Úrvalslið Landsbankadeildar kvenna

Nú rétt í þessu var tilkynnt hvaða leikmenn voru valdir í úrvalslið 8.-14. umferðar Landsbankadeildar kvenna í knattspyrnu og fengu leikmenn viðurkenningar fyrir góða frammistöðu í síðasta hluta mótsins. Það var Gréta Mjöll Samúelsdóttir sem var kjörin leikmaður síðari hluta Íslandsmótsins, en hún var lykilmaður í frábæru liði Íslandsmeistara Breiðabliks. Alls fengu leikmenn frá fjórum félögum atkvæði að þessu sinni, en úrvalsliðið er að mestu skipað leikmönnum úr Breiðablik og Val. Hér má sjá lið 8-14 umferðar Landsbankadeildar kvenna: Markvörður: Þóra B. Helgadóttir - Breiðablik Varnarmenn: Ásta Árnadóttir úr Val, Bryndís Bjarnadóttir úr Breiðablik, Guðrún Sóley Gunnarsdóttir úr KR og Ólína G. Viðarsdóttir úr Breiðablik. Miðjumenn: Dóra María Lárusdóttir úr Val, Edda Garðarsdóttir úr Breiðablik, Erna B. Sigurðardóttir úr Breiðablik og Laufey Ólafsdóttir úr Val. Framherjar: Gréta Mjöll Samúelsdóttir úr Breiðablik og Margrét Lára Viðarsdóttir úr Val. Leikmaður umferðarinnar var sem áður sagði Gréta Mjöll Samúelsdóttir og þjálfari umferðanna var Úlfar Hinriksson, þjálfari Íslandsmeistaranna.