Vinstri aftur í tísku 12. september 2005 00:01 Fyrir rúmum fimmtán árum var Oskar Lafontaine mikil hetja vinstri manna, meðal annars margs fólks sem nú er í Samfylkingunni. Það myndi tæplega vilja kannast við Oscar lengur, enda hefur það síðan þá verið á stöðugri hraðferð til hægri, en Oskari var mikið hampað í félagsskap sem kallaðist Birting og var þá deild í Alþýðubandalaginu. Hann var talinn fulltrúi nýrra hátta á vinstri vængnum, maður nýrra tíma – Mörður og fleiri hrifust mjög. Nú þykir þessu fólki Oskar væntanlega mesti forneskjukommi. Hann varð stutta hríð fjármálaráðherra Þýskalands á fyrstu dögum stjórnar Gerhards Schröders, þá kallaði eitt íhaldsblaðið hann "hættulegasta mann í Evrópu". Stuttu síðar sagði hann af sér og var lengi utanveltu í pólitík. Flestir héldu að hann væri búinn að vera. --- --- --- En nú hefur Oskar gegið í endurnýjun lífdaga. Hann lentur með PDS, leifunum af gamla kommúnistaflokknum í Austur-Þýskalandi og búinn að stofna flokk sem heitir einfaldlega "Die Linkspartei" - Vinstri flokkurinn. Margir segja að þetta sé ekki annað en sambland af gömlum vinstri lummum og pópúlisma, blöndnu útlendingahatri, en flokkurinn á sér furðu mikinn hljómgrunn. Í skoðanakönnunum er honum spáð 8-9 prósenta fylgi sem myndi þýða að hann yrði þriðji stærsti flokkur í Þýskalandi, stærri en Græningjar og Frjálsir demókratar, samstarfsflokkar krata og kristilegra demókrata í ríkisstjórn --- --- --- Í evrópskum blöðum les maður að það sé aftur í tísku að vera til vinstri. Íraksstríðið hefur haft róttæknivæðingu í för með sér, ásamt með baráttunni gegn hnattvæðingu og að því er virðist mótstöðulausri framrás kapítalismans. Sjálfur Karl Marx var á forsíðu Der Spiegel fyrir viku. Blaðið segir að hann neiti að deyja og veltir fyrir sér hvort hann hafi ekki ýmis svör sem séu gagnleg á tíma þegar alþjóðlegt kapítal flæðir um allar gáttir. Samt er það dálítið mótsagnakennt að helstu leiðtogar ungs fólks sem snýst nú til vinstri séu gamlir karlar á borð við Lafontaine og Gregor Gysi. Og á Íslandi Steingrímur og Ögmundur. --- --- --- Sósíaldemókratar eru hins vegar í kreppu. Það er ekki í tísku að vera krati. Fyrir rúmum hálfum áratug virtist sigur sósíaldemókrata blasa við um öll Vesturlönd. Þeir ráðslöguðu um kratíska hugmyndafræði Clinton, Blair, Schröder og Jospin. Ener Schröder á leiðinni út eftir nokkra daga og varla neinn eftir nema Blair sem núorðið telst víst heldur lakur jafnaðarmaður. Aðalspurningin er auðvitað hvað sósíaldemókratar hafa upp á að bjóða sem er ekki gömul stefna hægriflokka – hafa þeir einhvern raunverulegan valkost við óhefta markaðshyggju? --- --- --- Fleiri vinstri menn komnir á stúfana. Jane Fonda, Hanoi Jane eins og hún var kölluð einu sinni, er vöknuð úr dvala, hætt að gera líkamsræktarmyndbönd, skilin við Ted Turner og komin aftur í tengsl við sína fornu innri róttækni. Nú ætlar hún að ferðast um Bandaríkin og halda fundi með George Galloway, breska þingmanninum sem er orðinn frægur í Bandaríkjunum eftir að hann kjaftaði bandaríska þingnefnd í kaf fyrr á þessu ári. Þetta er að sönnu skrautlegur félagsskapur og mun ábyggilega vekja heiftarleg ofnæmisviðbrögð á hægri vængnum. Í Sunday Times um helgina var Galloway að raupa um hvað hann væri mikill kvennamaður svo honum ætti ekki að leiðast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun
Fyrir rúmum fimmtán árum var Oskar Lafontaine mikil hetja vinstri manna, meðal annars margs fólks sem nú er í Samfylkingunni. Það myndi tæplega vilja kannast við Oscar lengur, enda hefur það síðan þá verið á stöðugri hraðferð til hægri, en Oskari var mikið hampað í félagsskap sem kallaðist Birting og var þá deild í Alþýðubandalaginu. Hann var talinn fulltrúi nýrra hátta á vinstri vængnum, maður nýrra tíma – Mörður og fleiri hrifust mjög. Nú þykir þessu fólki Oskar væntanlega mesti forneskjukommi. Hann varð stutta hríð fjármálaráðherra Þýskalands á fyrstu dögum stjórnar Gerhards Schröders, þá kallaði eitt íhaldsblaðið hann "hættulegasta mann í Evrópu". Stuttu síðar sagði hann af sér og var lengi utanveltu í pólitík. Flestir héldu að hann væri búinn að vera. --- --- --- En nú hefur Oskar gegið í endurnýjun lífdaga. Hann lentur með PDS, leifunum af gamla kommúnistaflokknum í Austur-Þýskalandi og búinn að stofna flokk sem heitir einfaldlega "Die Linkspartei" - Vinstri flokkurinn. Margir segja að þetta sé ekki annað en sambland af gömlum vinstri lummum og pópúlisma, blöndnu útlendingahatri, en flokkurinn á sér furðu mikinn hljómgrunn. Í skoðanakönnunum er honum spáð 8-9 prósenta fylgi sem myndi þýða að hann yrði þriðji stærsti flokkur í Þýskalandi, stærri en Græningjar og Frjálsir demókratar, samstarfsflokkar krata og kristilegra demókrata í ríkisstjórn --- --- --- Í evrópskum blöðum les maður að það sé aftur í tísku að vera til vinstri. Íraksstríðið hefur haft róttæknivæðingu í för með sér, ásamt með baráttunni gegn hnattvæðingu og að því er virðist mótstöðulausri framrás kapítalismans. Sjálfur Karl Marx var á forsíðu Der Spiegel fyrir viku. Blaðið segir að hann neiti að deyja og veltir fyrir sér hvort hann hafi ekki ýmis svör sem séu gagnleg á tíma þegar alþjóðlegt kapítal flæðir um allar gáttir. Samt er það dálítið mótsagnakennt að helstu leiðtogar ungs fólks sem snýst nú til vinstri séu gamlir karlar á borð við Lafontaine og Gregor Gysi. Og á Íslandi Steingrímur og Ögmundur. --- --- --- Sósíaldemókratar eru hins vegar í kreppu. Það er ekki í tísku að vera krati. Fyrir rúmum hálfum áratug virtist sigur sósíaldemókrata blasa við um öll Vesturlönd. Þeir ráðslöguðu um kratíska hugmyndafræði Clinton, Blair, Schröder og Jospin. Ener Schröder á leiðinni út eftir nokkra daga og varla neinn eftir nema Blair sem núorðið telst víst heldur lakur jafnaðarmaður. Aðalspurningin er auðvitað hvað sósíaldemókratar hafa upp á að bjóða sem er ekki gömul stefna hægriflokka – hafa þeir einhvern raunverulegan valkost við óhefta markaðshyggju? --- --- --- Fleiri vinstri menn komnir á stúfana. Jane Fonda, Hanoi Jane eins og hún var kölluð einu sinni, er vöknuð úr dvala, hætt að gera líkamsræktarmyndbönd, skilin við Ted Turner og komin aftur í tengsl við sína fornu innri róttækni. Nú ætlar hún að ferðast um Bandaríkin og halda fundi með George Galloway, breska þingmanninum sem er orðinn frægur í Bandaríkjunum eftir að hann kjaftaði bandaríska þingnefnd í kaf fyrr á þessu ári. Þetta er að sönnu skrautlegur félagsskapur og mun ábyggilega vekja heiftarleg ofnæmisviðbrögð á hægri vængnum. Í Sunday Times um helgina var Galloway að raupa um hvað hann væri mikill kvennamaður svo honum ætti ekki að leiðast.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun