Charlie and the chocalate factory 15. september 2005 00:01 Eins og augljóst er þá er leikurinn byggður á kvikmyndinni Charlie and the Chocolate Factory sem hefur verið í bíóhúsum undanfarið og skartar Johnny Depp í aðalhlutverki sem hinn sérvitri Willy Wonka, sem rekur stærstu nammiverksmiðju í heiminum. Enginn veit hvað gengur á í þessari verksmiðju þar sem hún hefur verið lokuð almenningi í mörg ár. Einn daginn tilkynnir Willy Wonka það að hann muni hleypa 5 börnum inn í verksmiðjuna, en til þess að fá aðgang þurfa þau að finna gullinn miða sem hafa verið settir í fimm súkkulaðistykki sem gætu verið falin hvar sem er í heiminum. Auðvitað fylgir það sögunni að hann Charlie vinur okkar, sem er bláfátækur, finnur einn miðann og við fylgjum honum í gegnum ævintýri hans í verksmiðjunni. Því miður býr leikurinn ekki yfir neinum af þeim sjarma sem kvikmyndin og bókin bjóða upp á. Í staðinn færir hann spilurum ekkert nema endurtekningu, meðalgóða grafík og einfalda, en jafnframt stífa spilun. Í staðinn fyrir að fylgja þræði sögunnar og leyfa okkur að upplifa ævintýri Charlies á meðan hann skoðar verksmiðjuna, þurfum við að eyða öllum leiknum í það að leysa þau vandamál sem hinir krakkarnir skapa. Þegar átvaglið Augustus Gloop tekst að festa sig í einni slöngunni sem flytja súkkulaði um verksmiðjuna fellur það í þínar hendur að nota Oompa Loompana til þessa að virkja ýmsar vélar svo Augustus geti verið frelsaður úr prísundinni. Eins og áður sagði er þetta mjög einfalt ferli. Þú skipar einfaldlega litlu Oompa dvergunum að vinna fyrir þig. Svo notar þú ákveðna tegund af sælgæti sem minnir helst á vafningsvið til að fanga lítil vélmenni, svo rúllar þú þeim inn í nokkrar leiðslur til að auka þrýstinginn í rörunum og Augustus skýst áfram. Mjög einfalt kerfi, sem ætti í raun ekki að vera endurtekið oftar en einu sinni, en viti menn, maður þarf að ljúka þessu sama verkefni 4 sinnum í viðbót á mismunandi stöðum þar til þú getur loksins fært þig yfir í næsta herbergi. Leikurinn reynir að brydda upp á fjölbreytileika með því að hafa mismunandi tegundir af Oompa Loompum sem hver og einn sinnir sínu eigin hlutverki. Það eru logsuðu Oompar sem laga lekar leiðslur, Safnara Oompar sem sjá um það að safna og sækja sælgæti og rafvirkja Oompar sem eru nauðsynlegir til að koma krafti aftur á ýmsar vélar. Þetta er nú ósköp léleg leið til að gera leikinn meira spennandi, og það versnar, því eins og áður sagði er spilunin mjög stíf. Það veldur því að maður lendir oftar en ekki í þeim aðstæðum að maður reynir að skipa Oompunum að sinna mjög einföldu verkefni á meðan þeir einfaldlega yppa öxlum. Svo þegar þeim tekst loksins að skilja þig þá tekur það aumingja Oompana óralangan tíma að koma hlutunum í verk, því greyin litlu búa ekki yfir neinum sérstökum gáfum. Þeir hlaupa á veggi, hrasa á nammisveppum og virðast eiga voðalega erfitt með það að komast áfram í lífinu. Grafíkin er í meðalgóðum gæðum, þau bjóða ekki upp á neitt sérstakt, en það virðist ekkert standa upp úr í sérstaklega lélegum gæðum. Það sem mér þykir hinsvegar verst við leikinn er sú staðreynd að honum hefur mistekist herfilega að endurskapa litadýrðina og glamúrinn sem einkenndi kvikmyndina. Í staðinn fyrir að upplifa verksmiðjuna eins og Tim Burton lýsti henni, sem litríkri galdraveröld, þá fær maður miklu frekar á tilfinninguna að maður sé staddur í pökkunarverksmiðju niðri á höfn. Krakkarnir úr kvikmyndinni tala fyrir sínar eigin persónur úr myndinni, en það er að mestu bara línur teknar beint úr myndinni, þótt að nokkrum öðrum hafi verið bætt við. Johnny Depp hefur ekki séð sér fært að endurtaka leikinn sem Willy Wonka, og maður að nafni James Taylor hefur tekist furðuvel að herma eftir Johnny, þannig að maður tekur varla eftir því að þetta sé ekki hann sjálfur. Sagan sjálf er sögð á milli borða í svona “slide” formi, þannig að í staðinn fyrir myndbönd fáum við tvívíðar myndir á meðan sögumaðurinn les. Hljóðið í leiknum er hinsvegar það sem skarar fram úr. Hann er mjög vel talsettur og tónlistin passar alltaf vel við án þess að festast í hausnum á manni. Niðurstaðan er sú að Charlie and the Chocolate Factory er leikur sem ætti aðallega að höfða til yngstu kynslóðarinnar, en það munu samt fæstir nenna að spila hann til enda þar sem hann er illa upp settur, óþarflega flókinn á köflum en þar á milli of auðveldur og einhæfur. Grafíkin er í meðallagi, og þessi leikur er ekkert nema enn einn kvikmyndaleikurinn sem hverfur fljótt af yfirborðinu og gleymist þótt að myndin og bókin munu lifa í minningunni. Vélbúnaður: PS2 Framleiðandi Leiks: High Voltage Software Útgefandi Leiks: Take Two Interactive Software Árni Pétur Leikjavísir Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Eins og augljóst er þá er leikurinn byggður á kvikmyndinni Charlie and the Chocolate Factory sem hefur verið í bíóhúsum undanfarið og skartar Johnny Depp í aðalhlutverki sem hinn sérvitri Willy Wonka, sem rekur stærstu nammiverksmiðju í heiminum. Enginn veit hvað gengur á í þessari verksmiðju þar sem hún hefur verið lokuð almenningi í mörg ár. Einn daginn tilkynnir Willy Wonka það að hann muni hleypa 5 börnum inn í verksmiðjuna, en til þess að fá aðgang þurfa þau að finna gullinn miða sem hafa verið settir í fimm súkkulaðistykki sem gætu verið falin hvar sem er í heiminum. Auðvitað fylgir það sögunni að hann Charlie vinur okkar, sem er bláfátækur, finnur einn miðann og við fylgjum honum í gegnum ævintýri hans í verksmiðjunni. Því miður býr leikurinn ekki yfir neinum af þeim sjarma sem kvikmyndin og bókin bjóða upp á. Í staðinn færir hann spilurum ekkert nema endurtekningu, meðalgóða grafík og einfalda, en jafnframt stífa spilun. Í staðinn fyrir að fylgja þræði sögunnar og leyfa okkur að upplifa ævintýri Charlies á meðan hann skoðar verksmiðjuna, þurfum við að eyða öllum leiknum í það að leysa þau vandamál sem hinir krakkarnir skapa. Þegar átvaglið Augustus Gloop tekst að festa sig í einni slöngunni sem flytja súkkulaði um verksmiðjuna fellur það í þínar hendur að nota Oompa Loompana til þessa að virkja ýmsar vélar svo Augustus geti verið frelsaður úr prísundinni. Eins og áður sagði er þetta mjög einfalt ferli. Þú skipar einfaldlega litlu Oompa dvergunum að vinna fyrir þig. Svo notar þú ákveðna tegund af sælgæti sem minnir helst á vafningsvið til að fanga lítil vélmenni, svo rúllar þú þeim inn í nokkrar leiðslur til að auka þrýstinginn í rörunum og Augustus skýst áfram. Mjög einfalt kerfi, sem ætti í raun ekki að vera endurtekið oftar en einu sinni, en viti menn, maður þarf að ljúka þessu sama verkefni 4 sinnum í viðbót á mismunandi stöðum þar til þú getur loksins fært þig yfir í næsta herbergi. Leikurinn reynir að brydda upp á fjölbreytileika með því að hafa mismunandi tegundir af Oompa Loompum sem hver og einn sinnir sínu eigin hlutverki. Það eru logsuðu Oompar sem laga lekar leiðslur, Safnara Oompar sem sjá um það að safna og sækja sælgæti og rafvirkja Oompar sem eru nauðsynlegir til að koma krafti aftur á ýmsar vélar. Þetta er nú ósköp léleg leið til að gera leikinn meira spennandi, og það versnar, því eins og áður sagði er spilunin mjög stíf. Það veldur því að maður lendir oftar en ekki í þeim aðstæðum að maður reynir að skipa Oompunum að sinna mjög einföldu verkefni á meðan þeir einfaldlega yppa öxlum. Svo þegar þeim tekst loksins að skilja þig þá tekur það aumingja Oompana óralangan tíma að koma hlutunum í verk, því greyin litlu búa ekki yfir neinum sérstökum gáfum. Þeir hlaupa á veggi, hrasa á nammisveppum og virðast eiga voðalega erfitt með það að komast áfram í lífinu. Grafíkin er í meðalgóðum gæðum, þau bjóða ekki upp á neitt sérstakt, en það virðist ekkert standa upp úr í sérstaklega lélegum gæðum. Það sem mér þykir hinsvegar verst við leikinn er sú staðreynd að honum hefur mistekist herfilega að endurskapa litadýrðina og glamúrinn sem einkenndi kvikmyndina. Í staðinn fyrir að upplifa verksmiðjuna eins og Tim Burton lýsti henni, sem litríkri galdraveröld, þá fær maður miklu frekar á tilfinninguna að maður sé staddur í pökkunarverksmiðju niðri á höfn. Krakkarnir úr kvikmyndinni tala fyrir sínar eigin persónur úr myndinni, en það er að mestu bara línur teknar beint úr myndinni, þótt að nokkrum öðrum hafi verið bætt við. Johnny Depp hefur ekki séð sér fært að endurtaka leikinn sem Willy Wonka, og maður að nafni James Taylor hefur tekist furðuvel að herma eftir Johnny, þannig að maður tekur varla eftir því að þetta sé ekki hann sjálfur. Sagan sjálf er sögð á milli borða í svona “slide” formi, þannig að í staðinn fyrir myndbönd fáum við tvívíðar myndir á meðan sögumaðurinn les. Hljóðið í leiknum er hinsvegar það sem skarar fram úr. Hann er mjög vel talsettur og tónlistin passar alltaf vel við án þess að festast í hausnum á manni. Niðurstaðan er sú að Charlie and the Chocolate Factory er leikur sem ætti aðallega að höfða til yngstu kynslóðarinnar, en það munu samt fæstir nenna að spila hann til enda þar sem hann er illa upp settur, óþarflega flókinn á köflum en þar á milli of auðveldur og einhæfur. Grafíkin er í meðallagi, og þessi leikur er ekkert nema enn einn kvikmyndaleikurinn sem hverfur fljótt af yfirborðinu og gleymist þótt að myndin og bókin munu lifa í minningunni. Vélbúnaður: PS2 Framleiðandi Leiks: High Voltage Software Útgefandi Leiks: Take Two Interactive Software
Árni Pétur Leikjavísir Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira