Annarleg ástand tefur yfirheyrslu 22. ágúst 2005 00:01 Lögreglan í Reykjavík vill ekkert segja til um hvort maðurinn sem grunaður er um morð á tvítugum manni í heimahúsi við Hverfisgötu í Reykjavík um helgina hafi játað verknaðinn. Hinn grunaði var úrskurðaður í tíu daga gæsluvarðhald af Héraðsdómi Reykjavíkur á laugardag og ætlar ekki að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. Að sögn Ómars Smára Ármannssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni í Reykjavík, stóð til að yfirheyra hinn grunaða um helgina en ástand hans var með þeim hætti að erfitt var að yfirheyra hann. Honum var gefinn tími til að hvíla sig og stóð til að yfirheyrslur yfir honum færu fram í gær. Að sögn Ómars Smára er málið enn í rannsókn og segir hann að ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar um framgang rannsóknarinnar þar sem það varði hagsmuni rannsóknar af þessu tagi og muni lögreglan halda rannsókn málsins áfram með hefðbundnum hætti. Lögreglunni í Reykjavík barst tilkynning snemma á laugardagsmorgun um að maður hefði verið stunginn í heimahúsi við Hverfisgötu í Reykjavík. Þegar lögregla kom á staðinn var ljóst að maðurinn hafði verið stunginn í hjartastað og hófust endurlífgunartilraunir þegar í stað. Þær báru ekki árangur og lést maðurinn skömmu síðar. Lagt var hald á hníf í íbúðinni sem talinn er vera morðvopnið. Þrír karlmenn og ein kona, sem öll voru í íbúðinni, voru handtekin á staðnum og færð til yfirheyrslu, grunuð um að vera völd að dauða mannsins. Þau voru öll í annarlegu ástandi. Þeim var sleppt síðar um kvöldið. Einn til viðbótar var svo handtekinn á laugardag en sleppt daginn eftir. Einn þessara manna var úrskurðaður í gæsluvarðhald síðdegis á laugardaginn en hann var gestur í húsinu eins og fórnarlambið. Að sögn Ómars Smára verður yfirheyrslum haldið áfram næstu daga þar til tildrög morðsins skýrast en allt eins má búast við að þau sem þegar hafa verið færð til yfirheyrslu verði yfirheyrð nánar um tildrög atburðarins. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Lögreglan í Reykjavík vill ekkert segja til um hvort maðurinn sem grunaður er um morð á tvítugum manni í heimahúsi við Hverfisgötu í Reykjavík um helgina hafi játað verknaðinn. Hinn grunaði var úrskurðaður í tíu daga gæsluvarðhald af Héraðsdómi Reykjavíkur á laugardag og ætlar ekki að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. Að sögn Ómars Smára Ármannssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni í Reykjavík, stóð til að yfirheyra hinn grunaða um helgina en ástand hans var með þeim hætti að erfitt var að yfirheyra hann. Honum var gefinn tími til að hvíla sig og stóð til að yfirheyrslur yfir honum færu fram í gær. Að sögn Ómars Smára er málið enn í rannsókn og segir hann að ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar um framgang rannsóknarinnar þar sem það varði hagsmuni rannsóknar af þessu tagi og muni lögreglan halda rannsókn málsins áfram með hefðbundnum hætti. Lögreglunni í Reykjavík barst tilkynning snemma á laugardagsmorgun um að maður hefði verið stunginn í heimahúsi við Hverfisgötu í Reykjavík. Þegar lögregla kom á staðinn var ljóst að maðurinn hafði verið stunginn í hjartastað og hófust endurlífgunartilraunir þegar í stað. Þær báru ekki árangur og lést maðurinn skömmu síðar. Lagt var hald á hníf í íbúðinni sem talinn er vera morðvopnið. Þrír karlmenn og ein kona, sem öll voru í íbúðinni, voru handtekin á staðnum og færð til yfirheyrslu, grunuð um að vera völd að dauða mannsins. Þau voru öll í annarlegu ástandi. Þeim var sleppt síðar um kvöldið. Einn til viðbótar var svo handtekinn á laugardag en sleppt daginn eftir. Einn þessara manna var úrskurðaður í gæsluvarðhald síðdegis á laugardaginn en hann var gestur í húsinu eins og fórnarlambið. Að sögn Ómars Smára verður yfirheyrslum haldið áfram næstu daga þar til tildrög morðsins skýrast en allt eins má búast við að þau sem þegar hafa verið færð til yfirheyrslu verði yfirheyrð nánar um tildrög atburðarins.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent