Annarleg ástand tefur yfirheyrslu 22. ágúst 2005 00:01 Lögreglan í Reykjavík vill ekkert segja til um hvort maðurinn sem grunaður er um morð á tvítugum manni í heimahúsi við Hverfisgötu í Reykjavík um helgina hafi játað verknaðinn. Hinn grunaði var úrskurðaður í tíu daga gæsluvarðhald af Héraðsdómi Reykjavíkur á laugardag og ætlar ekki að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. Að sögn Ómars Smára Ármannssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni í Reykjavík, stóð til að yfirheyra hinn grunaða um helgina en ástand hans var með þeim hætti að erfitt var að yfirheyra hann. Honum var gefinn tími til að hvíla sig og stóð til að yfirheyrslur yfir honum færu fram í gær. Að sögn Ómars Smára er málið enn í rannsókn og segir hann að ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar um framgang rannsóknarinnar þar sem það varði hagsmuni rannsóknar af þessu tagi og muni lögreglan halda rannsókn málsins áfram með hefðbundnum hætti. Lögreglunni í Reykjavík barst tilkynning snemma á laugardagsmorgun um að maður hefði verið stunginn í heimahúsi við Hverfisgötu í Reykjavík. Þegar lögregla kom á staðinn var ljóst að maðurinn hafði verið stunginn í hjartastað og hófust endurlífgunartilraunir þegar í stað. Þær báru ekki árangur og lést maðurinn skömmu síðar. Lagt var hald á hníf í íbúðinni sem talinn er vera morðvopnið. Þrír karlmenn og ein kona, sem öll voru í íbúðinni, voru handtekin á staðnum og færð til yfirheyrslu, grunuð um að vera völd að dauða mannsins. Þau voru öll í annarlegu ástandi. Þeim var sleppt síðar um kvöldið. Einn til viðbótar var svo handtekinn á laugardag en sleppt daginn eftir. Einn þessara manna var úrskurðaður í gæsluvarðhald síðdegis á laugardaginn en hann var gestur í húsinu eins og fórnarlambið. Að sögn Ómars Smára verður yfirheyrslum haldið áfram næstu daga þar til tildrög morðsins skýrast en allt eins má búast við að þau sem þegar hafa verið færð til yfirheyrslu verði yfirheyrð nánar um tildrög atburðarins. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Lögreglan í Reykjavík vill ekkert segja til um hvort maðurinn sem grunaður er um morð á tvítugum manni í heimahúsi við Hverfisgötu í Reykjavík um helgina hafi játað verknaðinn. Hinn grunaði var úrskurðaður í tíu daga gæsluvarðhald af Héraðsdómi Reykjavíkur á laugardag og ætlar ekki að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. Að sögn Ómars Smára Ármannssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni í Reykjavík, stóð til að yfirheyra hinn grunaða um helgina en ástand hans var með þeim hætti að erfitt var að yfirheyra hann. Honum var gefinn tími til að hvíla sig og stóð til að yfirheyrslur yfir honum færu fram í gær. Að sögn Ómars Smára er málið enn í rannsókn og segir hann að ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar um framgang rannsóknarinnar þar sem það varði hagsmuni rannsóknar af þessu tagi og muni lögreglan halda rannsókn málsins áfram með hefðbundnum hætti. Lögreglunni í Reykjavík barst tilkynning snemma á laugardagsmorgun um að maður hefði verið stunginn í heimahúsi við Hverfisgötu í Reykjavík. Þegar lögregla kom á staðinn var ljóst að maðurinn hafði verið stunginn í hjartastað og hófust endurlífgunartilraunir þegar í stað. Þær báru ekki árangur og lést maðurinn skömmu síðar. Lagt var hald á hníf í íbúðinni sem talinn er vera morðvopnið. Þrír karlmenn og ein kona, sem öll voru í íbúðinni, voru handtekin á staðnum og færð til yfirheyrslu, grunuð um að vera völd að dauða mannsins. Þau voru öll í annarlegu ástandi. Þeim var sleppt síðar um kvöldið. Einn til viðbótar var svo handtekinn á laugardag en sleppt daginn eftir. Einn þessara manna var úrskurðaður í gæsluvarðhald síðdegis á laugardaginn en hann var gestur í húsinu eins og fórnarlambið. Að sögn Ómars Smára verður yfirheyrslum haldið áfram næstu daga þar til tildrög morðsins skýrast en allt eins má búast við að þau sem þegar hafa verið færð til yfirheyrslu verði yfirheyrð nánar um tildrög atburðarins.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira