Ráðning Davíðs til skammar 9. september 2005 00:01 Ágúst Einarsson, prófessor við Háskóla Íslands, segir vinnubrögð við ráðningu Davíðs Oddssonar í Seðlabankann til háborinnar skammar og sýna að ráðamenn hafi ekkert lært í þessum efnum. Alþingi hefur í þrígang fellt frumvörp þess efnis að auglýsa beri stöðu seðlabankastjóra. Eftirlaunalögin sem stórefldu lífeyrisréttindi fyrrverandi ráðherra voru réttlætt með þeim hætti að það ætti að hjálpa stjórnmálamönnum að hætta í stjórnmálum með reisn án þess að sækja í opinber embætti. Síðar kom í ljós að lögin höfðu í raun þau áhrif að þeir gátu þegið eftirlaunagreiðslur ráðherra og sinnt jafnframt æðstu stöðum á vegum hins opinbera. Sem sagt, verið á tvöföldum launum. Ágúst segir að sama ásóknin sé í þessi embætti á kostnað skattborgara, hvort sem um sendiherrastörf sé að ræða eða einhver önnur störf. Frægasta dæmið sé eftirlaunalögin sem samþykkt hafi verið sérstaklega fyrir Davíð Oddsson sem tryggt hafi honum eftirlaun umfram aðra menn þar sem tekjur vegna skáldssagnagerðar drógust ekki frá eftirlaunum. „Samt sem áður er hann maðurinn sem fer núna í (Seðla)bankann og hefur ekki til þess forsendur sem gilda annars staðar í vestrænum heimi. Þetta er dapurleg niðurstaða og mér finnst þessi vinnubrögð vera fyrir neðan allar hellur,“ segir Ágúst. Þorvaldur Gylfason, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, segir í Fréttablaðinu í dag að höfuðmarkmið nýrra laga um Seðlabankann hafi verið að auka sjálfstæði hans í stjórnkerfinu. Brýnt sé að halda stjórnmálamönnum frá bankanum til að minnka hættuna á spillingu. Stjórnmálamenn séu því ekki einungis taldir óhæfir heldur beinlínis vanhæfir. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar sem situr í bankaráði Seðlabankans, segir að ráða eigi seðlabankastjóra með faglegum hætti; það eigi að skilgreina þær hæfniskröfur sem gerðar séu, auglýsa starfið laust og ráða í það samkvæmt þeim leikreglum. Hún kveðst reyndar hafa flutt frumvarp um þetta á þingi fyrir tveimur árum. Slík frumvörp hafa þrívegis verið felld í þinginu. Ágúst Einarsson sagði sig úr bankaráðinu árið 1994 ásamt Guðmundi Magnússyni prófessor til að mótmæla ráðningu Steingríms Hermannssonar. Fréttaflutningur hafi verið um það í nokkra daga eða vikur en svo hafi það bara verið búið. „Menn hafa ekkert lært af því, það er alveg greinilegt,“ segir Ágúst. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira
Ágúst Einarsson, prófessor við Háskóla Íslands, segir vinnubrögð við ráðningu Davíðs Oddssonar í Seðlabankann til háborinnar skammar og sýna að ráðamenn hafi ekkert lært í þessum efnum. Alþingi hefur í þrígang fellt frumvörp þess efnis að auglýsa beri stöðu seðlabankastjóra. Eftirlaunalögin sem stórefldu lífeyrisréttindi fyrrverandi ráðherra voru réttlætt með þeim hætti að það ætti að hjálpa stjórnmálamönnum að hætta í stjórnmálum með reisn án þess að sækja í opinber embætti. Síðar kom í ljós að lögin höfðu í raun þau áhrif að þeir gátu þegið eftirlaunagreiðslur ráðherra og sinnt jafnframt æðstu stöðum á vegum hins opinbera. Sem sagt, verið á tvöföldum launum. Ágúst segir að sama ásóknin sé í þessi embætti á kostnað skattborgara, hvort sem um sendiherrastörf sé að ræða eða einhver önnur störf. Frægasta dæmið sé eftirlaunalögin sem samþykkt hafi verið sérstaklega fyrir Davíð Oddsson sem tryggt hafi honum eftirlaun umfram aðra menn þar sem tekjur vegna skáldssagnagerðar drógust ekki frá eftirlaunum. „Samt sem áður er hann maðurinn sem fer núna í (Seðla)bankann og hefur ekki til þess forsendur sem gilda annars staðar í vestrænum heimi. Þetta er dapurleg niðurstaða og mér finnst þessi vinnubrögð vera fyrir neðan allar hellur,“ segir Ágúst. Þorvaldur Gylfason, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, segir í Fréttablaðinu í dag að höfuðmarkmið nýrra laga um Seðlabankann hafi verið að auka sjálfstæði hans í stjórnkerfinu. Brýnt sé að halda stjórnmálamönnum frá bankanum til að minnka hættuna á spillingu. Stjórnmálamenn séu því ekki einungis taldir óhæfir heldur beinlínis vanhæfir. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar sem situr í bankaráði Seðlabankans, segir að ráða eigi seðlabankastjóra með faglegum hætti; það eigi að skilgreina þær hæfniskröfur sem gerðar séu, auglýsa starfið laust og ráða í það samkvæmt þeim leikreglum. Hún kveðst reyndar hafa flutt frumvarp um þetta á þingi fyrir tveimur árum. Slík frumvörp hafa þrívegis verið felld í þinginu. Ágúst Einarsson sagði sig úr bankaráðinu árið 1994 ásamt Guðmundi Magnússyni prófessor til að mótmæla ráðningu Steingríms Hermannssonar. Fréttaflutningur hafi verið um það í nokkra daga eða vikur en svo hafi það bara verið búið. „Menn hafa ekkert lært af því, það er alveg greinilegt,“ segir Ágúst.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira