Lífið

Stuð og stemming í Idolinu

Keppendur bíða spenntir á Loftleiðum.
Keppendur bíða spenntir á Loftleiðum.

Forval fyrir þriðju Idol keppnina hófst á Hótel Loftleiðum klukkan níu í morgun. Búist er við metþátttöku yfir landið eða 1400 keppendum og 600- 700 keppendum á hótelið í dag. 

Þegar aðstandendur keppninnar mættu á svæðið klukkan hálfátta í morgun hafði myndast löng röð fyrir utan hótelið og sumir sváfu í bílum fyrir utan. Frábær stemming er á hótelinu og umsjónarmenn forvalsins höfðu orð á því að keppendur í ár virtust vera vel undirbúnir og gæði söngsins áberandi góð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×