Naumur sigur Fram á ÍBV 16. október 2005 00:01 Fram vann á sunnudagskvöld sinn fimmta sigur í jafnmörgum leikjum í DHL-deild karla í handbolta þegar liðið vann nauman sigur á ÍBV, 28-27 í Framhúsinu. Staðan í hálfleik var 14-12 fyrir ÍBV en heimamenn bitu frá sér þrátt fyrir mýmörg sóknarmistök og knúðu fram sigur. Fram er með fullt hús stiga eftir fyrstu fimm leiki sína í deildinni. "Þetta var mjög erfiður leikur. Okkur gekk erfiðlega í byrjun en komumst svo inn í leikinn hægt og bítandi. Svo var þetta auðvitað jafnt lengst af en okkur tókst að skora sigurmarkið alveg í blálokin." sagði Guðmundur Guðmundsson þjálfari Fram. Þorri B. Gunnarsson skoraði sigurmark Fram þegar 5 sekúndur voru eftir af leiknum. Markahæstir Framara voru Sergiy Serenko með 8 mörk og Jón Björgvin Pétursson kom næstur með 5 mörk. Markahæstir Eyjamanna voru Mladen Cacic með 8 mörk, Goran Kuzmanoski með 7 mörk og Ólafur Víðir Ólafsson með 5 mörk. Á heimasíðu ÍBV er farið hörðum orðum um dómgæsluna í leiknum gegn Fram í grein undir titlinum; "D?????-mafíu skandall." Þeir eru þar sagðir hafa mismunað liðunum og fært Fram sigurinn og gefið er í skyn að "ákveðin öfl innan HSÍ séu að vinna gegn ÍBV" eins og segir á vefnum. Á heimasíðu ÍBV (wwwibv.is) segir eftirfarandi; "Það er greinilegt að enn eitt árið ætla þessir s????klæddu að koma höggi á ÍBV og er það miður. Það er sorglegt að aðilar sem eiga að vera óhlutdrægir beri taum ákveðna liða. Er það miður þegar að þegar fólk er að leggja á sig vinnu og ætlast til að fá að keppa á jafnréttisgrundvelli að þá skulu það ávallt vera ávkveðin öfl sem vinna á móti ÍBV og vilja koma höggi á félagið. Þetta er sorglegt og verst að það sé ekki til dómsstig til að taka á svona málum þar sem það fólk er stýrir handboltamálum á Íslandi situr í glerhúsi sem það sjálft hefur byggt.Þá hefur handknattleiksforystan gengið atbeina ákveðna félaga og ekki þorað á taka á því t.d. er liðin "þeirra" brjóta samþykktir sambandsins. Sleppa þar hinu svo kölluðu einkavinir handboltaforystunar við að þurfa að sæta dóm og sektum eins og reglur sambandsins gefa tilefni til." Íslenski handboltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Sjá meira
Fram vann á sunnudagskvöld sinn fimmta sigur í jafnmörgum leikjum í DHL-deild karla í handbolta þegar liðið vann nauman sigur á ÍBV, 28-27 í Framhúsinu. Staðan í hálfleik var 14-12 fyrir ÍBV en heimamenn bitu frá sér þrátt fyrir mýmörg sóknarmistök og knúðu fram sigur. Fram er með fullt hús stiga eftir fyrstu fimm leiki sína í deildinni. "Þetta var mjög erfiður leikur. Okkur gekk erfiðlega í byrjun en komumst svo inn í leikinn hægt og bítandi. Svo var þetta auðvitað jafnt lengst af en okkur tókst að skora sigurmarkið alveg í blálokin." sagði Guðmundur Guðmundsson þjálfari Fram. Þorri B. Gunnarsson skoraði sigurmark Fram þegar 5 sekúndur voru eftir af leiknum. Markahæstir Framara voru Sergiy Serenko með 8 mörk og Jón Björgvin Pétursson kom næstur með 5 mörk. Markahæstir Eyjamanna voru Mladen Cacic með 8 mörk, Goran Kuzmanoski með 7 mörk og Ólafur Víðir Ólafsson með 5 mörk. Á heimasíðu ÍBV er farið hörðum orðum um dómgæsluna í leiknum gegn Fram í grein undir titlinum; "D?????-mafíu skandall." Þeir eru þar sagðir hafa mismunað liðunum og fært Fram sigurinn og gefið er í skyn að "ákveðin öfl innan HSÍ séu að vinna gegn ÍBV" eins og segir á vefnum. Á heimasíðu ÍBV (wwwibv.is) segir eftirfarandi; "Það er greinilegt að enn eitt árið ætla þessir s????klæddu að koma höggi á ÍBV og er það miður. Það er sorglegt að aðilar sem eiga að vera óhlutdrægir beri taum ákveðna liða. Er það miður þegar að þegar fólk er að leggja á sig vinnu og ætlast til að fá að keppa á jafnréttisgrundvelli að þá skulu það ávallt vera ávkveðin öfl sem vinna á móti ÍBV og vilja koma höggi á félagið. Þetta er sorglegt og verst að það sé ekki til dómsstig til að taka á svona málum þar sem það fólk er stýrir handboltamálum á Íslandi situr í glerhúsi sem það sjálft hefur byggt.Þá hefur handknattleiksforystan gengið atbeina ákveðna félaga og ekki þorað á taka á því t.d. er liðin "þeirra" brjóta samþykktir sambandsins. Sleppa þar hinu svo kölluðu einkavinir handboltaforystunar við að þurfa að sæta dóm og sektum eins og reglur sambandsins gefa tilefni til."
Íslenski handboltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Sjá meira