
Erlent
Tíu látnir í árás bandaríska hersins í Írak
Að minnsta kosti tíu menn féllu og um tugur særðist þegar bandarískar og írakskar hersveitir gerðu árás á bæi í vesturhluta Íraks, skammt frá landamærum Sýrlands, í morgun. Árásirnar voru gerðar gegn meintum hryðjuverkamönnum sem talið er að haldi til á svæðinu. Þá féll danskur hermaður þegar sprengja sprakk skammt frá Basra í suðurhluta Íraks í morgun. Tveir menn særðust. Fulltrúi danska varnarmálaráðuneytisins segir að talið sé að sprengjunni hafi verið varpað á bílalest danskra hermanna.