Innlent

Sýknuð af kókaínsmygli

Sautján ára stúlka sem ákærð var fyrir smygl á kókaíni í Bretlandi var nú fyrir stundu sýknuð. Stúlkan kom fyrir dómara í Inner London Crown Court. Hún hélt því fram fyrir dómi að hún hefði verið burðardýr og haldið að hún væri að flytja peninga. Stúlkan grét við dómsuppkvaðningu þegar henni var ljóst að hún yrði látin laus. Stúlkan var ákærð fyrir að flytja inn fjórðung úr kílói af kókaíni. Hún var handtekin á Waterloo lestarstöðinni í Bretlandi við komuna frá Amsterdam. Andvirði efnisins er talið hafa verið rúmlega 1,3 jónir íslenskra króna. Stúlkan hélt því fram fyrir dómi að henni hafi verið greiddar um tíu þúsund krónur fyrir að ferðast til Hollands og koma til baka með peninga. Maður að nafni John hafi greitt fyrir ferðina og séð um að sækja hana á flugvöllinn í Amsterdam. Hann hafi keypt handa henni skó og troðið peningum í skósólann til að koma í veg fyrir að hún yrði rænd. Stúlkan neitaði því staðfastlega að hafa vitað að ekki væru peningar í skósólanum heldur kókaín. Stúlkan var sextán ára þegar hún var handtekin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×