Fjölskylda og vinir tóku þátt 11. september 2005 00:01 Um 150 manns leituðu Friðriks Á. Hermannssonar, mannsins sem saknað er eftir sjóslysið við Skarfasker í fyrrinótt. Meðal þeirra sem leituðu voru 30 vinir og ættingjar Friðriks. Fjörur voru gengnar auk þess sem kafarar leituðu í Viðeyjarsundi og björgunarsveitarmenn og félagar í Snarfara, félagi sportbátaeigenda, sigldu um sundin. Einn þeirra sem tóku þátt í leitinni er Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélags Íslands og vinur Friðriks. „Ég hitti Friðrik á föstudag um hálffimm leytið, þá var hann að kaupa kjöt á grillið sem átti að grilla í bátsferðinni,“ segir Helgi. Tveimur klukkustundum eftir fund þeirra Helga hélt Friðrik í bátsferðina sem endaði með sjóslysinu rétt fyrir klukkan tvö um nóttina. Helgi tók þátt í leitinni ásamt fjölmörgum vinum og ættingjum Friðriks. „Hann er vinamargur og þekkti marga svo þeir voru ófáir sem gengu fjörur eða leituðu á sjó. Hann er lögfræðingur okkar í Vélstjórafélaginu og við höfum unnið saman frá því 1997 og því þekkjumst við vel,“ segir Helgi. Eigandi skemmtibátsins er einnig félagi í Snarfara og létu félagsmenn til sín taka við leitina. „Við létum strax boð berast til okkar félagsmanna sem brugðust skjótt við og nú erum við með tuttugu og fimm báta úti við að leita þannig að við erum með hátt upp í hundrað manns sem eru að leita,“ sagði Hafþór Sigurðsson, formaður Snarfara, þegar rætt var við hann síðdegis í gær. Eigandi bátsins hafði nýlega fengið hann sendan frá Bretlandi en hann er smíðaður í Noregi. Hann er af gerðinni Skilsö og segir Hafþór að slíkir bátar geti farið upp í 50 kílómetra hraða á klukkustund. Konan sem lést í sjóslysinu í Viðeyjarsundi aðfaranótt laugardags hét Matthildur Harðardóttir. Matthildur var 51 árs, fædd 20. mars 1954. Hún lætur eftir sig tvo syni. Matthildur var búsett í Kópavogi og starfaði sem lögfræðingur. Maðurinn sem saknað er heitir Friðrik Ágúst Hermannsson, þrjátíu og fjögurra ára lögfræðingur, fæddur 28. september 1971. Hann á einn son. Friðrik og Matthildur voru í sambúð. Fréttir Innlent Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira
Um 150 manns leituðu Friðriks Á. Hermannssonar, mannsins sem saknað er eftir sjóslysið við Skarfasker í fyrrinótt. Meðal þeirra sem leituðu voru 30 vinir og ættingjar Friðriks. Fjörur voru gengnar auk þess sem kafarar leituðu í Viðeyjarsundi og björgunarsveitarmenn og félagar í Snarfara, félagi sportbátaeigenda, sigldu um sundin. Einn þeirra sem tóku þátt í leitinni er Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélags Íslands og vinur Friðriks. „Ég hitti Friðrik á föstudag um hálffimm leytið, þá var hann að kaupa kjöt á grillið sem átti að grilla í bátsferðinni,“ segir Helgi. Tveimur klukkustundum eftir fund þeirra Helga hélt Friðrik í bátsferðina sem endaði með sjóslysinu rétt fyrir klukkan tvö um nóttina. Helgi tók þátt í leitinni ásamt fjölmörgum vinum og ættingjum Friðriks. „Hann er vinamargur og þekkti marga svo þeir voru ófáir sem gengu fjörur eða leituðu á sjó. Hann er lögfræðingur okkar í Vélstjórafélaginu og við höfum unnið saman frá því 1997 og því þekkjumst við vel,“ segir Helgi. Eigandi skemmtibátsins er einnig félagi í Snarfara og létu félagsmenn til sín taka við leitina. „Við létum strax boð berast til okkar félagsmanna sem brugðust skjótt við og nú erum við með tuttugu og fimm báta úti við að leita þannig að við erum með hátt upp í hundrað manns sem eru að leita,“ sagði Hafþór Sigurðsson, formaður Snarfara, þegar rætt var við hann síðdegis í gær. Eigandi bátsins hafði nýlega fengið hann sendan frá Bretlandi en hann er smíðaður í Noregi. Hann er af gerðinni Skilsö og segir Hafþór að slíkir bátar geti farið upp í 50 kílómetra hraða á klukkustund. Konan sem lést í sjóslysinu í Viðeyjarsundi aðfaranótt laugardags hét Matthildur Harðardóttir. Matthildur var 51 árs, fædd 20. mars 1954. Hún lætur eftir sig tvo syni. Matthildur var búsett í Kópavogi og starfaði sem lögfræðingur. Maðurinn sem saknað er heitir Friðrik Ágúst Hermannsson, þrjátíu og fjögurra ára lögfræðingur, fæddur 28. september 1971. Hann á einn son. Friðrik og Matthildur voru í sambúð.
Fréttir Innlent Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira