Rás 1 í Sjónvarpið 25. ágúst 2005 00:01 Þegar Páll Magnússon var ráðinn útvarpsstjóri á dögunum sagðist hann sjá fyrir sér að ríkisfjölmiðlarnir hyrfu af auglýsingamarkaði. Þetta er eðilegt vbriðhorf hjá manni sem hefur mest allan sinn starfsaldur unnið við einkarekna fjölmiðla og þekkir þá skökku samkeppnisstöðu sem er ríkjandi á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Að sama skapi þarf ekki að koma á óvart að fráfarandi útvarpsstjóra, Markúsi Erni Antonssyni, finnist hugmyndir eftirmanns síns ómögulegar og hann haldi því fram að ekki komi til greina að taka RÚV af auglýsingamarkaði, en því sjónarmiði gerði Markús góð skil í sérstöku viðhafnarviðtali í Kastljósi Ríkissjónvarpsins síðastliðinn sunnudag. Markús Örn hefur verið opinber starfsmaður nánast allan sinn starfsaldur og er að fara í annað starf hjá ríkinu. Hann hefur sem sagt verið hluti af kerfinu um árabil, er samvaxinn því og sér ekki möguleikana sem geta falist í því að stokka hlutina upp á nýtt. Enda eru gamlir valdhafar ekki líklegir til að standa fyrir aðgerðum sem leggja valdakerfi þeirra niður. Byltingarmenn koma yfirleitt að utan með nýstárlegar hugmyndir í farangrinum og skora ríkjandi ástand á hólm. Koma Páls í stól útvarpsstjóra er því tilefni til nokkurrar eftirvæntingar. En Markúsi Erni er sem sagt hægt að sýna ákveðinn skilning og þolinmæði. Það sama verður hins vegar ekki sagt um félagsskap sem kallar sig Samtök auglýsenda og sendu á dögunum frá sér yfirlýsingu þar sem er varað við því að RÚV hverfi af auglýsingmarkaði. Rétt er að taka fram að þrátt fyrir nafnið eru samtökin ekki málsvarar allra auglýsenda á Íslandi. Í yfirlýsingu samtakanna eru tekin upp athugasemdalaust nánast öll rök sem starfsmenn RÚV hafa áður fært fyrir því að ríkisfjölmiðlarnir haldi áfram að senda út auglýsingar. Þar á meðal að hækka þyrfti afnotagjöld, aðgengi fólks að auglýsingum myndi versna og auglýsingaverð myndi hækka sem aftur leiddi til hærra verðs á vöru og þjónustu. Þetta eru málflutningur þeirra sem vilja kyrrstöðu og þola ekki breytingar. Íslendingar búa nú til dæmis við tvær sjónvarpsstöðvar kostaðar af auglýsendum, Skjá 1 og Sirkus, sem senda út efni í opinni dagskrá og má færa gild rök fyrir því að vera Ríkissjónvarpsins á auglýsingamarkaði komi í veg fyrir að þær vaxi og dafni. Ríkissjónvarpið er sem sagt samkeppnishamlandi og stuðlar að fábreytni í íslensku sjónvarpi. Sama má segja um Rás 2 sem í grunninn er ekkert öðruvísi en aðrar tónlistarútvarpsstöðvar. Hægt er að sjá fyrir sér að brotthvarf RÚV af auglýsingamarkaði væri forsmekkurinn að rækilegri endurskoðun á hlutverki stofnunarinnar. Einn möguleikinn er að leggja niður Rás 2 og bylta dagskrárstefnu sjónvarpsins þannig að efnið sem væri þar í boði myndi skera sig frá öðrum sjónvarpsstöðvum í sama dúr og Rás 1 er gjörólík öðrum útvarpsstöðvum. Þar væru sannkölluð sóknarfæri fyrir innlenda dagskrárgerð, leikið efni, fréttaskýringaþætti og allt það ógrynni af vönduðu sjónvarpsefni sem er framleitt í heiminum og Ríkissjónvarpið þyrfti ekki að standa í verðstríði um við einkareknu afþreyingarstöðvarnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Jón Kaldal Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun
Þegar Páll Magnússon var ráðinn útvarpsstjóri á dögunum sagðist hann sjá fyrir sér að ríkisfjölmiðlarnir hyrfu af auglýsingamarkaði. Þetta er eðilegt vbriðhorf hjá manni sem hefur mest allan sinn starfsaldur unnið við einkarekna fjölmiðla og þekkir þá skökku samkeppnisstöðu sem er ríkjandi á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Að sama skapi þarf ekki að koma á óvart að fráfarandi útvarpsstjóra, Markúsi Erni Antonssyni, finnist hugmyndir eftirmanns síns ómögulegar og hann haldi því fram að ekki komi til greina að taka RÚV af auglýsingamarkaði, en því sjónarmiði gerði Markús góð skil í sérstöku viðhafnarviðtali í Kastljósi Ríkissjónvarpsins síðastliðinn sunnudag. Markús Örn hefur verið opinber starfsmaður nánast allan sinn starfsaldur og er að fara í annað starf hjá ríkinu. Hann hefur sem sagt verið hluti af kerfinu um árabil, er samvaxinn því og sér ekki möguleikana sem geta falist í því að stokka hlutina upp á nýtt. Enda eru gamlir valdhafar ekki líklegir til að standa fyrir aðgerðum sem leggja valdakerfi þeirra niður. Byltingarmenn koma yfirleitt að utan með nýstárlegar hugmyndir í farangrinum og skora ríkjandi ástand á hólm. Koma Páls í stól útvarpsstjóra er því tilefni til nokkurrar eftirvæntingar. En Markúsi Erni er sem sagt hægt að sýna ákveðinn skilning og þolinmæði. Það sama verður hins vegar ekki sagt um félagsskap sem kallar sig Samtök auglýsenda og sendu á dögunum frá sér yfirlýsingu þar sem er varað við því að RÚV hverfi af auglýsingmarkaði. Rétt er að taka fram að þrátt fyrir nafnið eru samtökin ekki málsvarar allra auglýsenda á Íslandi. Í yfirlýsingu samtakanna eru tekin upp athugasemdalaust nánast öll rök sem starfsmenn RÚV hafa áður fært fyrir því að ríkisfjölmiðlarnir haldi áfram að senda út auglýsingar. Þar á meðal að hækka þyrfti afnotagjöld, aðgengi fólks að auglýsingum myndi versna og auglýsingaverð myndi hækka sem aftur leiddi til hærra verðs á vöru og þjónustu. Þetta eru málflutningur þeirra sem vilja kyrrstöðu og þola ekki breytingar. Íslendingar búa nú til dæmis við tvær sjónvarpsstöðvar kostaðar af auglýsendum, Skjá 1 og Sirkus, sem senda út efni í opinni dagskrá og má færa gild rök fyrir því að vera Ríkissjónvarpsins á auglýsingamarkaði komi í veg fyrir að þær vaxi og dafni. Ríkissjónvarpið er sem sagt samkeppnishamlandi og stuðlar að fábreytni í íslensku sjónvarpi. Sama má segja um Rás 2 sem í grunninn er ekkert öðruvísi en aðrar tónlistarútvarpsstöðvar. Hægt er að sjá fyrir sér að brotthvarf RÚV af auglýsingamarkaði væri forsmekkurinn að rækilegri endurskoðun á hlutverki stofnunarinnar. Einn möguleikinn er að leggja niður Rás 2 og bylta dagskrárstefnu sjónvarpsins þannig að efnið sem væri þar í boði myndi skera sig frá öðrum sjónvarpsstöðvum í sama dúr og Rás 1 er gjörólík öðrum útvarpsstöðvum. Þar væru sannkölluð sóknarfæri fyrir innlenda dagskrárgerð, leikið efni, fréttaskýringaþætti og allt það ógrynni af vönduðu sjónvarpsefni sem er framleitt í heiminum og Ríkissjónvarpið þyrfti ekki að standa í verðstríði um við einkareknu afþreyingarstöðvarnar.