Rökstuddur grunur um áfengisneyslu 16. september 2005 00:01 Eigandi bátsins, sem fórst á Viðeyjarsundi fyrir tæpri viku, og kona hans hafa réttarstöðu sakborninga við rannsókn slyssins. Rökstuddur grunur er um að þau hafi neytt áfengis kvöldið örlagaríka. Lögreglan í Reykjavík rannsakar tildrög þess að skemmtibáturinn Harpa steytti á skeri aðfaranótt laugardags með þeim afleiðingum að kona fórst og eins manns er saknað. Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, er eigandi bátsins. Honum, eiginkonu hans og tíu ára syni var bjargað af kyli bátsins og voru bæði Jónas og kona hans alvarlega slösuð. Þau hafa bæði réttarstöðu sakborninga við rannsókn málsins, sem þýðir meðal annars að þau þurfa ekki að tjá sig um málsatriði frekar en þau vilja. Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að hjónin höfðu bæði neytt áfengis kvöldið sem slysið varð. Aðspurður hvort lögreglu gruni að áfengisneysla sé orsök slyssins segir Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, að svo sé alls ekki. Þetta sé hluti af rannsókninni. Spurður hvort vitað sé hver hafi stýrt bátnum þegar slysið hafi orðið segir Hörður að það sé ekki hægt að slá því föstu. Það sé í sjálfu sér eðlilegast að álykta að eigandinn hafi verið við stjórnvölinn í allri ferðinni en lögregla vilji ekki fullyrða að svo hafi verið allan tímann að svo stöddu. Við rannsókn málsins hefur komið í ljós að ferð bátsins hófst klukkan sjö síðasta föstudagskvöld. Úr GPS-staðsetningartæki bátsins fær lögregla upplýsingar um allar ferðir bátsins umrætt kvöld þar með talinn tíma, vegalengdir og hraða. Síðasta hluta siglingarinnar var bátnum siglt eftir hefðbundinni siglingaleið vestur Viðeyjarsund í átt að gömlu höfninni en snúið við og siglt til baka. Á þeirri leið lendi báturinn á skerinu á talsvert miklum hraða. Samkvæmt staðsetningartæki bátsins var honum siglt af eða frá skerinu eftir að hann steytti á því. Þegar báturinn sökk var hann kominn um 100 metra frá skerinu. Að minnsta kosti fjórir símar voru í bátnum þegar slysið varð og var hringt í neyðarlínuna úr þremur þeirra. Fyrsta hringingin var tíu mínútum eftir að báturinn steytti á skerinu. Aðspurður um markmið rannsóknarinnar segir Hörður að það sé einfaldlega að komast að því hvað hafi gerst, hvernig hafi staðið á því að bátur á þessum stað og tíma hafi lent í þessum aðstæðum sem hafi kostað mannslíf. Inntur eftir því hvort mál geti orðið að sakamálarannsókn segir Hörður ekki hægt að útiloka það. Í dag leitaði áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar strendur og eyjar frá Skerjafirði inn í Kollafjörð, út með Kjalanesi og upp á Akranes að Friðriki Ásgeiri Hermannssyni sem saknað er. Þá hefur stórtæk leit verið skipulög á morgun. Fréttir Innlent Lög og regla Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english June 17th is Independence Day News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Eigandi bátsins, sem fórst á Viðeyjarsundi fyrir tæpri viku, og kona hans hafa réttarstöðu sakborninga við rannsókn slyssins. Rökstuddur grunur er um að þau hafi neytt áfengis kvöldið örlagaríka. Lögreglan í Reykjavík rannsakar tildrög þess að skemmtibáturinn Harpa steytti á skeri aðfaranótt laugardags með þeim afleiðingum að kona fórst og eins manns er saknað. Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, er eigandi bátsins. Honum, eiginkonu hans og tíu ára syni var bjargað af kyli bátsins og voru bæði Jónas og kona hans alvarlega slösuð. Þau hafa bæði réttarstöðu sakborninga við rannsókn málsins, sem þýðir meðal annars að þau þurfa ekki að tjá sig um málsatriði frekar en þau vilja. Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að hjónin höfðu bæði neytt áfengis kvöldið sem slysið varð. Aðspurður hvort lögreglu gruni að áfengisneysla sé orsök slyssins segir Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, að svo sé alls ekki. Þetta sé hluti af rannsókninni. Spurður hvort vitað sé hver hafi stýrt bátnum þegar slysið hafi orðið segir Hörður að það sé ekki hægt að slá því föstu. Það sé í sjálfu sér eðlilegast að álykta að eigandinn hafi verið við stjórnvölinn í allri ferðinni en lögregla vilji ekki fullyrða að svo hafi verið allan tímann að svo stöddu. Við rannsókn málsins hefur komið í ljós að ferð bátsins hófst klukkan sjö síðasta föstudagskvöld. Úr GPS-staðsetningartæki bátsins fær lögregla upplýsingar um allar ferðir bátsins umrætt kvöld þar með talinn tíma, vegalengdir og hraða. Síðasta hluta siglingarinnar var bátnum siglt eftir hefðbundinni siglingaleið vestur Viðeyjarsund í átt að gömlu höfninni en snúið við og siglt til baka. Á þeirri leið lendi báturinn á skerinu á talsvert miklum hraða. Samkvæmt staðsetningartæki bátsins var honum siglt af eða frá skerinu eftir að hann steytti á því. Þegar báturinn sökk var hann kominn um 100 metra frá skerinu. Að minnsta kosti fjórir símar voru í bátnum þegar slysið varð og var hringt í neyðarlínuna úr þremur þeirra. Fyrsta hringingin var tíu mínútum eftir að báturinn steytti á skerinu. Aðspurður um markmið rannsóknarinnar segir Hörður að það sé einfaldlega að komast að því hvað hafi gerst, hvernig hafi staðið á því að bátur á þessum stað og tíma hafi lent í þessum aðstæðum sem hafi kostað mannslíf. Inntur eftir því hvort mál geti orðið að sakamálarannsókn segir Hörður ekki hægt að útiloka það. Í dag leitaði áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar strendur og eyjar frá Skerjafirði inn í Kollafjörð, út með Kjalanesi og upp á Akranes að Friðriki Ásgeiri Hermannssyni sem saknað er. Þá hefur stórtæk leit verið skipulög á morgun.
Fréttir Innlent Lög og regla Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english June 17th is Independence Day News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira