólitík. --- --- --- Í ljósi þessa er hún dálítið skondin hin ákafa herferð DV gegn Ástu Möller sem kom inn á þing þegar Davíð Oddsson hætti og er nú varaformaður heilbrigðisnefndar Alþingis. Ásta fær hirtingu á fjórum stöðum í blaðinu í dag. Í leiðara er þess krafist að hún segi af sér þingmennsku. En nú vill svo til að Ásta hefur aldrei reynt að fela fyrir neinum að hún sé einn af aðstandendum fyrirtækisins Liðsinnis sem leggur stund á einkarekstur í heilbrigðisþjónustu. Þetta hefur verið á allra vitorði – og það er ekki heldur vitað til þess að sé neitt saknæmt við þessa starfsemi. Nema þá að menn álíti að það sé beinlínis glæpsamlegt að tengja saman einkarekstur og heilbrigðisþjónustu. Slíkur harðlínusósíalismi finnst manni næstum að svífi yfir vötnunum hjá DV. Ásta er sögð "mala gull á neyð sjúklinga" með starfsemi sinni. Þetta hljómar eins og Þjóðviljinn heitinn á vondum degi. --- --- --- En eigum við samt ekki að geta treyst því að Ásta – menntaður hjúkrunarfræðingur, fyrrverandi formaður Félags hjúkrunarfræðinga og einn fárra þingmanna sem hefur bakgrunn í atvinnulífinu – geti verið varaformaður téðrar þingnefndar og um leið selt ríkinu ákveðna afmarkaða þætti heilbrigðisþjónustu? Varla er það heilbrigðisnefndin sem sér um innkaup fyrir kerfið – eða er ekki hlutverk hennar að sjá um stefnumótun og lagasetningu? Gæti þetta jafnvel verið styrkur fyrir Ástu Möller? Að hún sé gjörkunnug heilbrigðiskerfinu. Í því sambandi má nefna að Pétur Blöndal hefur lengi verið mikilvirkur fjárfestir en er líka formaður efnahags og viðskiptanefndar Alþingis en Drífa Hjartardóttir er bóndi og formaður landbúnaðarnefndar. --- --- --- Þetta er partur af stærra máli. Það er æ meiri tilhneiging til að koma öllum fyrir einhvers staðar. Stórfjölskyldan er svo gott sem hrunin; fjölskyldan útvistar (outsourcar) sífellt fleiri verkefnum. Börnin geta ekki verið heima nema brot úr degi; við viljum helst vera laus við að hafa gamalmenni á heimilunum. En ríkið getur ekki veitt alla þá þjónustu sem fólk krefst. Það mun aldrei fást hæfur starfsmaður til að sitja yfir hverju einasta gamalmenni sem þarf á því að halda. Þetta er ekki góð þróun, en staðreynd engu síður. Og hvað er þá er eðlilegra en að fólk geti leitað aðstoðar hjá einkafyrirtæki sem starfar á þessu sviði og hefur menntað fólk á sínum snærum. Fyrirtæki Ástu Möller kann að hagnast eitthvað á þessu ástandi – en það er fyrst og fremst vegna þess að svona er í pottinn búið í þjóðfélaginu, ekki vegna einhvers sem er talað inni í heilbrigðisnefnd. --- --- --- Þrýstingurinn á Dag Eggertsson eykst. Á laugardaginn skrifaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir grein í Moggann þar sem hún hvatti óháða til að ganga til liðs við Samfylkinguna í borgarstjórnarkosningunum – flestir skildu það sem svo að hún ætti við Dag. Í dag bætist Össur Skarphéðinsson í hópinn, skrifar á vefsíðu sína og skorar á Dag að bjóða sig fram, segir reyndar að hann sé viss um að hann verði kominn í framboð fyrr en varir. Dagur og stuðningsmenn hans eru að kanna hljómgrunninn fyrir framboði – svo mikið veit ég. En Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri er varla glöð yfir hvatningunni sem hann er að fá frá núverandi og fyrrverandi formönnum Samfylkingarinnar. --- --- --- Það eru ekki eintóm spekimál sem eru töluð á öllum þessum ráðstefnum sem verið er að halda. Ingimundur Sigurpálsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, messaði í gær yfir gestum á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna, skammaði þá fyrir offjárfestingar og of miklar launahækkanir, sagði þá ekki hafa "axlað hagstjórnarábyrgð". Á þetta að vera brandari? Nú er það svo að sveitarfélög þurfa að halda uppi leikskólum, grunnskólum, gatnakerfi, flélagsþjónustu og ýmsu fleiru – kröfurnar til þeirra aukast stöðugt. Starfsfólk sveitarfélaga er á skítalaunum; kannski hefur umræðan um laun leikskólakennara farið fram hjá Ingimundi. Á sama tíma hafa umbjóðendur hans í Samtökum atvinnulífsins verið að spila út í geðveikum launahækkunum til forstjóra, óhóflegri lántöku í útlöndum – að ógleymdum ofboðslegum kaupum á Porsche-jeppum. Er það að "axla hagstjórnarábyrgð"?