Stjórnarskráin líklega samþykkt 16. október 2005 00:01 Ánægja ríkir með kosningarnar í Írak í gær. Það þykir næsta víst að stjórnarskráin sem kosið var um hafi verið samþykkt, en þar með eru þó ekki allir erfiðleikar yfirstignir. Kosningarnar gengu ótrúlega friðsamlega fyrir sig að mati talsmanna Sameinuðu þjóðanna þó að einhverjar árásir hafi verið gerðar. Til að mynda voru fimm bandarískir hermenn drepnir í sprengjuárás á bifreið þeirra í Ramadi í vesturhluta landsins. Í morgun voru svo uppreisnar- og hryðjuverkamenn komnir á kreik á ný. Tvær sprengjur sprungu við græna svæðið í Bagdad, þar sem ríkisstjórnin hefur aðsetur sitt, en engan sakaði. Kosningaþátttaka var góð, nærri sextíu og fimm prósent, og allt bendir til þess að stjórnarskráin hafi verið samþykkt, þrátt fyrir andstöðu súnníta. Endanlegar niðurstöður liggja þó fyrst fyrir á morgun eða þriðjudag. En þar með er björninn þó ekki unninn. Laith Kubba, talsmaður ríkisstjórnar Íraks, sagði í dag að stjórnarinnar biði erfitt úrlausnarefni, hvort sem stjórnarskráin yrði samþykkt eður ei. „Við vitum að það ríkir mikill klofningur í landinu og ef hluti af hinni íröksku fjölskyldu er óánægður er erfitt að búa undir sama þaki,“ sagði Kubba. Þingkosningar verða í desember og eru stjórnmálaskýrendur ekki sammála um áhrif þeirra. Sumir telja kosningarnar geta leitt til frekari klofnings og deilna, en aðrir benda á að aukin kosningaþátttaka súnníta og breyttar kosningareglur sem eru þeim í hag ættu að leiða til þess að allir hópar ættu sér sterka fulltrúa á þingi þar sem hægt væri að útkljá deilumál með lýðræðislegum hætti. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Ánægja ríkir með kosningarnar í Írak í gær. Það þykir næsta víst að stjórnarskráin sem kosið var um hafi verið samþykkt, en þar með eru þó ekki allir erfiðleikar yfirstignir. Kosningarnar gengu ótrúlega friðsamlega fyrir sig að mati talsmanna Sameinuðu þjóðanna þó að einhverjar árásir hafi verið gerðar. Til að mynda voru fimm bandarískir hermenn drepnir í sprengjuárás á bifreið þeirra í Ramadi í vesturhluta landsins. Í morgun voru svo uppreisnar- og hryðjuverkamenn komnir á kreik á ný. Tvær sprengjur sprungu við græna svæðið í Bagdad, þar sem ríkisstjórnin hefur aðsetur sitt, en engan sakaði. Kosningaþátttaka var góð, nærri sextíu og fimm prósent, og allt bendir til þess að stjórnarskráin hafi verið samþykkt, þrátt fyrir andstöðu súnníta. Endanlegar niðurstöður liggja þó fyrst fyrir á morgun eða þriðjudag. En þar með er björninn þó ekki unninn. Laith Kubba, talsmaður ríkisstjórnar Íraks, sagði í dag að stjórnarinnar biði erfitt úrlausnarefni, hvort sem stjórnarskráin yrði samþykkt eður ei. „Við vitum að það ríkir mikill klofningur í landinu og ef hluti af hinni íröksku fjölskyldu er óánægður er erfitt að búa undir sama þaki,“ sagði Kubba. Þingkosningar verða í desember og eru stjórnmálaskýrendur ekki sammála um áhrif þeirra. Sumir telja kosningarnar geta leitt til frekari klofnings og deilna, en aðrir benda á að aukin kosningaþátttaka súnníta og breyttar kosningareglur sem eru þeim í hag ættu að leiða til þess að allir hópar ættu sér sterka fulltrúa á þingi þar sem hægt væri að útkljá deilumál með lýðræðislegum hætti.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira