Stunginn í bakið á róstusamri nótt 21. ágúst 2005 00:01 Piltur um tvítugt var stunginn í bakið í miðbæ Reykjavíkur í fyrrinótt, skömmu eftir að dagskrá Menningarnætur lauk. Árásarmaðurinn, sem er á svipuðum aldri, náðist skammt frá og var handtekinn. Pilturinn sem varð fyrir árás særðist alvarlega og var þegar færður á sjúkrahús og gekkst undir aðgerð. Hann var kominn úr öndunarvél síðdegis í gær og ástand hans er stöðugt. Ekki lá fyrir í gær hvað ástæður voru að baki hnífsstungunni en að sögn Geirs Jóns Þórissonar yfirlögregluþjóns stóðu skýrslutökur yfir og von til að málið skýrðist fljótt. Geir Jón segir eftirlitsmyndavélar í miðborginni hafa komið að góðu gagni. "Við gátum séð í beinni útsendingu hvað var að gerast og fylgt árásarmanninum eftir." Hnífstungan var alvarlegasta atvikið í fyrrinótt en mikið var um átök og læti. "Nóttin var nokkuð strembin. Hátíðin gekk alveg frábærlega vel og þar voru engin slys," segir Geir Jón og bætir við að eftir að fjölskyldufólk hafi farið heim úr bænum hafi stemningin breyst. "Það var nokkuð stór hópur sem var með erfiðleika," segir Geir Jón. Töluverðar hópamyndanir voru á nokkrum stöðum í miðborginni þar sem fólk tókst á. "Lögreglumenn sem ég hef rætt við sögðu að það áttaði sig enginn á því hver ástæðan væri, þetta væri einhver pirringur sem leystist út læðingi." Hann segir ekki liggja ljóst fyrir hvers vegna til svo útbreiddra átaka hafi komið, þrátt fyrir að flestir hafi verið til fyrirmyndar, en tvennt kunni að hafa haft áhrif. "Þetta er síðasta helgin áður en skólarnir byrja, sumarvinnunni lokið og búið að gera upp. Sumir telja sig geta leyft sér hvað sem er." Að auki setji rigning og kuldi strik í reikninginn. Hann segir að þeir sem hafi haft sig mest í frammi séu krakkar sem lögreglan verði alla jafna ekki vör við í bænum. Um 80 til 90 þúsund manns voru í bænum á Menningarnótt og segir Geir Jón að það hafi tekið eina og hálfa klukkustund að koma umferðinni í eðlilegt horf. Þá hafi strætisvagnar farið fullir úr miðborginni fram á nótt og langar raðir verið eftir leigubílum. Búið var að hreinsa til í miðborginni um hádegi í gær. Þegar hreinsunarsveitir mættu til vinnu voru enn margir að skemmta sér en þeir voru flestir farnir um átta í gærmorgun. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Piltur um tvítugt var stunginn í bakið í miðbæ Reykjavíkur í fyrrinótt, skömmu eftir að dagskrá Menningarnætur lauk. Árásarmaðurinn, sem er á svipuðum aldri, náðist skammt frá og var handtekinn. Pilturinn sem varð fyrir árás særðist alvarlega og var þegar færður á sjúkrahús og gekkst undir aðgerð. Hann var kominn úr öndunarvél síðdegis í gær og ástand hans er stöðugt. Ekki lá fyrir í gær hvað ástæður voru að baki hnífsstungunni en að sögn Geirs Jóns Þórissonar yfirlögregluþjóns stóðu skýrslutökur yfir og von til að málið skýrðist fljótt. Geir Jón segir eftirlitsmyndavélar í miðborginni hafa komið að góðu gagni. "Við gátum séð í beinni útsendingu hvað var að gerast og fylgt árásarmanninum eftir." Hnífstungan var alvarlegasta atvikið í fyrrinótt en mikið var um átök og læti. "Nóttin var nokkuð strembin. Hátíðin gekk alveg frábærlega vel og þar voru engin slys," segir Geir Jón og bætir við að eftir að fjölskyldufólk hafi farið heim úr bænum hafi stemningin breyst. "Það var nokkuð stór hópur sem var með erfiðleika," segir Geir Jón. Töluverðar hópamyndanir voru á nokkrum stöðum í miðborginni þar sem fólk tókst á. "Lögreglumenn sem ég hef rætt við sögðu að það áttaði sig enginn á því hver ástæðan væri, þetta væri einhver pirringur sem leystist út læðingi." Hann segir ekki liggja ljóst fyrir hvers vegna til svo útbreiddra átaka hafi komið, þrátt fyrir að flestir hafi verið til fyrirmyndar, en tvennt kunni að hafa haft áhrif. "Þetta er síðasta helgin áður en skólarnir byrja, sumarvinnunni lokið og búið að gera upp. Sumir telja sig geta leyft sér hvað sem er." Að auki setji rigning og kuldi strik í reikninginn. Hann segir að þeir sem hafi haft sig mest í frammi séu krakkar sem lögreglan verði alla jafna ekki vör við í bænum. Um 80 til 90 þúsund manns voru í bænum á Menningarnótt og segir Geir Jón að það hafi tekið eina og hálfa klukkustund að koma umferðinni í eðlilegt horf. Þá hafi strætisvagnar farið fullir úr miðborginni fram á nótt og langar raðir verið eftir leigubílum. Búið var að hreinsa til í miðborginni um hádegi í gær. Þegar hreinsunarsveitir mættu til vinnu voru enn margir að skemmta sér en þeir voru flestir farnir um átta í gærmorgun.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira