Lækkun neysluverðsvísitölu valdi ekki straumhvörfum 11. nóvember 2005 12:30 MYND/Vilhelm Talsmenn verkalýðshreyfingarinnar segja að fréttir um lækkun neysluvísitölu og hjöðnun verðbólgu hafi ekki komið þeim í opna skjöldu og valdi engum straumhvörfum í viðræðum við atvinnurekendur, sem aftur á móti hafa hampað þessum tíðindum sem nýjum og óvæntum. Það er þó enginn afturkippur í viðræðunum og svonefnd forsendunefnd Samtaka atvinnulífsisins og ASÍ kemur saman til fundar eftir hádegi og er búist við fundahölfum alla helgina og reyndar fram á þriðjudag, en þá er frestur nefndarinnar til að ná lendingu runninn út. Eftir því sem næst verður komist er ekkert farið að ræða um krónur og aura, enn sem komið er. Kröfur verkalýðshreyfingarinnar um jafn trygga lífeyrissjóði og opinberir starfsmenn hafa snúa að stjórnvöldum en annað stórt mál, sem er launatengdar atvinnuleysisbætur, snúa að vinnuveitendum. Hugmyndir verkalýðshreyfingarinnar eru þær að fyrsta hálfa mánuðinn sem einhver verður atvinnulaus þiggi hann grundvallarbætur, sem eru 91 þúsund á mánuði, enda fá flestir nýja vinnu innan hálfs mánaðar. Reyndar er krafa um að hækka upphæðina strax í hundrað þúsund. Ef það dregst hinsvegar á langinn að maður fái nýja vinnu vill verkalýsðhreyfingin að hann fái 80 prósent af þeim launum, sem hann var á, í þrjá og hálfan mánuð, en falli að því búnu aftur niður í grundvallarbæturnar. Þó verði sett 250 þúsund króna þak á viðmiðunartöluna. Ef þetta gengi eftir þýddi það að maður, sem hafði 250 þúsund í laun, fengi 200 þúsund krónur í atvinnuleysisbætur í þrjá og hálfan mánuð í stað 91 þúsund króna á mánuði. Að sögn Halldórs Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóra ASÍ, er þetta afar mikilvægt því reynslan sýni að menn þoli í afar stuttan tíma að búa við stórskert laun. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
Talsmenn verkalýðshreyfingarinnar segja að fréttir um lækkun neysluvísitölu og hjöðnun verðbólgu hafi ekki komið þeim í opna skjöldu og valdi engum straumhvörfum í viðræðum við atvinnurekendur, sem aftur á móti hafa hampað þessum tíðindum sem nýjum og óvæntum. Það er þó enginn afturkippur í viðræðunum og svonefnd forsendunefnd Samtaka atvinnulífsisins og ASÍ kemur saman til fundar eftir hádegi og er búist við fundahölfum alla helgina og reyndar fram á þriðjudag, en þá er frestur nefndarinnar til að ná lendingu runninn út. Eftir því sem næst verður komist er ekkert farið að ræða um krónur og aura, enn sem komið er. Kröfur verkalýðshreyfingarinnar um jafn trygga lífeyrissjóði og opinberir starfsmenn hafa snúa að stjórnvöldum en annað stórt mál, sem er launatengdar atvinnuleysisbætur, snúa að vinnuveitendum. Hugmyndir verkalýðshreyfingarinnar eru þær að fyrsta hálfa mánuðinn sem einhver verður atvinnulaus þiggi hann grundvallarbætur, sem eru 91 þúsund á mánuði, enda fá flestir nýja vinnu innan hálfs mánaðar. Reyndar er krafa um að hækka upphæðina strax í hundrað þúsund. Ef það dregst hinsvegar á langinn að maður fái nýja vinnu vill verkalýsðhreyfingin að hann fái 80 prósent af þeim launum, sem hann var á, í þrjá og hálfan mánuð, en falli að því búnu aftur niður í grundvallarbæturnar. Þó verði sett 250 þúsund króna þak á viðmiðunartöluna. Ef þetta gengi eftir þýddi það að maður, sem hafði 250 þúsund í laun, fengi 200 þúsund krónur í atvinnuleysisbætur í þrjá og hálfan mánuð í stað 91 þúsund króna á mánuði. Að sögn Halldórs Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóra ASÍ, er þetta afar mikilvægt því reynslan sýni að menn þoli í afar stuttan tíma að búa við stórskert laun.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira