Innlent

Hlutafélagavæðing dulbúin einkavæðing

MYND/Valgarður

Kristinn H. Gunnarsson segir að hægt sé að ná fram nauðsynlegum breytingum hjá RÚV án þess að breyta rekstrarfyrirkomulagi, eins og menntamálaráðherra hefur boðað. Hann segir hlutafélagavæðingu RÚV ekkert annað en dulbúna einkavæðingu.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að í nýju frumvarpi um Ríkisútvarpið sem leggja á fram á þingi fyrir jól sé gert ráð fyrir því að rekstrarfyrirkomulagi Útvarpsins verði breytt. Að sögn hennar er nú verið að skoða hvort verði fyrir valinu, að gera RÚV að einkahlutafélagi eða sameignarfélagi.

Þorgerður vill þó ekki segja til um hvor leiðin verði fyrir valinu, en ESA, eftirlitsstofnun EFTA, gerði athugasemdir við frumvarp um RÚV í fyrra þar sem gert var ráð fyrir að útvarpið yrði gert að sameignarfélagi með einn eiganda. Aðspurð um hvort til greina kæmi að RÚV færi í heild eða að hluta af auglýsingamarkaðisagði Þorgerður að hún vildi ekkert segja um frumvarpið í heild eins og væri. Það kæmi fyrst fyrir augu þingflokka og svo til þingsins

Kristinn H Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur gagnrýnt breytingar á rekstrarfyrirkomulagi RÚV. Hann segir ljóst að framsóknarmenn séu bundnir af samþykktum flokksins og því geti þeir ekki lagt blessun sína yfir hlutafélagavæðinguna. Hann telur að þau tvö atriði sem ná eigi fram með frumvarpi um RÚV, það er varðandi pólitískt skipað Útvarpsráð og skipanir ráðherra í stöður innan RÚV, megi ná fram á annan hátt. Það sé hægt með breytingu á gildandi lögum með óbreyttu stofnanafyrirkomulagi.

„Ætli menn að fara að gera Útvarpið að hlutafélagi þá er það auðvitað alveg augljóst mál að tilgangurinn er að breyta stofnun í seljanlegt fyrirbæri. Það er engum vafa undirorpið, hvort sem menn ætla sér að selja núna eða seinna," segir Kristinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×