Eykur eftirlit vegna rjúpnaveiða 14. október 2005 00:01 Lögregla um allt land hyggst auka eftirlit sitt vegna þess að rjúpnaveiðar hefjast á morgun að nýju eftir tveggja ára hlé. Veiðimenn á Vesturlandi eru varaðir við því að á sama tíma og þeir halda til veiða leita bændur fjár. Ríkislögreglustjóri hefur hvatt alla lögreglustjóra á landinu til að efla eftirlit með skotveiðimönnum í sínu umdæmi og hann hefur m.a. styrkt lið sitt á Suðvesturlandi og Norðurlandi á meðan á veiðitímabilið stendur, eða til 15. nóvember. Þá mun Ríkislögreglustjóri njóta aðstoðar Landhelgisgæslunnar sem mun fljúga yfir veiðilendur á annarri þyrlu sinni og fylgjast með að lög séu virt. Svipað verður uppi á teningnum á Miðvesturlandi en þar verður lögregla með eftirlit í Dalasýslu og Borgarfirði og hafa sýslumannsembættin í Borgarnesi og í Búðardal með sér samstarf af þeim sökum, en auk bíla verður flugvél notuð til eftirlits. Lögregla á þessum slóðum vekur athygli veiðimanna á því að þriðju leitir fara fram í Suðurdölum í Dalabyggð á morgun og sömuleiðis verða leitir hjá Mýramönnum og Borgfirðingum á sama tíma. Leitað verður á vinsælu rjúpnaveiðisvæði og eru veiðimenn beðnir um að sýna tillitssemi og varúð á þessu landsvæði. Þá greindi Bæjarins besta frá því að öll skotveiði hefur verið bönnuð á eignarjörðum Vesturbyggðar öðrum en einstaklingum sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu frá og með morgundeginum. Sama gildir um nokkrar jarðir í Mývatnssveit. Lögregla brýnir einnig fyrir veiðimönnum að leita leyfis hjá bændum til veiða á landi þeirra og vekur hún sérstaklega athygli á því að fjalllendi er stundum háð eignarrétti líka þannig að þar þarf einnig að fá leyfi til veiða. Einnig er minnt á að utanvegaakstur er bannaður og sama gildir um veiðar á hvers kyns tækjum, eins og vélsleðum og fjórhjólum. Sú skylda hvílir á veiðimönnum að kynna sér hvar veiði er leyfð á hverjum stað og þá ber þeim einnig að fylgjast með því hvort breytingar eru gerðar á reglugerðum og lögum um veiðar á meðan á veiðitímabilinu stendur. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Lögregla um allt land hyggst auka eftirlit sitt vegna þess að rjúpnaveiðar hefjast á morgun að nýju eftir tveggja ára hlé. Veiðimenn á Vesturlandi eru varaðir við því að á sama tíma og þeir halda til veiða leita bændur fjár. Ríkislögreglustjóri hefur hvatt alla lögreglustjóra á landinu til að efla eftirlit með skotveiðimönnum í sínu umdæmi og hann hefur m.a. styrkt lið sitt á Suðvesturlandi og Norðurlandi á meðan á veiðitímabilið stendur, eða til 15. nóvember. Þá mun Ríkislögreglustjóri njóta aðstoðar Landhelgisgæslunnar sem mun fljúga yfir veiðilendur á annarri þyrlu sinni og fylgjast með að lög séu virt. Svipað verður uppi á teningnum á Miðvesturlandi en þar verður lögregla með eftirlit í Dalasýslu og Borgarfirði og hafa sýslumannsembættin í Borgarnesi og í Búðardal með sér samstarf af þeim sökum, en auk bíla verður flugvél notuð til eftirlits. Lögregla á þessum slóðum vekur athygli veiðimanna á því að þriðju leitir fara fram í Suðurdölum í Dalabyggð á morgun og sömuleiðis verða leitir hjá Mýramönnum og Borgfirðingum á sama tíma. Leitað verður á vinsælu rjúpnaveiðisvæði og eru veiðimenn beðnir um að sýna tillitssemi og varúð á þessu landsvæði. Þá greindi Bæjarins besta frá því að öll skotveiði hefur verið bönnuð á eignarjörðum Vesturbyggðar öðrum en einstaklingum sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu frá og með morgundeginum. Sama gildir um nokkrar jarðir í Mývatnssveit. Lögregla brýnir einnig fyrir veiðimönnum að leita leyfis hjá bændum til veiða á landi þeirra og vekur hún sérstaklega athygli á því að fjalllendi er stundum háð eignarrétti líka þannig að þar þarf einnig að fá leyfi til veiða. Einnig er minnt á að utanvegaakstur er bannaður og sama gildir um veiðar á hvers kyns tækjum, eins og vélsleðum og fjórhjólum. Sú skylda hvílir á veiðimönnum að kynna sér hvar veiði er leyfð á hverjum stað og þá ber þeim einnig að fylgjast með því hvort breytingar eru gerðar á reglugerðum og lögum um veiðar á meðan á veiðitímabilinu stendur.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira