Miðjan tekur yfir Sjálfstæðisflokk 22. september 2005 00:01 Valdaskiptin í Sjálfstæðisflokknum virðast ætla að ganga svo smurt fyrir sig að andstæðingar flokksins hljóta að hafa áhyggjur. Enn sem komið er fær maður ekki séð að neitt sé hæft í kenningum um að flokkurinn lendi í vandræðum þegar Davíð hættir, að hann hljóti gliðna í sundur þegar hins sterka leiðtoga nýtur ekki við líkt og gerðist með breska íhaldið þegar Thatcher hætti. Þvert á móti – maður skynjar vissan létti. Ekki síst hjá sjálfstæðismönnum. Þeir sjá ýmis tækifæri í stöðunni. Allt ber þetta merki vel hannaðrar atburðarásar. Geir Haarde tekur við formennsku, hann verður kosinn með standandi lófataki á landsfundi í október. Þorgerður Katrín verður kjörin varaformaður með miklum yfirburðum. Kristján Þór Júlíusson á Akureyri mun ekki ríða feitum hesti frá viðureign við hana. Líklega er framboð hans hugsað til að hann stimpli sig inn sem leiðtogi flokksins á Norðurlandi. Sennilega væri þó heppilegast fyrir hann að draga sig til baka, annars er við því að búast að hann fái útreið í kosningunni. --- --- --- Sjálfstæðisflokkurinn var gagnrýndur fyrir það í síðustu kosningum hversu hlutur kvenna var lélegur. Með kjöri Þorgerðar lagast það til muna. Nú eru tveir af ráðherrum flokksins konur, sjálfstæðiskona er forseti þingsins , auk þess sem tvær konur hafa að undanförnu bæst við í þingmannahóp flokksins vegna karla sem hverfa á braut. Þannig eiga jafnréttismálin varla að há flokknum að marki á næstunni. Þar hverfur eitt sóknarfæri Samfylkingarinnar. --- --- --- Það eru engir organdi hægrimenn sem sitja í ríkisstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn – þetta er allt að verða mjög miðjumoðslegt. Nú bætist við Einar K. Guðfinnsson um leið og Árni Mathiesen færist í fjármálaráðuneytið. Árni hefur tækifæri til að verða einn af helstu leiðtogum flokksins – það var skynsamlegt hjá honum að keppa ekki um varaformansembættið við Þorgerði Katrínu. Fyrir í stjórninni eru svo Geir Haarde, Sturla Böðvarsson, Sigríður Anna Þórðardóttir – og Björn Bjarnason. Björn hefur gefið upp á bátinn drauma um að ná æðstu metorðum í Sjálfstæðisflokknum. Björn hefur verið harðasti stuðningsmaður Davíðs; manni finnst eins og fjari dálítið undan honum við brotthvarf foringjans mikla. Milli Björns og Geirs eru engir sérstakir kærleikar. Maður spyr hversu Björn ætlar að vera lengi áfram í pólitík? --- --- --- Hægrimennirnir í flokknum hljóta að vera áhyggjufullir yfir þessari framrás miðjumannanna. Nú leggur Borgar Þór Einarsson, fóstursonur Geirs Haarde, til atlögu við vígi frjálshyggjunnar í SUS. Hann telst nokkuð sigurstranglegur í þeim slag. Einnig verður forvitnilegt að sjá hvernig spilast úr prófkjörinu í Reykjavík. Hægri armurinn, menn eins og Hannes og Gunnlaugur Sævar, styðja Gísla Martein meðan Geirsarmurinn er hallur undir Vilhjálm Þ. Við þessar kringumstæður virðist áður boðað framboð frjálshyggjumanna í næstu kosningum líklegra en áður. Þó er tæplega að búast við neinum stórátökum í Sjálfstæðisflokknum. Maður sér ekki að séu nein stórkostleg ágreiningsmál framundan – nema þá að krónan fari endanlega til andskotans. Maður sér til dæmis ekki að Geir og Þorgerður muni hefja stórsókn til að einkavæða í heilbrigðiskerfinu eða taka upp skólagjöld í stórum stíl. Landsfundurinn verður líklega halellújasamkoma þar sem foringinn Davíð verður kvaddur með klökkva en Geir og Þorgerður valin til forystu með miklu samkenndarþeli. --- --- --- Sjálfstæðisflokkurinn ætti að geta siglt hægfara siglingu næstu árin og höfðað vel inn á miðjuna þar sem flestir kjósendurnir eru. Þannig verður Morgunblaðinu að ósk sinni. Fyrir vikið mun Samfylkingin lenda í enn meiri vandræðum með að skilgreina sjálfa sig – hún hefur sífellt verið að mæla sig við Davíð síðustu árin. Það er erfitt að missa andstæðing af þeirri stærðargráðu og fá í staðinn pent fólk sem gefur lítinn höggstað á sér. Framsóknarflokkurinn gæti hins vegar eins átt á hættu að þurrkast út. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun
Valdaskiptin í Sjálfstæðisflokknum virðast ætla að ganga svo smurt fyrir sig að andstæðingar flokksins hljóta að hafa áhyggjur. Enn sem komið er fær maður ekki séð að neitt sé hæft í kenningum um að flokkurinn lendi í vandræðum þegar Davíð hættir, að hann hljóti gliðna í sundur þegar hins sterka leiðtoga nýtur ekki við líkt og gerðist með breska íhaldið þegar Thatcher hætti. Þvert á móti – maður skynjar vissan létti. Ekki síst hjá sjálfstæðismönnum. Þeir sjá ýmis tækifæri í stöðunni. Allt ber þetta merki vel hannaðrar atburðarásar. Geir Haarde tekur við formennsku, hann verður kosinn með standandi lófataki á landsfundi í október. Þorgerður Katrín verður kjörin varaformaður með miklum yfirburðum. Kristján Þór Júlíusson á Akureyri mun ekki ríða feitum hesti frá viðureign við hana. Líklega er framboð hans hugsað til að hann stimpli sig inn sem leiðtogi flokksins á Norðurlandi. Sennilega væri þó heppilegast fyrir hann að draga sig til baka, annars er við því að búast að hann fái útreið í kosningunni. --- --- --- Sjálfstæðisflokkurinn var gagnrýndur fyrir það í síðustu kosningum hversu hlutur kvenna var lélegur. Með kjöri Þorgerðar lagast það til muna. Nú eru tveir af ráðherrum flokksins konur, sjálfstæðiskona er forseti þingsins , auk þess sem tvær konur hafa að undanförnu bæst við í þingmannahóp flokksins vegna karla sem hverfa á braut. Þannig eiga jafnréttismálin varla að há flokknum að marki á næstunni. Þar hverfur eitt sóknarfæri Samfylkingarinnar. --- --- --- Það eru engir organdi hægrimenn sem sitja í ríkisstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn – þetta er allt að verða mjög miðjumoðslegt. Nú bætist við Einar K. Guðfinnsson um leið og Árni Mathiesen færist í fjármálaráðuneytið. Árni hefur tækifæri til að verða einn af helstu leiðtogum flokksins – það var skynsamlegt hjá honum að keppa ekki um varaformansembættið við Þorgerði Katrínu. Fyrir í stjórninni eru svo Geir Haarde, Sturla Böðvarsson, Sigríður Anna Þórðardóttir – og Björn Bjarnason. Björn hefur gefið upp á bátinn drauma um að ná æðstu metorðum í Sjálfstæðisflokknum. Björn hefur verið harðasti stuðningsmaður Davíðs; manni finnst eins og fjari dálítið undan honum við brotthvarf foringjans mikla. Milli Björns og Geirs eru engir sérstakir kærleikar. Maður spyr hversu Björn ætlar að vera lengi áfram í pólitík? --- --- --- Hægrimennirnir í flokknum hljóta að vera áhyggjufullir yfir þessari framrás miðjumannanna. Nú leggur Borgar Þór Einarsson, fóstursonur Geirs Haarde, til atlögu við vígi frjálshyggjunnar í SUS. Hann telst nokkuð sigurstranglegur í þeim slag. Einnig verður forvitnilegt að sjá hvernig spilast úr prófkjörinu í Reykjavík. Hægri armurinn, menn eins og Hannes og Gunnlaugur Sævar, styðja Gísla Martein meðan Geirsarmurinn er hallur undir Vilhjálm Þ. Við þessar kringumstæður virðist áður boðað framboð frjálshyggjumanna í næstu kosningum líklegra en áður. Þó er tæplega að búast við neinum stórátökum í Sjálfstæðisflokknum. Maður sér ekki að séu nein stórkostleg ágreiningsmál framundan – nema þá að krónan fari endanlega til andskotans. Maður sér til dæmis ekki að Geir og Þorgerður muni hefja stórsókn til að einkavæða í heilbrigðiskerfinu eða taka upp skólagjöld í stórum stíl. Landsfundurinn verður líklega halellújasamkoma þar sem foringinn Davíð verður kvaddur með klökkva en Geir og Þorgerður valin til forystu með miklu samkenndarþeli. --- --- --- Sjálfstæðisflokkurinn ætti að geta siglt hægfara siglingu næstu árin og höfðað vel inn á miðjuna þar sem flestir kjósendurnir eru. Þannig verður Morgunblaðinu að ósk sinni. Fyrir vikið mun Samfylkingin lenda í enn meiri vandræðum með að skilgreina sjálfa sig – hún hefur sífellt verið að mæla sig við Davíð síðustu árin. Það er erfitt að missa andstæðing af þeirri stærðargráðu og fá í staðinn pent fólk sem gefur lítinn höggstað á sér. Framsóknarflokkurinn gæti hins vegar eins átt á hættu að þurrkast út.