Yfirlýsing stangast á við viðtal 26. september 2005 00:01 Viðtal við Jón Gerald 25. september Fréttablaðið: "Varðandi tölvupóstana milli þín og Tryggva sem þú sendir til Jóns Steinars 20. júní 2002. Gafst þú Jóni Steinari heimild til að áframsenda þau gögn til Styrmis Gunnarssonar?" Jón Gerald: "Ég sendi lögmanni mínum gögn því ég er að ráðfæra mig við hann. En ef þú ert að spyrja mig hvort ég hafi gefið leyfi, sagt: "Jón, þú mátt senda þetta til Morgunblaðsins," nei ég man ekki eftir því. Aftur á móti bannaði ég það aldrei heldur." Fréttablaðið: "Spurði hann þig um það?" Jón Gerald: "Nei, ég get ekki munað það. Annars finnst mér það aukaatriði því ég er að leita mér ráðleggingar og treysti honum 100 prósent og því sem hann gerir."[...] Fréttablaðið: "Kannastu ekki við að hafa veitt Jóni Steinari leyfi til þess að senda þessi gögn áfram?" Jón Gerald: "Nei, ég kannast ekki við það. Ég bara veit að ég treysti honum fyrir því að hann væri að vinna af heilum hug að mínu máli."[...] Fréttablaðið: "Ef Jón Steinar hefur sent þessi gögn til Styrmis án vitundar þinnar eða samþykkis er hann skaðabótaskyldur gagnvart þér. Munt þú skoða það mál?" Jón Gerald: "Nei, ég mun ekki gera það enda hefur hann unnið vel að mínu máli sem sést af því að Baugsmenn gengu að öllum mínum kröfum sem ég fór fram á við þá, þegjandi og hljóðalaust." Fréttablaðið: "Þannig að þér finnst það ekki skipta neinu máli að hann hafi brotið trúnað við þig og sent Styrmi þessi gögn án þinnar vitundar?" Jón Gerald: "Nei, mér finnst það ekki skipta máli." [...] Fréttablaðið: "Finnst þér eðlileg vinnubrögð hjá lögmanni að senda gögn frá skjólstæðingi sínum til þriðja aðila án þess að fá til þess samþykki?" Jón Gerald: "Þetta mál er náttúrulega allt mjög óeðlilegt. Ég treysti Jóni Steinari fyrir mínu máli og fannst hann hafa staðið sig vel. Það hefur ekkert skaðað mig og minn málflutning að hann gerði þetta." Yfirlýsing Jóns Geralds 26. september: Í tilefni af forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag 26. september 2005 vil ég koma eftirfarandi á framfæri: Í gær 25. september hafði fréttamaður frá Fréttablaðinu samband við mig og óskaði eftir því að ég staðfesti það, að hafa gefið Jóni Steinari Gunnlaugssyni heimild til þess að senda Styrmi Gunnarssyni gögn, sem hún hafði undir höndum. Ég sagðist ekki geta staðfest það við hana þar sem mér var ekki kunnugt um hvaða gögn hún væri að vitna í. Hins vegar staðfesti ég, án nokkurs fyrirvara, að Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður minn, tók aldrei neinar ákvarðanir varðandi mitt mál, án minnar fullrar vitundar og samþykkis." Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Viðtal við Jón Gerald 25. september Fréttablaðið: "Varðandi tölvupóstana milli þín og Tryggva sem þú sendir til Jóns Steinars 20. júní 2002. Gafst þú Jóni Steinari heimild til að áframsenda þau gögn til Styrmis Gunnarssonar?" Jón Gerald: "Ég sendi lögmanni mínum gögn því ég er að ráðfæra mig við hann. En ef þú ert að spyrja mig hvort ég hafi gefið leyfi, sagt: "Jón, þú mátt senda þetta til Morgunblaðsins," nei ég man ekki eftir því. Aftur á móti bannaði ég það aldrei heldur." Fréttablaðið: "Spurði hann þig um það?" Jón Gerald: "Nei, ég get ekki munað það. Annars finnst mér það aukaatriði því ég er að leita mér ráðleggingar og treysti honum 100 prósent og því sem hann gerir."[...] Fréttablaðið: "Kannastu ekki við að hafa veitt Jóni Steinari leyfi til þess að senda þessi gögn áfram?" Jón Gerald: "Nei, ég kannast ekki við það. Ég bara veit að ég treysti honum fyrir því að hann væri að vinna af heilum hug að mínu máli."[...] Fréttablaðið: "Ef Jón Steinar hefur sent þessi gögn til Styrmis án vitundar þinnar eða samþykkis er hann skaðabótaskyldur gagnvart þér. Munt þú skoða það mál?" Jón Gerald: "Nei, ég mun ekki gera það enda hefur hann unnið vel að mínu máli sem sést af því að Baugsmenn gengu að öllum mínum kröfum sem ég fór fram á við þá, þegjandi og hljóðalaust." Fréttablaðið: "Þannig að þér finnst það ekki skipta neinu máli að hann hafi brotið trúnað við þig og sent Styrmi þessi gögn án þinnar vitundar?" Jón Gerald: "Nei, mér finnst það ekki skipta máli." [...] Fréttablaðið: "Finnst þér eðlileg vinnubrögð hjá lögmanni að senda gögn frá skjólstæðingi sínum til þriðja aðila án þess að fá til þess samþykki?" Jón Gerald: "Þetta mál er náttúrulega allt mjög óeðlilegt. Ég treysti Jóni Steinari fyrir mínu máli og fannst hann hafa staðið sig vel. Það hefur ekkert skaðað mig og minn málflutning að hann gerði þetta." Yfirlýsing Jóns Geralds 26. september: Í tilefni af forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag 26. september 2005 vil ég koma eftirfarandi á framfæri: Í gær 25. september hafði fréttamaður frá Fréttablaðinu samband við mig og óskaði eftir því að ég staðfesti það, að hafa gefið Jóni Steinari Gunnlaugssyni heimild til þess að senda Styrmi Gunnarssyni gögn, sem hún hafði undir höndum. Ég sagðist ekki geta staðfest það við hana þar sem mér var ekki kunnugt um hvaða gögn hún væri að vitna í. Hins vegar staðfesti ég, án nokkurs fyrirvara, að Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður minn, tók aldrei neinar ákvarðanir varðandi mitt mál, án minnar fullrar vitundar og samþykkis."
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira