Atkvæðagreiðsla um samninga kærð 10. ágúst 2005 00:01 Félagsmaður í Stýrimannafélaginu Vísi hefur kært framkvæmd atkvæðagreiðslu um kjarasamning sjómanna til félagsmálaráðuneytisins. Kærandinn telur um að ræða tvöfalt brot á vinnulöggjöfinni, að því er fram kom þegar Fréttablaðið ræddi við hann. Hann vill ekki láta nafns síns getið þar sem hann óttast að það geti komið niður á sér í atvinnulegu tilliti. "Tilefni kærunnar eru gallar á atkvæðagreiðslunni um kjarasamningana," sagði hann við Fréttablaðið. "Annars vegar er um að ræða talningu atkvæða og hins vegar tímalengd frá undirskrift til talningar. Það þurfti að bíða hátt í tvö mánuði þar til samningurinn var undirritaður og þar til kosið var um hann. Samkvæmt vinnulöggjöfinni mega ekki líða meira en fjórar vikur. Þá voru reglur um kjörfundaratkvæði og póstatkvæðagreiðslu brotnar. Það má ekki vera minna en 20 prósent þátttaka í póstatkvæðagreiðslunni til þess að hún teljist gild. Við talninguna var hins vegar öllum atkvæðunum steypt í einn pott og talið upp úr honum án tillits til um hvort atkvæðin höfðu borist í pósti eða voru kjörfundaratkvæði." Kærandinn telur að þessir ágallar hafi ógilt kosninguna, þannig að kjósa þurfi aftur, reynist þeir réttir vera. "Ef kæran stendur tel ég að grundvöllurinn fyrir kosningunni sé brostinn og kjósa þurfi aftir. Þá gæti útkoman orðið önnur heldur en úr þeirri kosningu sem þegar hefur farið fram, því samningurinn var illa kynntur og hreinlega logið að mönnum með þetta allt saman. Menn eru búnir að kynna sér þetta betur núna og vita meir." Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir skrifstofustjóri jafnréttis- og vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneytisins staðfesti að kæran liggi fyrir hjá ráðuneytinu. Verið sé að athuga hvort efni kærunnar heyri undir ráðuneytið þannig að það hafi úrskurðarvald í málinu. Reynist svo ekki vera verði henni vísað frá. Kærandi geti þá farið með málið fyrir félagsdóm, kjósi hann að fara dómstólaleiðina Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Sjá meira
Félagsmaður í Stýrimannafélaginu Vísi hefur kært framkvæmd atkvæðagreiðslu um kjarasamning sjómanna til félagsmálaráðuneytisins. Kærandinn telur um að ræða tvöfalt brot á vinnulöggjöfinni, að því er fram kom þegar Fréttablaðið ræddi við hann. Hann vill ekki láta nafns síns getið þar sem hann óttast að það geti komið niður á sér í atvinnulegu tilliti. "Tilefni kærunnar eru gallar á atkvæðagreiðslunni um kjarasamningana," sagði hann við Fréttablaðið. "Annars vegar er um að ræða talningu atkvæða og hins vegar tímalengd frá undirskrift til talningar. Það þurfti að bíða hátt í tvö mánuði þar til samningurinn var undirritaður og þar til kosið var um hann. Samkvæmt vinnulöggjöfinni mega ekki líða meira en fjórar vikur. Þá voru reglur um kjörfundaratkvæði og póstatkvæðagreiðslu brotnar. Það má ekki vera minna en 20 prósent þátttaka í póstatkvæðagreiðslunni til þess að hún teljist gild. Við talninguna var hins vegar öllum atkvæðunum steypt í einn pott og talið upp úr honum án tillits til um hvort atkvæðin höfðu borist í pósti eða voru kjörfundaratkvæði." Kærandinn telur að þessir ágallar hafi ógilt kosninguna, þannig að kjósa þurfi aftur, reynist þeir réttir vera. "Ef kæran stendur tel ég að grundvöllurinn fyrir kosningunni sé brostinn og kjósa þurfi aftir. Þá gæti útkoman orðið önnur heldur en úr þeirri kosningu sem þegar hefur farið fram, því samningurinn var illa kynntur og hreinlega logið að mönnum með þetta allt saman. Menn eru búnir að kynna sér þetta betur núna og vita meir." Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir skrifstofustjóri jafnréttis- og vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneytisins staðfesti að kæran liggi fyrir hjá ráðuneytinu. Verið sé að athuga hvort efni kærunnar heyri undir ráðuneytið þannig að það hafi úrskurðarvald í málinu. Reynist svo ekki vera verði henni vísað frá. Kærandi geti þá farið með málið fyrir félagsdóm, kjósi hann að fara dómstólaleiðina
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Sjá meira