Haukar lögðu HK 6. október 2005 00:01 Íslandsmeistarar Hauka urðu fyrstir til að vinna nýliða HK í vetur en Haukakonur unnu ellefu marka sigur í leik liðanna í DHL-deild kvenna á Ásvöllum í gær, 43-32. HK-liðið hafði í fullu tré við Hauka í sóknarleiknum en gekk illa að eiga við þær í vörninni auk þess sem Haukar skoruðu 17 marka sinna úr hraðaupphlaupum. Haukar höfðu sex mörk yfir í hálfleik, 22-16, og höfðu nokkuð góð tök á leiknum allan tímann þó svo að HK-liðið hafi aldrei gefist upp. Arna Sif Pálsdóttir vakti mikla athygli hjá hinu unga HK--liðið en þessi 17 ára stóri og sterki línumaður skoraði 13 mörk í gær. Hún var þó ekki alveg nóg ánægð með leik sinn í leikslok. "Auðvitað var þetta erfitt því þær eru náttúrulega miklu reynslumeiri en við. Við vorum búnar að æfa vörnina mikið fyrir leikinn en við verðum bara gera betur þar næst. Sóknin var kannski allt í lagi hjá mér og vítin góð en varnarleikurinn minn var ekki nægilega góður. Þetta var flott að fá að spila við svona sterkt lið, við vissum að þær væru fljótar fram en við gátum bara ekki stoppað þær meira. Við verðum einhvern á toppnum," sagði Arna Sif ákveðin á svip og greinilegt að hún sem og aðrar stelpur í HK-liðinu ætla sér langt. Auksé Vysniauskaité er samt burðarrásinn í HK-liðinu en þessi snjalli leikstjórnandi var með 10 mörk og 10 stoðsendingar í gær. Hanna Guðrún Stefánsdóttir var búinn að skora 10 mörk í hálfleik en endaði með 13 mörk eins og Arna Sif. Hanna Guðrún er ánægð með byrjun Hauka í vetur. "Við byrjuðum aldrei að spila vörn í þessum leik og áttum í miklum erfiðleikum með miðjumanninn sem er mjög góður líkt og allt þetta HK-lið. Við náðum samt að fá nokkur hraðaupphlaup og það bjargaði deginum í dag," sagði Hanna sem skoraði 6 af 13 mörkum sínum úr hraðaupphlaupum og gerði fleiri slík mörk en allt HK-liðið til samans. "Við ætlum okkur að vera á toppnum eins og hvert annað lið í deildinni. Við erum að bæta okkur með hverjum leiknum og mér finnst við vera betri í dag en við vorum í fyrra. Þetta er hörkulið sem HK er með, það er gaman að horfa á þær, þær eru mjög sprækar og snöggar og verða örugglega með mjög gott lið í framtíðinni," sagði Hanna. Íslenski handboltinn Mest lesið Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Sjá meira
Íslandsmeistarar Hauka urðu fyrstir til að vinna nýliða HK í vetur en Haukakonur unnu ellefu marka sigur í leik liðanna í DHL-deild kvenna á Ásvöllum í gær, 43-32. HK-liðið hafði í fullu tré við Hauka í sóknarleiknum en gekk illa að eiga við þær í vörninni auk þess sem Haukar skoruðu 17 marka sinna úr hraðaupphlaupum. Haukar höfðu sex mörk yfir í hálfleik, 22-16, og höfðu nokkuð góð tök á leiknum allan tímann þó svo að HK-liðið hafi aldrei gefist upp. Arna Sif Pálsdóttir vakti mikla athygli hjá hinu unga HK--liðið en þessi 17 ára stóri og sterki línumaður skoraði 13 mörk í gær. Hún var þó ekki alveg nóg ánægð með leik sinn í leikslok. "Auðvitað var þetta erfitt því þær eru náttúrulega miklu reynslumeiri en við. Við vorum búnar að æfa vörnina mikið fyrir leikinn en við verðum bara gera betur þar næst. Sóknin var kannski allt í lagi hjá mér og vítin góð en varnarleikurinn minn var ekki nægilega góður. Þetta var flott að fá að spila við svona sterkt lið, við vissum að þær væru fljótar fram en við gátum bara ekki stoppað þær meira. Við verðum einhvern á toppnum," sagði Arna Sif ákveðin á svip og greinilegt að hún sem og aðrar stelpur í HK-liðinu ætla sér langt. Auksé Vysniauskaité er samt burðarrásinn í HK-liðinu en þessi snjalli leikstjórnandi var með 10 mörk og 10 stoðsendingar í gær. Hanna Guðrún Stefánsdóttir var búinn að skora 10 mörk í hálfleik en endaði með 13 mörk eins og Arna Sif. Hanna Guðrún er ánægð með byrjun Hauka í vetur. "Við byrjuðum aldrei að spila vörn í þessum leik og áttum í miklum erfiðleikum með miðjumanninn sem er mjög góður líkt og allt þetta HK-lið. Við náðum samt að fá nokkur hraðaupphlaup og það bjargaði deginum í dag," sagði Hanna sem skoraði 6 af 13 mörkum sínum úr hraðaupphlaupum og gerði fleiri slík mörk en allt HK-liðið til samans. "Við ætlum okkur að vera á toppnum eins og hvert annað lið í deildinni. Við erum að bæta okkur með hverjum leiknum og mér finnst við vera betri í dag en við vorum í fyrra. Þetta er hörkulið sem HK er með, það er gaman að horfa á þær, þær eru mjög sprækar og snöggar og verða örugglega með mjög gott lið í framtíðinni," sagði Hanna.
Íslenski handboltinn Mest lesið Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Sjá meira