Ferguson hefur þykkan skráp 26. september 2005 00:01 NordicPhotos/GettyImages Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur þurft að þola harða gagnrýni frá stuðningsmönnum liðsins síðan það tapaði á heimavelli fyrir Blackburn á laugardaginn, en sá gamli fékk að heyra ljótar svívirðingar frá stuðningsmönnum liðsins þegar hann gekk af velli. Ferguson hefur verið við stjórnvölinn hjá United síðan 1986 og hefur því kynnst ýmsu í bransanum, en það sem fer mest í taugarnar á stuðningsmönnum liðsins er þrjóska Ferguson að vilja spila með aðeins einn mann í framlínu liðsins, í stað þess að spila hið hefðbundna kerfi 4-4-2 sem fleytti liðinu að besta árangri allra liða á Englandi fyrir nokkrum árum. United mætir á morgun portúgalska liðinu Benfica í Meistaradeildinni, en það verður í fyrsta sinn síðan 1968 sem liðin mætast í Evrópukeppninni. Sá leikur var sjálfur úrslitaleikurinn á Wembley, þar sem United vann titilinn fyrst enskra liða. "Ég hef engar áhyggjur af því að verði ekki góð stemming á þriðjudagskvöldið," sagði Ferguson. "Það er alltaf sérstakt andrúmsloft á Old Trafford þegar við spilum í Evrópukeppninni og ég vona að leikmenn mínir nái að rífa sig upp eftir tapið um helgina," sagði Ferguson. Það voru einna helst þeir Paul Scholes og Ruud van Nistelrooy sem fóru illa með færin gegn Blackburn um helgina, en Ferguson hefur fulla trú á því að þeir nái sér fljótt aftur á strik. "Þeir Ruud og Paul eru á meðal allra bestu manna á Englandi í að klára marktækifæri og ég hef enga ástæðu til að ætla annað en að þeir nái sér flótt aftur á strik eftir leikinn við Blackburn," sagði Ferguson. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Sport Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Ellefu Íslandsmet og ekki svona margir á HM síðan 2016 Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ McIlroy skaut niður dróna Sló átta ára dóttur sína eftir tap „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sjá meira
Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur þurft að þola harða gagnrýni frá stuðningsmönnum liðsins síðan það tapaði á heimavelli fyrir Blackburn á laugardaginn, en sá gamli fékk að heyra ljótar svívirðingar frá stuðningsmönnum liðsins þegar hann gekk af velli. Ferguson hefur verið við stjórnvölinn hjá United síðan 1986 og hefur því kynnst ýmsu í bransanum, en það sem fer mest í taugarnar á stuðningsmönnum liðsins er þrjóska Ferguson að vilja spila með aðeins einn mann í framlínu liðsins, í stað þess að spila hið hefðbundna kerfi 4-4-2 sem fleytti liðinu að besta árangri allra liða á Englandi fyrir nokkrum árum. United mætir á morgun portúgalska liðinu Benfica í Meistaradeildinni, en það verður í fyrsta sinn síðan 1968 sem liðin mætast í Evrópukeppninni. Sá leikur var sjálfur úrslitaleikurinn á Wembley, þar sem United vann titilinn fyrst enskra liða. "Ég hef engar áhyggjur af því að verði ekki góð stemming á þriðjudagskvöldið," sagði Ferguson. "Það er alltaf sérstakt andrúmsloft á Old Trafford þegar við spilum í Evrópukeppninni og ég vona að leikmenn mínir nái að rífa sig upp eftir tapið um helgina," sagði Ferguson. Það voru einna helst þeir Paul Scholes og Ruud van Nistelrooy sem fóru illa með færin gegn Blackburn um helgina, en Ferguson hefur fulla trú á því að þeir nái sér fljótt aftur á strik. "Þeir Ruud og Paul eru á meðal allra bestu manna á Englandi í að klára marktækifæri og ég hef enga ástæðu til að ætla annað en að þeir nái sér flótt aftur á strik eftir leikinn við Blackburn," sagði Ferguson.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Sport Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Ellefu Íslandsmet og ekki svona margir á HM síðan 2016 Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ McIlroy skaut niður dróna Sló átta ára dóttur sína eftir tap „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sjá meira