Atkvæðagreiðsla um samninga kærð 10. ágúst 2005 00:01 Félagsmaður í Stýrimannafélaginu Vísi hefur kært framkvæmd atkvæðagreiðslu um kjarasamning sjómanna til félagsmálaráðuneytisins. Kærandinn telur um að ræða tvöfalt brot á vinnulöggjöfinni, að því er fram kom þegar Fréttablaðið ræddi við hann. Hann vill ekki láta nafns síns getið þar sem hann óttast að það geti komið niður á sér í atvinnulegu tilliti. "Tilefni kærunnar eru gallar á atkvæðagreiðslunni um kjarasamningana," sagði hann við Fréttablaðið. "Annars vegar er um að ræða talningu atkvæða og hins vegar tímalengd frá undirskrift til talningar. Það þurfti að bíða hátt í tvö mánuði þar til samningurinn var undirritaður og þar til kosið var um hann. Samkvæmt vinnulöggjöfinni mega ekki líða meira en fjórar vikur. Þá voru reglur um kjörfundaratkvæði og póstatkvæðagreiðslu brotnar. Það má ekki vera minna en 20 prósent þátttaka í póstatkvæðagreiðslunni til þess að hún teljist gild. Við talninguna var hins vegar öllum atkvæðunum steypt í einn pott og talið upp úr honum án tillits til um hvort atkvæðin höfðu borist í pósti eða voru kjörfundaratkvæði." Kærandinn telur að þessir ágallar hafi ógilt kosninguna, þannig að kjósa þurfi aftur, reynist þeir réttir vera. "Ef kæran stendur tel ég að grundvöllurinn fyrir kosningunni sé brostinn og kjósa þurfi aftir. Þá gæti útkoman orðið önnur heldur en úr þeirri kosningu sem þegar hefur farið fram, því samningurinn var illa kynntur og hreinlega logið að mönnum með þetta allt saman. Menn eru búnir að kynna sér þetta betur núna og vita meir." Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir skrifstofustjóri jafnréttis- og vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneytisins staðfesti að kæran liggi fyrir hjá ráðuneytinu. Verið sé að athuga hvort efni kærunnar heyri undir ráðuneytið þannig að það hafi úrskurðarvald í málinu. Reynist svo ekki vera verði henni vísað frá. Kærandi geti þá farið með málið fyrir félagsdóm, kjósi hann að fara dómstólaleiðina Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Félagsmaður í Stýrimannafélaginu Vísi hefur kært framkvæmd atkvæðagreiðslu um kjarasamning sjómanna til félagsmálaráðuneytisins. Kærandinn telur um að ræða tvöfalt brot á vinnulöggjöfinni, að því er fram kom þegar Fréttablaðið ræddi við hann. Hann vill ekki láta nafns síns getið þar sem hann óttast að það geti komið niður á sér í atvinnulegu tilliti. "Tilefni kærunnar eru gallar á atkvæðagreiðslunni um kjarasamningana," sagði hann við Fréttablaðið. "Annars vegar er um að ræða talningu atkvæða og hins vegar tímalengd frá undirskrift til talningar. Það þurfti að bíða hátt í tvö mánuði þar til samningurinn var undirritaður og þar til kosið var um hann. Samkvæmt vinnulöggjöfinni mega ekki líða meira en fjórar vikur. Þá voru reglur um kjörfundaratkvæði og póstatkvæðagreiðslu brotnar. Það má ekki vera minna en 20 prósent þátttaka í póstatkvæðagreiðslunni til þess að hún teljist gild. Við talninguna var hins vegar öllum atkvæðunum steypt í einn pott og talið upp úr honum án tillits til um hvort atkvæðin höfðu borist í pósti eða voru kjörfundaratkvæði." Kærandinn telur að þessir ágallar hafi ógilt kosninguna, þannig að kjósa þurfi aftur, reynist þeir réttir vera. "Ef kæran stendur tel ég að grundvöllurinn fyrir kosningunni sé brostinn og kjósa þurfi aftir. Þá gæti útkoman orðið önnur heldur en úr þeirri kosningu sem þegar hefur farið fram, því samningurinn var illa kynntur og hreinlega logið að mönnum með þetta allt saman. Menn eru búnir að kynna sér þetta betur núna og vita meir." Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir skrifstofustjóri jafnréttis- og vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneytisins staðfesti að kæran liggi fyrir hjá ráðuneytinu. Verið sé að athuga hvort efni kærunnar heyri undir ráðuneytið þannig að það hafi úrskurðarvald í málinu. Reynist svo ekki vera verði henni vísað frá. Kærandi geti þá farið með málið fyrir félagsdóm, kjósi hann að fara dómstólaleiðina
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira