Hvenær eru tengsl óeðlileg? 5. ágúst 2005 00:00 Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur gremst, hversu vel sala Símans tókst. Hún ræðst þessa dagana með ósmekklegum dylgjum á tvo dugnaðarmenn úr hópi kaupenda, Bakkavararbræður, þá Ágúst og Lýð Guðmundssyni, og Brynjólf Bjarnason, forstjóra Símans. En kaupendurnir buðu sjö milljörðum meira en þeir, sem áttu næsthæsta tilboð. Söluferlið var gagnsætt og engum hyglað. Erlendir fjárfestar hurfu á braut, af því að þeir treystu sér blátt áfram ekki til að kaupa Símann á eins háu verði og hinir innlendu. Brynjólfur Bjarnason er ekki sekur um neinn glæp, þótt hann hafi í mörg ár verið samstarfsmaður Bakkavararbræðra og raunar líka Sigurðar Einarssonar, stjórnarformanns KB-banka, en sá banki keypti talsvert í Símanum. Þetta eru allt snjallir, áræðnir kaupsýslumenn og hafa nýtt sér vel þau tækifæri, sem hér sköpuðust með frjálsara atvinnulífi. Lítum þó aðeins betur á málflutning Ingibjargar Sólrúnar. Hún segir grunsemdir vakna, vegna þess að Brynjólfur Bjarnason hafi verið í tengslum við Bakkavararbræður. En ef eitthvað er, þá hefur það hækkað söluverð Símans, því að hinir nýju eigendur hafa haft fullt traust á Brynjólfi. Seljandinn hagnaðist, án þess að kaupandinn tapaði. Almenningur hefur þó ekki alltaf hagnast á tengslum fólks, og þau hafa ekki öll verið jafneðlileg. Eitt dæmið er, að Ingibjörg Sólrún þáði í borgarstjóratíð sinni margvíslega greiða frá Sigfúsi Sigfússyni í Heklu. Henni var nokkrum sinnum boðið til Japans, og Sigfús lánaði henni mánuðum saman glæsibíla úr flota sínum, þegar hún þurfti þess við. Ingibjörg Sólrún lét sem kunnugt er Nesjavallavirkjun kaupa Mitsubishi vélar af Sigfúsi. Komst kærunefnd útboðsmála að þeirri niðurstöðu, að borgin hefði staðið óeðlilega að þeim kaupum. Annað dæmið er, að Ingibjörg Sólrún þáði sem frambjóðandi og borgarstjóri margvíslega greiða af Jóni Ólafssyni í Skífunni. Hann lét ráða eiginmann hennar á Stöð tvö sem yfirþýðanda, þótt gengið hefði verið munnlega frá ráðningu annars manns í það starf. Hann lánaði R-listanum fyrir öllum auglýsingum á Stöð tvö fyrir kosningarnar 1994, eins og hann sagði mér hróðugur. Hvernig fékk hann þær síðan greiddar? Að minnsta kosti reyndi Ingibjörg Sólveig tvisvar að úthluta honum verðmætum lóðum undir kvikmyndahús, fyrst í Mjóddinni, síðan í Laugardal, þótt hún yrði í bæði skiptin að hætta við vegna háværra mótmæla. Henni tókst loks að gera Jóni vænan greiða með því að kaupa af honum eitthvert lóðadrasl við Laugaveg, langt yfir markaðsverði. Ósvífnust var þó Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þegar hún dylgjaði um það í Borgarnesræðu sinni fyrir kosningarnar 2003, að skattrannsókn á Jóni Ólafssyni væri runnin undan rifjum Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Þessi rannsókn beindist gegn manni, sem hafði í mörg ár lifað óhófslífi, en greitt vinnukonuútsvar. Það þurfti ekkert annað tilefni, enda kom á daginn, að skattsvikamál Jóns var þá hið stærsta í Íslandssögunni, þótt sennilega eigi einhverjir aðrir eftir að reyna að slá það met. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fer ekki vel af stað sem formaður Samfylkingarinnar. Hún var valin í þessa stöðu, af því að flokksfólk taldi hana geta gegnt sama hlutverki á vinstri vængnum og Davíð Oddsson á hinum hægri. Það treysti sennilega á einhvers konar sögulega ljósritun. Ingibjörg Sólrún vann vissulega borgina 1994 eins og Davíð hafði gert tólf árum áður. En mikill munur er á þeim tveimur. Davíð kom fjármálum borgarinnar í lag. Ingibjörg Sólrún safnaði skuldum. Davíð útrýmdi lóðaskortinum. Ingibjörg Sólrún skapaði hann aftur. Davíð var framkvæmdasamur borgarstjóri. Ingibjörg Sólrún sat í Ráðhúsinu að skrafi með öðrum unnendum umræðustjórnmála. Davíð lét gera Viðeyjarstofu upp. Helsta afreksverk Ingibjargar Sólrúnar í menningarmálum var að láta taka niður málverkið af Bjarna Benediktssyni í Höfða. Davíð einkavæddi Bæjarútgerðina. Ingibjörg Sólrún jós milljörðum í línu.net. Davíð segir skoðun sína tæpitungulaust. Ingibjörg Sólrún dylgjar. Davíð lætur enga misindismenn komast nálægt sér. Ingibjörg Sólrún lætur taka myndir af sér að skála við Jón Ólafsson. Og síðast, en ekki síst: Davíð gætir sín á að vera engum háður. Hann hefur aldrei verið falur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Hannes Hólmsteinn Gissurarson Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun
Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur gremst, hversu vel sala Símans tókst. Hún ræðst þessa dagana með ósmekklegum dylgjum á tvo dugnaðarmenn úr hópi kaupenda, Bakkavararbræður, þá Ágúst og Lýð Guðmundssyni, og Brynjólf Bjarnason, forstjóra Símans. En kaupendurnir buðu sjö milljörðum meira en þeir, sem áttu næsthæsta tilboð. Söluferlið var gagnsætt og engum hyglað. Erlendir fjárfestar hurfu á braut, af því að þeir treystu sér blátt áfram ekki til að kaupa Símann á eins háu verði og hinir innlendu. Brynjólfur Bjarnason er ekki sekur um neinn glæp, þótt hann hafi í mörg ár verið samstarfsmaður Bakkavararbræðra og raunar líka Sigurðar Einarssonar, stjórnarformanns KB-banka, en sá banki keypti talsvert í Símanum. Þetta eru allt snjallir, áræðnir kaupsýslumenn og hafa nýtt sér vel þau tækifæri, sem hér sköpuðust með frjálsara atvinnulífi. Lítum þó aðeins betur á málflutning Ingibjargar Sólrúnar. Hún segir grunsemdir vakna, vegna þess að Brynjólfur Bjarnason hafi verið í tengslum við Bakkavararbræður. En ef eitthvað er, þá hefur það hækkað söluverð Símans, því að hinir nýju eigendur hafa haft fullt traust á Brynjólfi. Seljandinn hagnaðist, án þess að kaupandinn tapaði. Almenningur hefur þó ekki alltaf hagnast á tengslum fólks, og þau hafa ekki öll verið jafneðlileg. Eitt dæmið er, að Ingibjörg Sólrún þáði í borgarstjóratíð sinni margvíslega greiða frá Sigfúsi Sigfússyni í Heklu. Henni var nokkrum sinnum boðið til Japans, og Sigfús lánaði henni mánuðum saman glæsibíla úr flota sínum, þegar hún þurfti þess við. Ingibjörg Sólrún lét sem kunnugt er Nesjavallavirkjun kaupa Mitsubishi vélar af Sigfúsi. Komst kærunefnd útboðsmála að þeirri niðurstöðu, að borgin hefði staðið óeðlilega að þeim kaupum. Annað dæmið er, að Ingibjörg Sólrún þáði sem frambjóðandi og borgarstjóri margvíslega greiða af Jóni Ólafssyni í Skífunni. Hann lét ráða eiginmann hennar á Stöð tvö sem yfirþýðanda, þótt gengið hefði verið munnlega frá ráðningu annars manns í það starf. Hann lánaði R-listanum fyrir öllum auglýsingum á Stöð tvö fyrir kosningarnar 1994, eins og hann sagði mér hróðugur. Hvernig fékk hann þær síðan greiddar? Að minnsta kosti reyndi Ingibjörg Sólveig tvisvar að úthluta honum verðmætum lóðum undir kvikmyndahús, fyrst í Mjóddinni, síðan í Laugardal, þótt hún yrði í bæði skiptin að hætta við vegna háværra mótmæla. Henni tókst loks að gera Jóni vænan greiða með því að kaupa af honum eitthvert lóðadrasl við Laugaveg, langt yfir markaðsverði. Ósvífnust var þó Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þegar hún dylgjaði um það í Borgarnesræðu sinni fyrir kosningarnar 2003, að skattrannsókn á Jóni Ólafssyni væri runnin undan rifjum Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Þessi rannsókn beindist gegn manni, sem hafði í mörg ár lifað óhófslífi, en greitt vinnukonuútsvar. Það þurfti ekkert annað tilefni, enda kom á daginn, að skattsvikamál Jóns var þá hið stærsta í Íslandssögunni, þótt sennilega eigi einhverjir aðrir eftir að reyna að slá það met. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fer ekki vel af stað sem formaður Samfylkingarinnar. Hún var valin í þessa stöðu, af því að flokksfólk taldi hana geta gegnt sama hlutverki á vinstri vængnum og Davíð Oddsson á hinum hægri. Það treysti sennilega á einhvers konar sögulega ljósritun. Ingibjörg Sólrún vann vissulega borgina 1994 eins og Davíð hafði gert tólf árum áður. En mikill munur er á þeim tveimur. Davíð kom fjármálum borgarinnar í lag. Ingibjörg Sólrún safnaði skuldum. Davíð útrýmdi lóðaskortinum. Ingibjörg Sólrún skapaði hann aftur. Davíð var framkvæmdasamur borgarstjóri. Ingibjörg Sólrún sat í Ráðhúsinu að skrafi með öðrum unnendum umræðustjórnmála. Davíð lét gera Viðeyjarstofu upp. Helsta afreksverk Ingibjargar Sólrúnar í menningarmálum var að láta taka niður málverkið af Bjarna Benediktssyni í Höfða. Davíð einkavæddi Bæjarútgerðina. Ingibjörg Sólrún jós milljörðum í línu.net. Davíð segir skoðun sína tæpitungulaust. Ingibjörg Sólrún dylgjar. Davíð lætur enga misindismenn komast nálægt sér. Ingibjörg Sólrún lætur taka myndir af sér að skála við Jón Ólafsson. Og síðast, en ekki síst: Davíð gætir sín á að vera engum háður. Hann hefur aldrei verið falur.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun