3 Myndir keppa um hvatningarverðlaun Landsbankans 10. nóvember 2005 14:00 Eins og fram hefur komið var mikil þátttaka í stuttmyndakeppni IKSA, Íslensku kvikmynda- og Sjónvarpsakademíunnar. Dómnefnd hefur nú lokið störfum og valið þrjá myndir sem keppa nú um hin veglegu Hvatningarverðlaun Landsbankans. Kosning er hafin hér á Vísi og stendur til kl. 16:00 föstudaginn 11. nóvember. Atkvæði Vísisnotenda gilda 35% á móti 65% vægi dómnefndar. Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn á Edduhátíðinni í beinni útsendingu sunnudaginn 13. nóvember næstkomandi. Afmyndað afkvæmi hugarfóstursAfmyndað afkvæmi hugarfósturs eftir Birgi Pál Auðunsson og Steinunni Gunnlaugsdóttur. Handrit myndarinnar er einnig eftir þau Birgi og Steinunni sem ásamt fleirum eru höfundar frumsaminnar tónlistarinnar. Myndin er súrrealískt ævintýri og draumfarir þar sem lýst er in í fagurdrungaleg skimaskot og svörtustu hugarkima. Afmyndað afkvæmi hugarfósturs er einstaklega myndræn og framúrskarandi vel unnin hvað varðar tækni og lýsingu.Skoða mynd Heimur Jóns bóndaHeimur Jóns bónda eftir Unu Lorenzen, sem einnig skrifar handrit en tónlist er eftir Hildi Guðnadóttur. Myndin er hreyfimynd unnin úr íslenskum handritum frá upphafi 19. aldar. Handritin skrifaði og skreytti Jón Bjarnason úr Þórormstungu í Vatnsdal og gefa þau skemmtilega mynd af sýn hans á veröldina. Heimur Jóns bónda er falleg og heillandi mynd sem notast við skemmtilega myndræna sýn bóndans Jóns Bjarnasonar á furðudýrum og kynjaverum sem þekktar eru úr þjóðsögum og ævintýrum.Skoða mynd Hið ljúfa lífHið ljúfa líf eftir Elvar Gunnarsson. Handritið skrifa þau Elvar Gunnarsson, Kristinn Þeyr Magnússon, Oddný Helgadóttir og Anton Máni Svansson. Myndin fjallar um tvær einmana sálir sem hittast fyrir tilviljun á jóladag og komast að því að þau eiga ýmislegt sameiginlegt þrátt fyrir að vera ólíkir einstaklinga. Hið ljúfa líf er heilsteypt og skemmtileg mynd þar sem góður leikur, einlægt og sannverðugt handrit liggja til grundvallar metnaðarfullri vinnsluaðferð.Skoða mynd Eddan Menning Mest lesið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Lífið Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Lífið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Lífið Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Lífið Sigga Heimis selur slotið Lífið Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Lífið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Lífið Fleiri fréttir Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Hafnar vel launuðum störfum vegna skriffíknar á háu stigi Krakkatían: Teiknimyndir, vísur og ostar Ergir kirkjuna enn á ný með fölskum Frans páfa „Ég hef ekki komið nálægt þessum manni“ Vonast til að hitta átrúnaðargoðin einn daginn Vala Kristín og Hilmir Snær eiga von á barni Gerði alla plötuna á tveimur árum í Gleðivík Sjá meira
Eins og fram hefur komið var mikil þátttaka í stuttmyndakeppni IKSA, Íslensku kvikmynda- og Sjónvarpsakademíunnar. Dómnefnd hefur nú lokið störfum og valið þrjá myndir sem keppa nú um hin veglegu Hvatningarverðlaun Landsbankans. Kosning er hafin hér á Vísi og stendur til kl. 16:00 föstudaginn 11. nóvember. Atkvæði Vísisnotenda gilda 35% á móti 65% vægi dómnefndar. Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn á Edduhátíðinni í beinni útsendingu sunnudaginn 13. nóvember næstkomandi. Afmyndað afkvæmi hugarfóstursAfmyndað afkvæmi hugarfósturs eftir Birgi Pál Auðunsson og Steinunni Gunnlaugsdóttur. Handrit myndarinnar er einnig eftir þau Birgi og Steinunni sem ásamt fleirum eru höfundar frumsaminnar tónlistarinnar. Myndin er súrrealískt ævintýri og draumfarir þar sem lýst er in í fagurdrungaleg skimaskot og svörtustu hugarkima. Afmyndað afkvæmi hugarfósturs er einstaklega myndræn og framúrskarandi vel unnin hvað varðar tækni og lýsingu.Skoða mynd Heimur Jóns bóndaHeimur Jóns bónda eftir Unu Lorenzen, sem einnig skrifar handrit en tónlist er eftir Hildi Guðnadóttur. Myndin er hreyfimynd unnin úr íslenskum handritum frá upphafi 19. aldar. Handritin skrifaði og skreytti Jón Bjarnason úr Þórormstungu í Vatnsdal og gefa þau skemmtilega mynd af sýn hans á veröldina. Heimur Jóns bónda er falleg og heillandi mynd sem notast við skemmtilega myndræna sýn bóndans Jóns Bjarnasonar á furðudýrum og kynjaverum sem þekktar eru úr þjóðsögum og ævintýrum.Skoða mynd Hið ljúfa lífHið ljúfa líf eftir Elvar Gunnarsson. Handritið skrifa þau Elvar Gunnarsson, Kristinn Þeyr Magnússon, Oddný Helgadóttir og Anton Máni Svansson. Myndin fjallar um tvær einmana sálir sem hittast fyrir tilviljun á jóladag og komast að því að þau eiga ýmislegt sameiginlegt þrátt fyrir að vera ólíkir einstaklinga. Hið ljúfa líf er heilsteypt og skemmtileg mynd þar sem góður leikur, einlægt og sannverðugt handrit liggja til grundvallar metnaðarfullri vinnsluaðferð.Skoða mynd
Eddan Menning Mest lesið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Lífið Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Lífið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Lífið Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Lífið Sigga Heimis selur slotið Lífið Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Lífið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Lífið Fleiri fréttir Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Hafnar vel launuðum störfum vegna skriffíknar á háu stigi Krakkatían: Teiknimyndir, vísur og ostar Ergir kirkjuna enn á ný með fölskum Frans páfa „Ég hef ekki komið nálægt þessum manni“ Vonast til að hitta átrúnaðargoðin einn daginn Vala Kristín og Hilmir Snær eiga von á barni Gerði alla plötuna á tveimur árum í Gleðivík Sjá meira