Kabarettgestir sendir heim 10. september 2005 00:01 Sýningargestir sem áttu miða á Kabarett í Íslensku óperunni í fyrrakvöld voru sendir heim áður en sýningin byrjaði. Felix Bergsson, sem fer með eitt aðalhlutverkanna í sýningunni, hafði tognað illa og á síðustu stundu var ákveðið að fella sýninguna niður. "Ég datt af hjólinu mínu á leiðinni í vinnuna og snéri mig illa á hné," sagði Felix Bergsson sem lá fyrir og hvíldi sig þegar Fréttablaðið náði tali af honum. "Ég fór upp á slysadeild og lét búa vel um þetta og ætlaði mér alltaf að leika. Í leikhúsinu reynir maður að gera allt sem maður getur til að sýningin verði að veruleika og ég hélt auðvitað í vonina um að ég gæti leikið. Svo þegar á hólminn var komið stóð ég varla í lappirnar svo það var ákveðið að fresta sýningunni, enda enginn til að leysa mig af," sagði Felix og bætti því við að honum þætti þetta ákaflega leiðinlegt gangvart þeim sem komu í leikhúsið. Samkvæmt upplýsingum frá Íslensku óperunni geta leikhúsgestir sem áttu miða á sýninguna í gær annað hvort fengið endurgreitt eða fengið að nota miðann sinn aftur. Ekki hefur verið ákveðið hvort efnt verði til aukasýningar vegna atviksins og þar sem Felix er staðráðinn í að mæta strax aftur til vinnu er ekki við því að búast að fleiri sýningar falli niður. Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Sýningargestir sem áttu miða á Kabarett í Íslensku óperunni í fyrrakvöld voru sendir heim áður en sýningin byrjaði. Felix Bergsson, sem fer með eitt aðalhlutverkanna í sýningunni, hafði tognað illa og á síðustu stundu var ákveðið að fella sýninguna niður. "Ég datt af hjólinu mínu á leiðinni í vinnuna og snéri mig illa á hné," sagði Felix Bergsson sem lá fyrir og hvíldi sig þegar Fréttablaðið náði tali af honum. "Ég fór upp á slysadeild og lét búa vel um þetta og ætlaði mér alltaf að leika. Í leikhúsinu reynir maður að gera allt sem maður getur til að sýningin verði að veruleika og ég hélt auðvitað í vonina um að ég gæti leikið. Svo þegar á hólminn var komið stóð ég varla í lappirnar svo það var ákveðið að fresta sýningunni, enda enginn til að leysa mig af," sagði Felix og bætti því við að honum þætti þetta ákaflega leiðinlegt gangvart þeim sem komu í leikhúsið. Samkvæmt upplýsingum frá Íslensku óperunni geta leikhúsgestir sem áttu miða á sýninguna í gær annað hvort fengið endurgreitt eða fengið að nota miðann sinn aftur. Ekki hefur verið ákveðið hvort efnt verði til aukasýningar vegna atviksins og þar sem Felix er staðráðinn í að mæta strax aftur til vinnu er ekki við því að búast að fleiri sýningar falli niður.
Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira