Styttur bæjarins 22. september 2005 00:01 Í aðalútibúi Borgarbókasafns Reykjavíkur er brjóstmynd af einu fínasta skáldi okkar á öldinni sem leið, Tómasi Guðmundssyni. Sómir hún sér vel á þessum stað þar sem andinn og bókmenningin eru ræktuð. Myndin stóð áður á stalli í miðju Austurstræti, sem skáldið orti fræg ljóð um, en hún naut sín ekki þar og var þess vegna flutt. Nú vilja sjálfstæðismenn í borgarstjórn láta gera líkneski af Tómasi í fullri stærð sem komið verði fyrir "á áberandi stað í hjarta Reykjavíkur". Kostnaðinn á að greiða úr borgarsjóði. Hermt er að við umræður um málið í borgarstjórn á þriðjudaginn hafi borgarstjórinn, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, tekið hugmyndinni þunglega "vegna þess hve margar styttur væru nú þegar af körlum í borginni". Töldu sjálfstæðismenn þau viðbrögð óvirðingu við minningu Tómasar og héldu tillögu sinni til streitu. Tillaga sjálfstæðismanna er út af fyrir sig umræðuverð. Tómas Guðmundsson er í huga margra Reykvíkinga, ekki síst af eldri kynslóðinni, borgarskáldið. Hvort skáldskapur hans hafi náð sömu fótfestu meðal yngri kynslóða er óljóst. Af einhverjum ástæðum, sem líklega má rekja til arfleifðar kalda stríðsins, hafa sjálfstæðismenn tekið sérstöku ástfóstri við minningu Tómasar. Tillögu þeirra má kannski skoða sem viðleitni til að skrá bókmenntasöguna í anda bókmenntatúlkunar sem fellur að gamalgrónum hugmyndaheimi. Flutningsmenn verða ekki sakaðir um frumleika eða nýjungagirni. Margir munu einnig líta á hugmyndina sem enn eitt tilboðið á markaði prófkjöranna í aðdraganda borgarstjórnarkosninga. Ástæðulaust er að taka efasemdir um tillöguna sem virðingarleysi við minningu Tómasar Guðmundssonar. Reykjavíkurskáldin eru fleiri en hann svo ekki sé minnst á ýmsa aðra afreksmenn í listum, menntum, atvinnulífi eða stjórnmálum sem hljóta að koma til álita þegar stofnað er til umræðna um myndastyttur bæjarins. Það er rétt hjá Steinunni Valdísi borgarstjóra að flestar styttur bæjarins eru af nafnfrægum körlum. Engin stytta er af nafngreindri konu, ef brjóstmynd Bjargar Þorláksson á háskólalóðinni er undanskilin; en nokkrar eru af konum sem táknmyndum. En það er ekki skynsamlegt að láta umræður um styttur bæjarins leiðast í þann meting sem í stefnir eftir borgarstjórnarfundinn á þriðjudaginn. Nær er að borgarfulltrúar sameinist um að reyna að marka vitræna stefnu til lengri tíma um gerð og staðsetningu opinberra listaverka sem þjóna eiga uppeldislegu eða sögulegu hlutverki. Styttur af nafnfrægum mönnum eru áberandi í borgum um allan heim. Af þeim er víða staðarprýði. En á síðustu árum hafa komið fram efasemdir um þann söguskilning sem ráðið hefur og ræður enn vali þeirra einstaklinga sem steyptir eru í eir. Opinberar umræður um það efni hafa ekki verið fyrirferðarmiklar hér á landi en skynsamlegt er að skapa þeim farveg í tengslum við stefnumótum í þessum efnum. Það er gamaldags stjórnsýsla að láta ákvarðanir í þessu efni ráðast af tilviljanabundnum hugdettum einstakra stjórnmálamanna, þótt góðar og gildar geti verið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Magnússon Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Í aðalútibúi Borgarbókasafns Reykjavíkur er brjóstmynd af einu fínasta skáldi okkar á öldinni sem leið, Tómasi Guðmundssyni. Sómir hún sér vel á þessum stað þar sem andinn og bókmenningin eru ræktuð. Myndin stóð áður á stalli í miðju Austurstræti, sem skáldið orti fræg ljóð um, en hún naut sín ekki þar og var þess vegna flutt. Nú vilja sjálfstæðismenn í borgarstjórn láta gera líkneski af Tómasi í fullri stærð sem komið verði fyrir "á áberandi stað í hjarta Reykjavíkur". Kostnaðinn á að greiða úr borgarsjóði. Hermt er að við umræður um málið í borgarstjórn á þriðjudaginn hafi borgarstjórinn, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, tekið hugmyndinni þunglega "vegna þess hve margar styttur væru nú þegar af körlum í borginni". Töldu sjálfstæðismenn þau viðbrögð óvirðingu við minningu Tómasar og héldu tillögu sinni til streitu. Tillaga sjálfstæðismanna er út af fyrir sig umræðuverð. Tómas Guðmundsson er í huga margra Reykvíkinga, ekki síst af eldri kynslóðinni, borgarskáldið. Hvort skáldskapur hans hafi náð sömu fótfestu meðal yngri kynslóða er óljóst. Af einhverjum ástæðum, sem líklega má rekja til arfleifðar kalda stríðsins, hafa sjálfstæðismenn tekið sérstöku ástfóstri við minningu Tómasar. Tillögu þeirra má kannski skoða sem viðleitni til að skrá bókmenntasöguna í anda bókmenntatúlkunar sem fellur að gamalgrónum hugmyndaheimi. Flutningsmenn verða ekki sakaðir um frumleika eða nýjungagirni. Margir munu einnig líta á hugmyndina sem enn eitt tilboðið á markaði prófkjöranna í aðdraganda borgarstjórnarkosninga. Ástæðulaust er að taka efasemdir um tillöguna sem virðingarleysi við minningu Tómasar Guðmundssonar. Reykjavíkurskáldin eru fleiri en hann svo ekki sé minnst á ýmsa aðra afreksmenn í listum, menntum, atvinnulífi eða stjórnmálum sem hljóta að koma til álita þegar stofnað er til umræðna um myndastyttur bæjarins. Það er rétt hjá Steinunni Valdísi borgarstjóra að flestar styttur bæjarins eru af nafnfrægum körlum. Engin stytta er af nafngreindri konu, ef brjóstmynd Bjargar Þorláksson á háskólalóðinni er undanskilin; en nokkrar eru af konum sem táknmyndum. En það er ekki skynsamlegt að láta umræður um styttur bæjarins leiðast í þann meting sem í stefnir eftir borgarstjórnarfundinn á þriðjudaginn. Nær er að borgarfulltrúar sameinist um að reyna að marka vitræna stefnu til lengri tíma um gerð og staðsetningu opinberra listaverka sem þjóna eiga uppeldislegu eða sögulegu hlutverki. Styttur af nafnfrægum mönnum eru áberandi í borgum um allan heim. Af þeim er víða staðarprýði. En á síðustu árum hafa komið fram efasemdir um þann söguskilning sem ráðið hefur og ræður enn vali þeirra einstaklinga sem steyptir eru í eir. Opinberar umræður um það efni hafa ekki verið fyrirferðarmiklar hér á landi en skynsamlegt er að skapa þeim farveg í tengslum við stefnumótum í þessum efnum. Það er gamaldags stjórnsýsla að láta ákvarðanir í þessu efni ráðast af tilviljanabundnum hugdettum einstakra stjórnmálamanna, þótt góðar og gildar geti verið.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun