Ung kona tvíbrotnaði á fæti þegar bíll hennar rann í veg fyrir rútubíl á þjóðveginum skammt frá Stykkishólmi í gær, þannig að bílarnir skullu harkalega saman. Hún var fyrst flutt á sjukrahúsið í Stykkishólmi og þaðan með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landsspítalann þar sem gert var að sárum hennar. Einn farþegi í rútubílnum meiddist lítillega. Bíll konunnar er ónýtur og rútubíllinn mikið skemmdur.
Tvíbrotnaði á fæti í árekstri
