Lífið

Útsendarar Idols á Vestjörðum

Svanhildur Garðarsdóttir var ein þeirra sem söng, en hún var sótt í bókabúðina og dregin út á torg til að syngja.
Svanhildur Garðarsdóttir var ein þeirra sem söng, en hún var sótt í bókabúðina og dregin út á torg til að syngja.

Útsendarar Idol - Stjörnuleitar hafa verið á ferð á Vestfjörðum um helgina í leit sinni að næstu Idol-stjörnu. 

Leitin hefur gengið vel og hafa fjölmargir sungið fyrir framan myndavélina í öllum bæjum og byggðarlögum á Vestfjörðum. Ferðin hófst á fimmtudag þegar útsendararnir heimsóttu sunnanverða Vestfirði en í gær voru þeir staddir á Ísafirði. 

Kristín Ása Einarsdóttir, dagskrárgerðarkona við Idol - Stjörnuleit, segir hugmyndina hafa kviknað á fundi í sumar og hún hafi verið útfærð á þann hátt að farið yrði um Vestfirðina. Það sé vitað að margir góðir söngvarar séu á Vestfjörðum og því hafi verið lagt upp í þessa hálfgerðu leyniferð. 

Svanhildur Garðarsdóttir var ein þeirra sem söng, en hún var sótt í bókabúðina og dregin út á torg til að syngja. Hún segir að maður hafi komið að máli við sig og sagt henni frá því að Idol -Stjörnleit kæmi til Ísafjarðar, en hann hafi vitað að henni þætti gaman að syngja. Hún hafi svo ákveðið að slá til.  Og svo er bara að sjá afraksturinn í Stjörnuleitinni sem hefst á Stöð 2 í lok september.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×