Örlög Arnar Jákup 10. ágúst 2005 00:01 Illugi Jökulsson veltir fyrir sér hvers vegna ungur samkynhneigður piltur kaus að svipta sig lífi, þótt talsmenn samkynhneigðra haldi því fram að fordómar gegn þeim fari minnkandi. Og hann spyr hvort vera kunni að kirkjan eigi hér einhverja sök. Nú - ég sá ekki Gleðigöngu samkynhneigðra á laugardaginn var en öllum virðist bera saman um að hún hafi tekist hið besta og verið sannkallað sjónarspil og prýði og gleði hér í bæjarlífinu í Reykjavík, þaðan sem ég tala. Og ástæða til að óska samkynhneigðum til hamingju með hvernig tekist hefur að gera þessa göngu að jákvæðum og uppbyggilegum viðburði, auk þess sem greinilega skorti ekki á litadýrðina og hugarflugið sem einkenndi göngumenn. En um leið gleymast ekki baráttumál samkynhneigðra. Þau voru rækilega í sviðsljósinu dagana fyrir gönguna og flestir fjölmiðlar sinntu þeim af mikilli kostgæfni, þar á meðal við hér á Talstöðinni. Þar kom reyndar fram að lagalega búa samkynhneigðir núorðið ekki við mikið misrétti - það er heldur fátt eftir af þeim hömlum sem þeim voru eitt sinn settar í íslensku þjóðfélagi. Og það var reyndar ánægjulegt fyrir hönd okkar allra hvað flestir þeir sem rætt var hér og annars staðar virtust sammála um að fordómar í samfélaginu og meðal almennings færu nú hratt minnkandi. Á hinn bóginn - þótt ríkisvaldið hefði vissulega stigið bæði stór og smá skref í mannréttindamálum samkynhneigðra á undanförnum árum, þá kom líka fram að ennþá hafa hommar og lesbíur ekki full mannréttindi á við okkur hin, sérstaklega hvað varðar hjónabönd og ættleiðingar. Á ekki að afnema misréttið?Og af einhverjum ástæðum virðist fullt jafnrétti enn ekki í spilunum í frumvarpi því um þessi efni sem ríkisstjórnin mun nú hafa í undirbúningi - þótt þingmenn hafi að vísu hver um annan þveran stigið á stokk í kringum Gleðigönguna og heitið því að bæta sem allra fyrst úr skák. Sem er náttúrlega sjálfsagt mál. Það virðist, eins og Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur hefur bent á, fullkomlega óskiljanlegt af hverju þing og ríkisstjórn drífa bara ekki í að afnema undireins úr lögum það misrétti sem enn er við lýði. Baldur hefur meðal annars gagnrýnt Sólveigu Pétursdóttur fyrir að hafa ekki viljað stíga það skref að færa samkynhneigðum full lagaréttindi þegar ný lög um þessi mál voru á döfinni árið 2000 en Sólveig var þá dómsmálaráðherra. Baldur kenndi um fordómum Sólveigar í garð samkynhneigðra og hafði eftir einhverjum ónefndum þingmanni að Sólveig hefði verið ófáanleg til að beita sér sjálf ennþá frekar í málinu "að hennar eigin sögn af ótta við að styggja kjósendur Sjálfstæðisflokksins". Sólveig snerist til varnar í Mogganum í gær (mánudag) og ávítaði Baldur stranglega fyrir gagnrýni hans í sinn garð en Baldur er við sama heygarðshornið í Mogganum núna í morgun (þriðjudag). Af hverju ekki bara að ljúka málinu strax?Mér sýnist að ólíkar áherslur Sólveigar og Baldurs snúist einkum um að hún telur greinilega að það sé nauðsynlegt og jafnvel æskilegt að stíga þau skref sem eftir eru eitt í einu, fara að öllu með gát, eitthvað svoleiðis, en Baldur spyr einfaldlega: Af hverju í ósköpunum? Af hverju ekki ljúka þessu máli strax? Af hverju eiga réttindi einstaklinga í samfélaginu að minnka þann dag sem þeir koma út úr skápnum? Og sjálfsagt að taka undir það með Baldri að svo á auðvitað ekki að vera. Þó ég geti ekki setið á mér að nefna að mér finnst örlítið fyndið það dæmi sem hann tekur alltaf þegar hann spyr af hverju í ósköpunum íslenska þingið er ekki búið að ganga frá afnámi alls misréttis gagnvart samkynhneigðum þegar meira að segja hin íhaldsama breska lávarðadeild er búin að stíga það skref. Nú er það að vísu rétt, eins og Baldur bendir á, að breska lávarðadeildin er yfirleitt íhalds- og jafnvel afturhaldsöm í flestum málum - en miðað við óteljandi bíómyndir og breska sjónvarpsþætti sem maður hefur séð gegnum tíðina um líf yfirstéttarstráka í heimavistarskólum sem enda svo sem "sörar" og lávarðar, þá hebbði maður nú kannski haldið að akkúrat þessir lordar ættu að hafa þó nokkra samúð með samkynhneigðum. En þetta var nú að vísu bara hótfyndni. Auðveldara fyrir fólk að koma úr skápnumOg burtséð frá þessum annmörkum, sem ennþá eru á fullu lagalegu jafnrétti samkynhneigðra, þá heyrði ég ekki betur í þeim viðtölum sem flutt voru við talsmenn samkynhneigðra fyrir Gleðigönguna á laugardag en þeir væru á því að fordómar almennings færu mjög minnkandi - og miklum mun auðveldara væri til dæmis fyrir fólk að koma út úr skápnum, eins og það heitir, núna heldur en fyrir tíu, tuttugu og ég tala nú ekki um ennþá fleiri árum. En hver einstaklingur fyrir sig kann þó eftir sem áður að þurfa að kljást við fordóma í sínu umhverfi, jafnvel innan sinnar fjölskyldu, og óneitanlega skaut það svolítið skökku við að einmitt á laugardaginn - daginn sem Gleðigangan var haldin - þá birti DV umfjöllun um ungan samkynhneigðan mann sem nýlega hafði svipt sig lífi, það er að segja í júlí síðastliðnum. Örn Jákup Dam Washington hét hann - og var "fórnarlamb fordóma" sagði DV á forsíðu. Umfjöllun DV unnin í sátt og samstarfi við ættingjaNú eru sjálfsvíg auðvitað afar viðkvæmur hlutur og þar sem ég þekki nákvæmlega ekkert til máls Arnar, umfram það sem stóð í blaðinu, og vissi ekki einu sinni áður en blaðið kom út að þessi piltur hefði verið til, þá er ég kannski kominn út á giska hálan ís að ætla að tjá mig eitthvað um líf hans - og hvað þá hinn sorglega dauðdaga hans. En hef það mér til afsökunar að í blaðinu var umfjöllun um Örn Jákup augljóslega unnin í fullri sátt og góðu samstarfi við nánustu ættingja hans. Það var rætt við móður hans sem bersýnilega vildi segja sína sögu og sonar síns. Og hún gerði það á yfirvegaðan hátt, æsingalaust. Jafnframt var rætt við nokkra vini hans - og sömuleiðis nokkra sérfræðinga: formann Samtakanna ´78, formann Geðhjálpar og geðhjúkrunarfræðing sem jafnframt er verkefnisstjóri fyrir átakið Þjóð gegn þunglyndi. Mátti þola margt mótlæti vegna kynhneigðar og hörundslitarNú - svo ég segi örlítil deili á Erni Jákup þá var hann 25 ára þegar hann svipti sig lífi þann 19. júlí síðastliðinn, greinilega að vandlega íhuguðu máli, því svo virðist sem hann hafi verið búinn að ákveða þetta með alllöngum fyrirvara og hafði meira að segja kvatt sérstaklega ýmsa vini sína. Þótt þeir hafi að vísu ekki áttað sig á því fyrr en of seint hvað kveðjan þýddi í raun og veru. Og hann skildi líka eftir sig bréf til ættingja sinna. Örn virðist hafa áttað sig ungur að árum á því að hann var samkynhneigður, eða altént tvíkynhneigður, og mátti þola margt mótlæti vegna þess - og bætti ekki úr skák þegar fordómar fóru að láta að sér kveða að Örn var jafnframt dökkur á hörund, enda að parti til af ættum sunnan úr álfum. En þrátt fyrir alla fordóma og jafnvel árásir lét Örn síður en svo bugast - kom óhikað úr skápnum og lét í þó nokkur ár, segir í DV, töluvert að sér kveða í samfélagi samkynhneigðra. Hann tróð meira að segja upp sem drag-drottning, það er að segja í kvenmannsfötum. Ungur maður gefst skyndilega uppVinir hans skýra hins vegar frá því í DV að fyrir nokkrum misserum hafi hann að mestu dregið sig í hlé frá hinu opinbera skemmtana- og félagslífi samkynhneigðra. Hann fékk sér rólega vinnu á bensínstöð og var ekki áberandi mánuðina áður en hann tók hina fyrrnefndu sorglegu ákvörðun. Það sem veldur því að ég er að tjá mig hér um þennan persónulega harmleik þessa unga manns - sem augljóslega hefur verið vinsæll og vinmargur og vel látinn víðast hvar hann kom - það er sú þversögn að einmitt þegar samkynhneigðum ber saman um að fordómar fari minnkandi, þá kjósi einn þeirra að kveðja á þennan hátt. Og það beinlínis af völdum fordóma sem hann hafði mætt, má lesa út úr DV. Ungur maður sem augsýnilega hafði frá byrjun þurft að glíma við mikla fordóma en hafði óhikað tekist á við þá, ekki farið í felur með neitt - og hafði í raun sigrað. Það hlýtur maður að minnsta kosti að álykta af því að lesa frásagnir vina hans og ættingja - því meðal þeirra virðist hann síður en svo hafa þurft að þola andúð vegna kynhneigðar sinnar - en samt, hann gefst skyndilega upp. Eru fordómar okkar illskeyttari en við höldum?Er þá bjartsýni þeirra talsmanna samkynhneigða, sem við heyrðum í fyrir Gleðigönguna, of mikil? Eru fordómar okkar miklu meiri og illskeyttari en þeir vildu vera láta í gleðilátunum fyrir gönguna? Getum við óbreyttir Íslendingar þrátt fyrir allt ekki borið höfuðið hátt og talið okkur trú um að við horfum á hvern einstakling - sál hans og innræti - þegar við metum manneskjurnar - en látum ekki hluti eins og kynhneigð eða hörundslit blinda okkur sýn? Og ráða dómum okkar? Svo mikið er að minnsta kosti víst að Sigursteinn Másson, sem bæði er varaformaður Samtakanna ´78 og formaður Geðhjálpar, hann tekur lítt eða ekki undir að fordómar séu lítið vandamál í samfélaginu lengur. Því Sigursteinn segir í samtali við DV að eitt sé að vinna að lagalegum réttindum en annað sé það sem gerist í nánasta umhverfi einstaklinga sem eru að koma fram með sínar tilfinningar. Hann nefnir að samkynhneigðir hafi vissulega náð fram mörgum lagalegum réttindum en enn sé þó langt í land innan skólakerfis, íþróttahreyfingar og jafnvel innan fjölskyldna. Samkynhneigð veldur ekki sjálfsvígumOg Sigursteinn gefur þessa hrollvekjandi lýsingu á ástandinu, sem að minnsta kosti sumir eigi við að stríða: "Við erum að horfa á skelfilega atburði gerast og heyra fréttir af ótrúlega andstyggilegum viðbrögðum fólks. Ungt fólk er í raun oft drepið innan veggja heimila eða skólakerfisins vegna þess hve það þarf oft að mæta mikilli andstyggð af þeim það þarf í raun mest á að halda. Samkynhneigðin sjálf er ekki áhættuþáttur sjálfsmorða. Það er ekki hún sem veldur þessum sálarkvölum heldur viðbrögð fólksins í kringum það." Nú ætla ég mér ekki þá dul að þykjast vita hvað hafi á endanum orðið til þess að Örn Jákup gekk fyrir ætternisstapa í júlí síðastliðnum. Til hans þekkti ég sem fyrr segir ekki neitt. Og ég veit svosem líka að það er í rauninni sama þótt ég hefði þekkt hann, þá getur enginn maður brugðið sér að fullu í spor og sál annars einstaklings - hvað þá heldur ef maður þekkir viðkomandi ekki neitt, nema af frásögnum í blaði eins og í þessu tilfelli. En maður fer samt alltaf að draga ályktanir af því sem maður veit, hvort sem það er mikið eða lítið, og í viðtali DV við móður Arnar er reyndar merkilegur kafli sem mér finnst ástæða til að reyna kannski að draga einhverja lærdóma af - fyrir þá sem það varðar. Bað Guð fyrirgefningar!Því Örn var trúhneigður piltur og var í æsku eitthvað viðloðandi Krossinn - kristilegt samfélag Gunnars Þorsteinssonar - en svo raknaði upp úr því, enda fór það vart saman að sækja samkomur þar og vera opinberlega samkynhneigður. Enginn maður á Íslandi hefur að undanförnu verið jafn opinskár með fordóma sína gagnvart samkynhneigðum og Gunnar í Krossinum. Hann veifar mörg þúsund ára gömlum ritningarstöðum og talar um viðbjóð og viðurstyggð og synd og helvítisvist - svo andstyggileg sé samkynhneigð í augum Guðs, sem Gunnar þykist þekkja betur en flestir aðrir menn. En nú - þessi síðustu misseri sín - þá vaknaði greinilega aftur trúarþörfin hjá Erni Jákup og móðir hans segir í viðtalinu við DV frá því á þessa leið: "Hann var farinn að elska Guð svo mikið og tók trúna alvarlega. Það stendur í Biblíunni að karlmaður eigi ekki að sofa með karli og kona ekki með konu. Þess vegna veit ég í dag að hann hætti að vera með körlum. Hann lá tímunum saman og bað Guð fyrirgefningar og ég veit að Guð hefur fyrirgefið honum." Kirkjunnar menn biðjist fyrirgefningarÞetta þykir mér vægast sagt hrollvekjandi lestur. Samkynhneigður piltur sem hefur tekist á við eðli sitt, horfst í augu við það, greinilega af hugrekki og einlægni, hann langar líka til þess að ganga með Guði - og þá telur hann greinilega að hann verði beinlínis að biðjast afsökunar á eðli sínu. Og hafði þó þegar þurft að heyja baráttu fyrir því sama eðli sínu við mannfólkið. Skyldi sú togstreita sem varð til þess að Örn Jákup Dam Washington taldi sig þurfa að leggjast á hnén og biðja Guð fyrirgefningar á því að vera eins og hann var, til þess að vera Guði þóknanlegur - skyldi sú togstreita kannski ekki hafa átt mestan þátt í því hvernig fór? Ég veit það ekki. Get ekki vitað það. En ég held að kirkjunnar menn á Íslandi - og allir þeir sem telja sig sérstaka Guðsmenn - þeir verði að horfast í augu við þessa spurningu. Og þeir verði að biðjast fyrirgefningar ef kennsla þeirra, orð og verk gegnum tíðina hafa orðið til þess að fylla hinn unga mann þeim ránghugmyndum. Kirkjurnar síðustu vígi fordómaÞað er nú þegar ljóst að kirkjudeildir ýmsar eru hin síðustu vígi opinberra fordóma gegn samkynhneigðum. Þar á meðal er íslenska þjóðkirkjan sem þumbast við að leyfa samkynhneigðum