Nýtt samskiptatæki fyrir farsíma 5. september 2005 00:01 Og Vodafone og Research in Motion (RIM) hafa ákveðið að bjóða farsímanotendum Og Vodafone á Íslandi samskiptatækið BlackBerry frá Vodafone. Og Vodafone, sem er samstarfsaðili Vodafone Group Plc., hefur einkarétt á Blackberry Vodafone vörumerkinu hér á landi og mun bjóða viðskiptavinum sínum BlackBerry 7290 og BlackBerry 7100v. BlackBerry er fremsta þráðlausa lausnin á markaðnum og miðar að því að tryggja aðgang að upplýsingum á skilvirkan og þægilegan hátt. Og Vodafone getur með BlackBerry viðskiptalausn sinni (BlackBerry Enterprise Solution) boðið viðskiptavinum aðgang að tölvupósti (þ.m.t. viðhengjum) sem er öruggur, stöðugur, þráðlaus og byggir á snertilausn. Þá getur tækið samþætt þjónustu fyrir síma, vafra, dagbók og aðrar upplýsingar. „Samningur okkar við RIM færir þessa heimsþekktu samskiptalausn til viðskiptavina Og Vodafone,” segir Árni Pétur Jónsson, forstjóri Og Vodafone. „BlackBerry tæknin frá Vodafone hefur þótt heppnast óhemju vel þar sem henni hefur verið hleypt af stokkunum og bæði fyrirtækin hlakka til að bjóða þessa lausn á Íslandi.” Mark Guilbert, varaformaður, markaðsdeildar Research in Motion segir að BlackBerry sé þrautreynd og eftirsótt lausn sem bjóði upp á þá allra bestu upplifun sem völ sé á fyrir notendur sem vilja hafa aðgang að talþjónustu, tölvupósti og upplýsingaþjónustu um eitt þráðlaust tæki. „Okkur er mikil ánægja að því að auka samstarf okkar við Vodafone og færa þessa alþjóðlegu og árangursríku lausn til viðskiptavina Og Vodafone á Íslandi,” segir Guilbert. BlackBerry Enterprise Server hugbúnaðurinn fléttar saman Microsoft Exchange, IBM Lotus Domino og Novell GroupWise og vinnur með þeim kerfum fyrirtækja sem fyrir eru. Slíkt tryggir öruggan, þráðlausan aðgang að tölvupósti og öðrum gögnum fyrirtækisins um einn snertiflöt. Hvað viðkemur einstaklingum og minni fyrirtækjum þá veitir BlackBerry Internet Service notendum aðgang að allt að 10 áskriftum að tölvupósti (fyrir fyrirtæki og/eða einstaklinga) með fullri þjónustu (þ.m.t. Microsoft Exchange, IBM Lotus Domino og margar vinsælar netþjónustur). BlackBerry 7290 og BlackBerry 7100v, sem RIM hefur þróað, eru bæði „quad band“ farsímatæki (850, 900, 1800 og 1900 MHz sem samræma allar helstu GSM tíðnir og net) og veita þráðlaust aðgengi að tölvupósti, síma, dagbók, internet vafra, SMS skilaboðum og öðrum upplýsingum sem tengjast fyrirtækinu. Bæði tækin byggja á þráðlausri blátannartækni (Bluetooth) með heyrnartólum eða bílaútbúnaði. BlackBerry 7290 notar QWERTY lyklaborð en BlackBerry 7100v byggir á SureType lyklaborði sem sameinar á áhrifaríkan hátt talnaborð og QWERTY lyklaborð svo það hæfi hefðbundinni hönnun á farsímum. Í báðum tækjunum er lögð áhersla á einfaldleika svo öll notkun sé auðveld og notendavæn. Innlent Tækni Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Fleiri fréttir Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Sjá meira
Og Vodafone og Research in Motion (RIM) hafa ákveðið að bjóða farsímanotendum Og Vodafone á Íslandi samskiptatækið BlackBerry frá Vodafone. Og Vodafone, sem er samstarfsaðili Vodafone Group Plc., hefur einkarétt á Blackberry Vodafone vörumerkinu hér á landi og mun bjóða viðskiptavinum sínum BlackBerry 7290 og BlackBerry 7100v. BlackBerry er fremsta þráðlausa lausnin á markaðnum og miðar að því að tryggja aðgang að upplýsingum á skilvirkan og þægilegan hátt. Og Vodafone getur með BlackBerry viðskiptalausn sinni (BlackBerry Enterprise Solution) boðið viðskiptavinum aðgang að tölvupósti (þ.m.t. viðhengjum) sem er öruggur, stöðugur, þráðlaus og byggir á snertilausn. Þá getur tækið samþætt þjónustu fyrir síma, vafra, dagbók og aðrar upplýsingar. „Samningur okkar við RIM færir þessa heimsþekktu samskiptalausn til viðskiptavina Og Vodafone,” segir Árni Pétur Jónsson, forstjóri Og Vodafone. „BlackBerry tæknin frá Vodafone hefur þótt heppnast óhemju vel þar sem henni hefur verið hleypt af stokkunum og bæði fyrirtækin hlakka til að bjóða þessa lausn á Íslandi.” Mark Guilbert, varaformaður, markaðsdeildar Research in Motion segir að BlackBerry sé þrautreynd og eftirsótt lausn sem bjóði upp á þá allra bestu upplifun sem völ sé á fyrir notendur sem vilja hafa aðgang að talþjónustu, tölvupósti og upplýsingaþjónustu um eitt þráðlaust tæki. „Okkur er mikil ánægja að því að auka samstarf okkar við Vodafone og færa þessa alþjóðlegu og árangursríku lausn til viðskiptavina Og Vodafone á Íslandi,” segir Guilbert. BlackBerry Enterprise Server hugbúnaðurinn fléttar saman Microsoft Exchange, IBM Lotus Domino og Novell GroupWise og vinnur með þeim kerfum fyrirtækja sem fyrir eru. Slíkt tryggir öruggan, þráðlausan aðgang að tölvupósti og öðrum gögnum fyrirtækisins um einn snertiflöt. Hvað viðkemur einstaklingum og minni fyrirtækjum þá veitir BlackBerry Internet Service notendum aðgang að allt að 10 áskriftum að tölvupósti (fyrir fyrirtæki og/eða einstaklinga) með fullri þjónustu (þ.m.t. Microsoft Exchange, IBM Lotus Domino og margar vinsælar netþjónustur). BlackBerry 7290 og BlackBerry 7100v, sem RIM hefur þróað, eru bæði „quad band“ farsímatæki (850, 900, 1800 og 1900 MHz sem samræma allar helstu GSM tíðnir og net) og veita þráðlaust aðgengi að tölvupósti, síma, dagbók, internet vafra, SMS skilaboðum og öðrum upplýsingum sem tengjast fyrirtækinu. Bæði tækin byggja á þráðlausri blátannartækni (Bluetooth) með heyrnartólum eða bílaútbúnaði. BlackBerry 7290 notar QWERTY lyklaborð en BlackBerry 7100v byggir á SureType lyklaborði sem sameinar á áhrifaríkan hátt talnaborð og QWERTY lyklaborð svo það hæfi hefðbundinni hönnun á farsímum. Í báðum tækjunum er lögð áhersla á einfaldleika svo öll notkun sé auðveld og notendavæn.
Innlent Tækni Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Fleiri fréttir Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Sjá meira