Lífið

Idol Stjörnuleit heldur áfram í kvöld

Þriðji þáttur Idol stjörnuleitar er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Þá verður haldið áfram að fylgjast með áheyrnarprófum sem fram fóru á Hótel Loftleiðum.

Rúmlega 1400 keppendur skráðu sig til leiks í Idol - Stjörnuleit en haldin voru áheyrnarpróf víða um land. Hinir upprennandi söngvarar mættu á Hótel Loftleiðir og þar var gleðin sannarlega við völd. Einar Bárðarson og Páll Óskar Hjálmtýsson eru nýir liðsmenn dómnefndarinnar en þeirra, Siggu og Bubba beið erfitt en mjög skemmtilegt verkefni. 

Í næstu viku verður sýnt frá áheyrnarprófum á Akureyri áður en haldið verður til Egilsstaða. Eftir það taka leikar að æsast í Idol-Stjörnuleitinni. Áheyrnaprófum er lokið og 111 hafa verið valdir úr þeim 1600 sem reyndu fyrir sér. Nú liggur leiðin í Salinn í Kópavogi þar sem dómnefnd fær það vandasama verk að skera niður hóp keppenda í 35 sem komast áfram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×