að ganga í kirkjuleg hjónabönd - en hvers vegna í ósköpunum skyldu þeir ekki mega það ef þeir vilja? En þeirri spurningu verða kirkjunnar menn sem sagt að svara hvenær þeir ætla að taka á sig rögg og viðurkenna að mörg þúsund ára gamalt þröngsýnt röfl úr gömlum trúarritum eigi ekkert erindi við okkur á vorum dögum. Það hefur nú þegar kostað of mörg mannslíf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Á kassanum Illugi Jökulsson Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Illugi Jökulsson veltir fyrir sér hvers vegna ungur samkynhneigður piltur kaus að svipta sig lífi, þótt talsmenn samkynhneigðra haldi því fram að fordómar gegn þeim fari minnkandi. Og hann spyr hvort vera kunni að kirkjan eigi hér einhverja sök. Nú - ég sá ekki Gleðigöngu samkynhneigðra á laugardaginn var en öllum virðist bera saman um að hún hafi tekist hið besta og verið sannkallað sjónarspil og prýði og gleði hér í bæjarlífinu í Reykjavík, þaðan sem ég tala. Og ástæða til að óska samkynhneigðum til hamingju með hvernig tekist hefur að gera þessa göngu að jákvæðum og uppbyggilegum viðburði, auk þess sem greinilega skorti ekki á litadýrðina og hugarflugið sem einkenndi göngumenn. En um leið gleymast ekki baráttumál samkynhneigðra. Þau voru rækilega í sviðsljósinu dagana fyrir gönguna og flestir fjölmiðlar sinntu þeim af mikilli kostgæfni, þar á meðal við hér á Talstöðinni. Þar kom reyndar fram að lagalega búa samkynhneigðir núorðið ekki við mikið misrétti - það er heldur fátt eftir af þeim hömlum sem þeim voru eitt sinn settar í íslensku þjóðfélagi. Og það var reyndar ánægjulegt fyrir hönd okkar allra hvað flestir þeir sem rætt var hér og annars staðar virtust sammála um að fordómar í samfélaginu og meðal almennings færu nú hratt minnkandi. Á hinn bóginn - þótt ríkisvaldið hefði vissulega stigið bæði stór og smá skref í mannréttindamálum samkynhneigðra á undanförnum árum, þá kom líka fram að ennþá hafa hommar og lesbíur ekki full mannréttindi á við okkur hin, sérstaklega hvað varðar hjónabönd og ættleiðingar. Á ekki að afnema misréttið?Og af einhverjum ástæðum virðist fullt jafnrétti enn ekki í spilunum í frumvarpi því um þessi efni sem ríkisstjórnin mun nú hafa í undirbúningi - þótt þingmenn hafi að vísu hver um annan þveran stigið á stokk í kringum Gleðigönguna og heitið því að bæta sem allra fyrst úr skák. Sem er náttúrlega sjálfsagt mál. Það virðist, eins og Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur hefur bent á, fullkomlega óskiljanlegt af hverju þing og ríkisstjórn drífa bara ekki í að afnema undireins úr lögum það misrétti sem enn er við lýði. Baldur hefur meðal annars gagnrýnt Sólveigu Pétursdóttur fyrir að hafa ekki viljað stíga það skref að færa samkynhneigðum full lagaréttindi þegar ný lög um þessi mál voru á döfinni árið 2000 en Sólveig var þá dómsmálaráðherra. Baldur kenndi um fordómum Sólveigar í garð samkynhneigðra og hafði eftir einhverjum ónefndum þingmanni að Sólveig hefði verið ófáanleg til að beita sér sjálf ennþá frekar í málinu "að hennar eigin sögn af ótta við að styggja kjósendur Sjálfstæðisflokksins". Sólveig snerist til varnar í Mogganum í gær (mánudag) og ávítaði Baldur stranglega fyrir