Valgerður þingaði með Jónínu Ben. 29. september 2005 00:01 Jónína Benediktsdóttir átti fund um Jón Gerald og Baug með ráðherra í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar, Valgerði Sverrisdóttur, þremur vikum áður en Davíð Oddsson fundaði með Hreini Loftssyni, stjórnarformann Baugs, í London. Fundur Valgerðar og Jónínu var 4. janúar 2002 en Hreinn og Davíð funduðu 26. janúar sama ár. Hreinn hefur haldið því fram að á þeim fundi hafi Davíð Oddsson nafngreint Jón "Gerhard" og fyrirtækið Nordica sem ætti í vafasömum viðskiptum við Baug. Davíð hefur æ síðan neitað því að hafa haft vitneskju um Jón Gerald á þessum tíma. Strax eftir heimkomuna frá London lýsti Hreinn því fyrir stjórnarmönnum í Baugi að á fundi sínum með Davíð í London hefði forsætisráðherra lýst því að spilling ætti sér stað hjá feðgunum Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, og Jóhannesi Jónssyni, stjórnarmanni fyrirtækisins. Í því samhengi nefndi Davíð, að sögn Hreins, fyrirtækið Nordica og forráðamann þess Jón "Gerhard". Þegar fjölmiðlar skýrðu fyrst frá fundi Hreins og Davíðs, rúmu ári eftir fundinn, sagðist Davíð ekki hafa heyrt minnst á Jón Gerald Sullenberger fyrr en í tengslum við lögreglurannsóknina á Baugi. Hreinn varaði aðra stjórnendur Baugs við því strax eftir fundinn með Davíð í London að þess væri að vænta að lögregla eða yfirvöld samkeppnismála eða skattamála myndu eitthvað aðhafast gagnvart fyrirtækinu á næstunni. Á stjórnarfundi í Baugi í febrúar í fyrra lýstu stjórnarmenn miklum áhyggjum sínum vegna andúðar forsætisráðherra á Baugi. Stjórnarmenn ræddu málið í þaula og þar kom fram hjá Þorgeiri Baldurssyni, stjórnarmanni og formanni fjáröflunarnefndar Sjálfstæðisflokksins, að "valdamiklir aðilar í viðskiptalífinu hefðu miklar áhyggjur" vegna forsætisráðherra. Þar var fært til bókar að fyrirtækið Nordica hefði verið tengt Baugi. Aðspurð sagðist Valgerður Sverrisdóttir ekki hafa skýrt Davíð Oddssyni frá fundi sínum og Jónínu. Hún staðfesti að hafa átt þennan fund með Jónínu en sagðist ekki hafa rætt þennan fund efnislega við nokkurn ráðherra. Baugsmálið Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Jónína Benediktsdóttir átti fund um Jón Gerald og Baug með ráðherra í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar, Valgerði Sverrisdóttur, þremur vikum áður en Davíð Oddsson fundaði með Hreini Loftssyni, stjórnarformann Baugs, í London. Fundur Valgerðar og Jónínu var 4. janúar 2002 en Hreinn og Davíð funduðu 26. janúar sama ár. Hreinn hefur haldið því fram að á þeim fundi hafi Davíð Oddsson nafngreint Jón "Gerhard" og fyrirtækið Nordica sem ætti í vafasömum viðskiptum við Baug. Davíð hefur æ síðan neitað því að hafa haft vitneskju um Jón Gerald á þessum tíma. Strax eftir heimkomuna frá London lýsti Hreinn því fyrir stjórnarmönnum í Baugi að á fundi sínum með Davíð í London hefði forsætisráðherra lýst því að spilling ætti sér stað hjá feðgunum Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, og Jóhannesi Jónssyni, stjórnarmanni fyrirtækisins. Í því samhengi nefndi Davíð, að sögn Hreins, fyrirtækið Nordica og forráðamann þess Jón "Gerhard". Þegar fjölmiðlar skýrðu fyrst frá fundi Hreins og Davíðs, rúmu ári eftir fundinn, sagðist Davíð ekki hafa heyrt minnst á Jón Gerald Sullenberger fyrr en í tengslum við lögreglurannsóknina á Baugi. Hreinn varaði aðra stjórnendur Baugs við því strax eftir fundinn með Davíð í London að þess væri að vænta að lögregla eða yfirvöld samkeppnismála eða skattamála myndu eitthvað aðhafast gagnvart fyrirtækinu á næstunni. Á stjórnarfundi í Baugi í febrúar í fyrra lýstu stjórnarmenn miklum áhyggjum sínum vegna andúðar forsætisráðherra á Baugi. Stjórnarmenn ræddu málið í þaula og þar kom fram hjá Þorgeiri Baldurssyni, stjórnarmanni og formanni fjáröflunarnefndar Sjálfstæðisflokksins, að "valdamiklir aðilar í viðskiptalífinu hefðu miklar áhyggjur" vegna forsætisráðherra. Þar var fært til bókar að fyrirtækið Nordica hefði verið tengt Baugi. Aðspurð sagðist Valgerður Sverrisdóttir ekki hafa skýrt Davíð Oddssyni frá fundi sínum og Jónínu. Hún staðfesti að hafa átt þennan fund með Jónínu en sagðist ekki hafa rætt þennan fund efnislega við nokkurn ráðherra.
Baugsmálið Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira