Erlent

Kosningalögum í Írak breytt

Umdeildum kosningalögum í Írak verður breytt vegna gagnrýni Sameinuðu þjóðanna og mótmæla stjórnmálaleiðtoga. Kosið verður um nýja stjórnarskrá Íraks í þjóðaratkvæðagreiðslu þann fimmtánda október næstkomandi og voru taldar þónokkrar líkur á að stjórnarskráin yrði felld. Samkvæmt reglunum sem giltu fram að síðustu helgi hefðu tveir þriðju hlutar þeirra sem greiddu atkvæði að hafna stjórnarskránni til að fella hana. Til stóð að gera breytingar svo að tveir þriðju hlutar skráðra kjósenda í þremur af átján héruðum hefðu þurft að hafna stjórnarskránni til að hún yrði felld. Í raun hefði verið útilokað að fella stjórnarskrána. Í kjölfar gagnrýni Sameinuðu þjóðanna og stjórnvalda í Washington ákváðu þingmenn í morgun að hætta við breytingarnar umdeildu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×