Halo færir sig upp á silfurtjaldið 24. ágúst 2005 00:01 Samkvæmt frétt úr skemmtiiðnaðar blaðinu Variety hafa Universal og 20th Century Fox komist að samkomulagi um að framleiða kvikmynd eftir hinum vinsæla skotleik Halo sem Xbox spilarar ættu að þekkja vel. Myndin á að vera komin í bíó innan við tvö ár samkvæmt heimildum. Universal mun sjá um framleiðslu myndarinnar og markaðssetningu í Bandaríkjunum á meðan Fox mun sjá um dreifingu utan Bandaríkjanna. Fyrirtækin munu svo skipta gróðanum jafnt á milli sín. Microsoft fær í sinn hlut 5 milljón dollara og 10% af innkomu. Upphaflega báðu Microsoft um 10 milljón dollara og 15% af innkomu í sinn hlut ásamt því að hafa mikið vægi í listrænni stjórnun en ekki var orðið við þeim kröfum. Nokkrir starfsmenn Bungie sem framleiðir Halo leikina og er í eigu Microsoft munu vinna sem ráðgjafar við gerð myndarinnar ásamt því að Peter Schlessel sem áður starfaði sem tengiliður Microsoft við Hollywood mun verða titlaður framleiðandi. Microsoft höfðu áður greitt Alex Garland (28 Days Later) eina milljón dollara til að skrifa handrit sem uppfyllti kröfur Microsoft. Í júní síðastliðnum sendi Microsoft handritið til kvikmyndafyrirtækjanna með sendli klæddan sem Master Chief, aðal sögupersónu Halo leikjanna. Samkvæmt heimildum eru Microsoft að íhuga að gera Halo leik samhliða myndinni til að auka vægi Halo í afþreyingariðnaðinum og styrkja markaðsherferð myndarinnar. Geim mun fylgjast með þróun mála. Franz Geim-Fréttir Leikjavélar Leikjavísir Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Sjá meira
Samkvæmt frétt úr skemmtiiðnaðar blaðinu Variety hafa Universal og 20th Century Fox komist að samkomulagi um að framleiða kvikmynd eftir hinum vinsæla skotleik Halo sem Xbox spilarar ættu að þekkja vel. Myndin á að vera komin í bíó innan við tvö ár samkvæmt heimildum. Universal mun sjá um framleiðslu myndarinnar og markaðssetningu í Bandaríkjunum á meðan Fox mun sjá um dreifingu utan Bandaríkjanna. Fyrirtækin munu svo skipta gróðanum jafnt á milli sín. Microsoft fær í sinn hlut 5 milljón dollara og 10% af innkomu. Upphaflega báðu Microsoft um 10 milljón dollara og 15% af innkomu í sinn hlut ásamt því að hafa mikið vægi í listrænni stjórnun en ekki var orðið við þeim kröfum. Nokkrir starfsmenn Bungie sem framleiðir Halo leikina og er í eigu Microsoft munu vinna sem ráðgjafar við gerð myndarinnar ásamt því að Peter Schlessel sem áður starfaði sem tengiliður Microsoft við Hollywood mun verða titlaður framleiðandi. Microsoft höfðu áður greitt Alex Garland (28 Days Later) eina milljón dollara til að skrifa handrit sem uppfyllti kröfur Microsoft. Í júní síðastliðnum sendi Microsoft handritið til kvikmyndafyrirtækjanna með sendli klæddan sem Master Chief, aðal sögupersónu Halo leikjanna. Samkvæmt heimildum eru Microsoft að íhuga að gera Halo leik samhliða myndinni til að auka vægi Halo í afþreyingariðnaðinum og styrkja markaðsherferð myndarinnar. Geim mun fylgjast með þróun mála.
Franz Geim-Fréttir Leikjavélar Leikjavísir Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Sjá meira