Mikil aðsókn í listamiðstöð 4. september 2005 00:01 Íslenskur arkitekt, Elísabet Gunnarsdóttir, stýrir Norrænu listamiðstöðinni í Vestur-Noregi. Aðsókn er gríðarleg og síðast bárust yfir fjögur hundruð umsóknir um sextán pláss. Norræna listamiðstöðin var opnuð fyrir sjö árum. Norskur þingmaður, Oddleif Fagerheim, gaf íbúðarhús sitt og land undir miðstöðina en rekstur hennar er kostaður af Norðurlandaráði og norska ríkinu. Þarna býðst listamönnum að dvelja um lengri tíma til listsköpunar en jafnframt er boðið upp á skemmri námskeið fyrir ungt fólk. Elísbet Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Norrænu listamiðstöðvarinnar, segir listamennina koma alls staðar að úr heiminum. Spurð hvort Íslendingar sæki til hennar segir Elísabet að hún fái þónokkuð margar umsóknir frá Íslandi, en það séu bæði listamenn, arkitektar og hönnuðir sem vilji dvelja í miðstöðinni. Um 400 umsóknir hafi borist fyrir næsta ár en aðeins sé hægt að taka við 16. Listamönnum er boðið upp á veglega vinnuaðstöðu í rómuðu umhverfi og gistingu í sérhúsum. Listamiðstöðin er við Dalsfjörð en þaðan kom Ingólfur Arnarson landnámsmaður, sem Norðmenn á svæðinu vita vel af. Elísabet segir Norðmenn mjög meðvitaða og stolta af því að þetta sé staðurinn sem Ingólfur kom frá. Þeim finnist þeir vera skyldir Íslendingum og hún telji að það séu fáir staðir í Noregi sem maður finni fyrir því svo sterkt. Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Íslenskur arkitekt, Elísabet Gunnarsdóttir, stýrir Norrænu listamiðstöðinni í Vestur-Noregi. Aðsókn er gríðarleg og síðast bárust yfir fjögur hundruð umsóknir um sextán pláss. Norræna listamiðstöðin var opnuð fyrir sjö árum. Norskur þingmaður, Oddleif Fagerheim, gaf íbúðarhús sitt og land undir miðstöðina en rekstur hennar er kostaður af Norðurlandaráði og norska ríkinu. Þarna býðst listamönnum að dvelja um lengri tíma til listsköpunar en jafnframt er boðið upp á skemmri námskeið fyrir ungt fólk. Elísbet Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Norrænu listamiðstöðvarinnar, segir listamennina koma alls staðar að úr heiminum. Spurð hvort Íslendingar sæki til hennar segir Elísabet að hún fái þónokkuð margar umsóknir frá Íslandi, en það séu bæði listamenn, arkitektar og hönnuðir sem vilji dvelja í miðstöðinni. Um 400 umsóknir hafi borist fyrir næsta ár en aðeins sé hægt að taka við 16. Listamönnum er boðið upp á veglega vinnuaðstöðu í rómuðu umhverfi og gistingu í sérhúsum. Listamiðstöðin er við Dalsfjörð en þaðan kom Ingólfur Arnarson landnámsmaður, sem Norðmenn á svæðinu vita vel af. Elísabet segir Norðmenn mjög meðvitaða og stolta af því að þetta sé staðurinn sem Ingólfur kom frá. Þeim finnist þeir vera skyldir Íslendingum og hún telji að það séu fáir staðir í Noregi sem maður finni fyrir því svo sterkt.
Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira