Skemmum ekki Tjarnargarðinn 12. september 2005 00:01 Við fyrstu sýn virtist hugmyndin um veitingahús í Tjarnargarðinum gamla í hjarta Reykjavíkur skemmtileg. Þetta er elsti almenningsgarður borgarinnar sem forðum daga dró til sín mannfjölda, ekki síst á fallegum sumardögum. Nú er þar sjaldan mannmargt og hluti garðsins jafnvel í hreinni órækt. Gæti ekki veitingahús gert garðinn á ný að eftirsóttum sælureit? Við nokkra umhugsun eru þeir annmarkar á hugmyndinni að ástæða er til að leggjast gegn því að henni verði hrint í framkvæmd. Í því sambandi skal vísað til tveggja nýlegra blaðagreina þar sem leidd eru að því sannfærandi rök að Tjarnargarðurinn - eða Hljómskálagarðurinn eins og hann er nú yfirleitt kallaður - eigi að fá að vera í friði. Á hugmyndinni eru í fyrsta lagi ýmsir skipulagslegir gallar eins og Álfheiður Ingadóttir líffræðingur og fyrrverandi borgarfulltrúi bendir á í Morgunblaðinu 19. ágúst. Kaffihús og útiveitingapallur, eins og gert er ráð fyrir, krefjast aðkomu "sendibíla með vörur, öskubíla að sækja úrgang, bílastæða fyrir gesti og starfsfólk". Garðurinn yrði aldrei samur eftir framkvæmdir til að greiða fyrir slíkri aðkomu. Ekki skiptir síðan minna máli sú ábending Jóns Torfasonar skjalavarðar í Morgunblaðinu á fimmtudaginn að veitingahús raskar þeirri friðsæld sem er aðalsmerki almenningsgarða um allan heim. Nefnir hann í því sambandi fræga garða erlendra stórborga, Central Park í New York, Hyde Park í Lundúnum og Rósinborgargarðinn í Kaupmannahöfn. "Þessir blettir, sem eru margfalt verðmætari í fermetrum talið en þessir litlu 2-3 hektarar í Hljómskálagarðinum, hafa þó fengið að vera að mestu leyti í friði fyrir graftólum og steinsteypu," skrifar Jón. Meginröksemd Álfheiðar Ingadóttur og Jóns Torfasonar til varnar Tjarnargarðinum er sú, að hann sé nú nánast eini græni griðastaðurinn í miðborg Reykjavíkur. Almenningur eigi að geta leitað þangað frá skarkalanum og sölubúðunum og notið gróðurs og dýralífs. Eðlisbreyting yrði á garðinum ef þar yrði hafinn veitingarekstur. Í næsta nágrenni við Tjarnargarðinn er fjöldi veitingahúsa. Þeir sem verða þyrstir eða svangir í garðinum þurfa því ekki að örvænta. Ekkert er frá neinum tekið þó garðurinn fái að vera í friði. Hinir sem kjósa að eiga þar athvarf frá ysi og þysi borgarlífsins mundu hins vegar glata verðmætum viðkomustað ef ráðist yrði í framkvæmdirnar. Vonandi verða kappsemi og ógrundaðar hugdettur, sem gjarnan fylgja prófkjörum og kosningabaráttu, ekki til þess að við glötum þessum sælureit gömlu Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Magnússon Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun
Við fyrstu sýn virtist hugmyndin um veitingahús í Tjarnargarðinum gamla í hjarta Reykjavíkur skemmtileg. Þetta er elsti almenningsgarður borgarinnar sem forðum daga dró til sín mannfjölda, ekki síst á fallegum sumardögum. Nú er þar sjaldan mannmargt og hluti garðsins jafnvel í hreinni órækt. Gæti ekki veitingahús gert garðinn á ný að eftirsóttum sælureit? Við nokkra umhugsun eru þeir annmarkar á hugmyndinni að ástæða er til að leggjast gegn því að henni verði hrint í framkvæmd. Í því sambandi skal vísað til tveggja nýlegra blaðagreina þar sem leidd eru að því sannfærandi rök að Tjarnargarðurinn - eða Hljómskálagarðurinn eins og hann er nú yfirleitt kallaður - eigi að fá að vera í friði. Á hugmyndinni eru í fyrsta lagi ýmsir skipulagslegir gallar eins og Álfheiður Ingadóttir líffræðingur og fyrrverandi borgarfulltrúi bendir á í Morgunblaðinu 19. ágúst. Kaffihús og útiveitingapallur, eins og gert er ráð fyrir, krefjast aðkomu "sendibíla með vörur, öskubíla að sækja úrgang, bílastæða fyrir gesti og starfsfólk". Garðurinn yrði aldrei samur eftir framkvæmdir til að greiða fyrir slíkri aðkomu. Ekki skiptir síðan minna máli sú ábending Jóns Torfasonar skjalavarðar í Morgunblaðinu á fimmtudaginn að veitingahús raskar þeirri friðsæld sem er aðalsmerki almenningsgarða um allan heim. Nefnir hann í því sambandi fræga garða erlendra stórborga, Central Park í New York, Hyde Park í Lundúnum og Rósinborgargarðinn í Kaupmannahöfn. "Þessir blettir, sem eru margfalt verðmætari í fermetrum talið en þessir litlu 2-3 hektarar í Hljómskálagarðinum, hafa þó fengið að vera að mestu leyti í friði fyrir graftólum og steinsteypu," skrifar Jón. Meginröksemd Álfheiðar Ingadóttur og Jóns Torfasonar til varnar Tjarnargarðinum er sú, að hann sé nú nánast eini græni griðastaðurinn í miðborg Reykjavíkur. Almenningur eigi að geta leitað þangað frá skarkalanum og sölubúðunum og notið gróðurs og dýralífs. Eðlisbreyting yrði á garðinum ef þar yrði hafinn veitingarekstur. Í næsta nágrenni við Tjarnargarðinn er fjöldi veitingahúsa. Þeir sem verða þyrstir eða svangir í garðinum þurfa því ekki að örvænta. Ekkert er frá neinum tekið þó garðurinn fái að vera í friði. Hinir sem kjósa að eiga þar athvarf frá ysi og þysi borgarlífsins mundu hins vegar glata verðmætum viðkomustað ef ráðist yrði í framkvæmdirnar. Vonandi verða kappsemi og ógrundaðar hugdettur, sem gjarnan fylgja prófkjörum og kosningabaráttu, ekki til þess að við glötum þessum sælureit gömlu Reykjavíkur.