gagnrýni hans í sinn garð en Baldur er við sama heygarðshornið í Mogganum núna í morgun (þriðjudag). Af hverju ekki bara að ljúka málinu strax?Mér sýnist að ólíkar áherslur Sólveigar og Baldurs snúist einkum um að hún telur greinilega að það sé nauðsynlegt og jafnvel æskilegt að stíga þau skref sem eftir eru eitt í einu, fara að öllu með gát, eitthvað svoleiðis, en Baldur spyr einfaldlega: Af hverju í ósköpunum? Af hverju ekki ljúka þessu máli strax? Af hverju eiga réttindi einstaklinga í samfélaginu að minnka þann dag sem þeir koma út úr skápnum? Og sjálfsagt að taka undir það með Baldri að svo á auðvitað ekki að vera. Þó ég geti ekki setið á mér að nefna að mér finnst örlítið fyndið það dæmi sem hann tekur alltaf þegar hann spyr af hverju í ósköpunum íslenska þingið er ekki búið að ganga frá afnámi alls misréttis gagnvart samkynhneigðum þegar meira að segja hin íhaldsama breska lávarðadeild er búin að stíga það skref. Nú er það að vísu rétt, eins og Baldur bendir á, að breska lávarðadeildin er yfirleitt íhalds- og jafnvel afturhaldsöm í flestum málum - en miðað við óteljandi bíómyndir og breska sjónvarpsþætti sem maður hefur séð gegnum tíðina um líf yfirstéttarstráka í heimavistarskólum sem enda svo sem "sörar" og lávarðar, þá hebbði maður nú kannski haldið að akkúrat þessir lordar ættu að hafa þó nokkra samúð með samkynhneigðum. En þetta var nú að vísu bara hótfyndni. Auðveldara fyrir fólk að koma úr skápnumOg burtséð frá þessum annmörkum, sem ennþá eru á fullu lagalegu jafnrétti samkynhneigðra, þá heyrði ég ekki betur í þeim viðtölum sem flutt voru við talsmenn samkynhneigðra fyrir Gleðigönguna á laugardag en þeir væru á því að fordómar almennings færu mjög minnkandi - og miklum mun auðveldara væri til dæmis fyrir fólk að koma út úr skápnum, eins og það heitir, núna heldur en fyrir tíu, tuttugu og ég tala nú ekki um ennþá fleiri árum. En hver einstaklingur fyrir sig kann þó eftir sem áður að þurfa að kljást við fordóma í sínu umhverfi, jafnvel innan sinnar fjölskyldu, og óneitanlega skaut það svolítið skökku við að einmitt á laugardaginn - daginn sem Gleðigangan var haldin - þá birti DV umfjöllun um ungan samkynhneigðan mann sem nýlega hafði svipt sig lífi, það er að segja í júlí síðastliðnum. Örn Jákup Dam Washington hét hann - og var "fórnarlamb fordóma" sagði DV á forsíðu. Umfjöllun DV unnin í sátt og samstarfi við ættingjaNú eru sjálfsvíg auðvitað afar viðkvæmur hlutur og þar sem ég þekki nákvæmlega ekkert til máls Arnar, umfram það sem stóð í blaðinu, og vissi ekki einu sinni áður en blaðið kom út að þessi piltur hefði verið til, þá er ég kannski kominn út á giska hálan ís að ætla að tjá mig eitthvað um líf hans - og hvað þá hinn sorglega dauðdaga hans. En hef það mér til afsökunar að í blaðinu var umfjöllun um Örn Jákup augljóslega unnin í fullri sátt og góðu samstarfi við nánustu ættingja hans. Það var rætt við móður hans sem bersýnilega vildi segja sína sögu og sonar síns. Og hún gerði það á yfirvegaðan hátt, æsingalaust. Jafnframt var rætt við nokkra vini hans - og sömuleiðis nokkra sérfræðinga: formann Samtakanna ´78, formann Geðhjálpar og geðhjúkrunarfræðing sem jafnframt er verkefnisstjóri fyrir átakið Þjóð gegn þunglyndi. Mátti þola margt mótlæti vegna kynhneigðar og hörundslitarNú - svo ég segi örlítil deili á Erni Jákup þá var hann 25 ára þegar hann svipti sig lífi þann 19. júlí síðastliðinn, greinilega að vandlega íhuguðu máli, því svo virðist sem hann hafi verið búinn að ákveða þetta með alllöngum fyrirvara og hafði meira að segja kvatt sérstaklega ýmsa vini sína. Þótt þeir hafi að vísu ekki áttað sig á því fyrr en of seint hvað kveðjan þýddi í raun og veru. Og hann skildi líka eftir sig bréf til ættingja sinna. Örn virðist hafa áttað sig ungur að árum á því að hann var samkynhneigður, eða altént tvíkynhneigður, og mátti þola margt mótlæti vegna þess - og bætti ekki úr skák þegar fordómar fóru að láta að sér kveða að Örn var jafnframt dökkur á hörund, enda að parti til af ættum sunnan úr álfum. En þrátt fyrir alla fordóma og jafnvel árásir lét Örn síður en svo bugast - kom óhikað úr skápnum og lét í þó nokkur ár, segir í DV, töluvert að sér kveða í samfélagi samkynhneigðra. Hann tróð meira að segja upp sem drag-drottning, það er að segja í kvenmannsfötum. Ungur maður gefst skyndilega uppVinir hans skýra hins vegar frá því í DV að fyrir nokkrum misserum hafi hann að mestu dregið sig í hlé frá hinu opinbera skemmtana- og félagslífi samkynhneigðra. Hann fékk sér rólega vinnu á bensínstöð og var ekki áberandi mánuðina áður en hann tók hina fyrrnefndu sorglegu ákvörðun. Það sem veldur því að ég er að tjá mig hér um þennan persónulega harmleik þessa unga manns - sem augljóslega hefur verið vinsæll og vinmargur og vel látinn víðast hvar hann kom - það er sú þversögn að einmitt þegar samkynhneigðum ber saman um að fordómar fari minnkandi, þá kjósi einn þeirra að kveðja á þennan hátt. Og það beinlínis af völdum fordóma sem hann hafði mætt, má lesa út úr DV. Ungur maður sem augsýnilega hafði frá byrjun þurft að glíma við mikla fordóma en hafði óhikað tekist á við þá, ekki farið í felur með neitt - og hafði í raun sigrað. Það hlýtur maður að minnsta kosti að álykta af því að lesa frásagnir vina hans og ættingja - því meðal þeirra virðist hann síður en svo hafa þurft að þola andúð vegna kynhneigðar sinnar - en samt, hann gefst skyndilega upp. Eru fordómar okkar illskeyttari en við höldum?Er þá bjartsýni þeirra talsmanna samkynhneigða, sem við heyrðum í fyrir Gleðigönguna, of mikil? Eru fordómar okkar miklu meiri og illskeyttari en þeir vildu vera láta í gleðilátunum fyrir gönguna? Getum við óbreyttir Íslendingar þrátt fyrir allt ekki borið höfuðið hátt og talið okkur trú um að við horfum á hvern einstakling - sál hans og innræti - þegar við metum manneskjurnar - en látum ekki hluti eins og kynhneigð eða hörundslit blinda okkur sýn? Og ráða dómum okkar? Svo mikið er að minnsta kosti víst að Sigursteinn Másson, sem bæði er varaformaður Samtakanna ´78 og formaður Geðhjálpar, hann tekur lítt eða ekki undir að fordómar séu lítið vandamál í samfélaginu lengur. Því Sigursteinn segir í samtali við DV að eitt sé að vinna að lagalegum réttindum en annað sé það sem gerist í nánasta umhverfi einstaklinga sem eru að koma fram með sínar tilfinningar. Hann nefnir að samkynhneigðir hafi vissulega náð fram mörgum lagalegum réttindum en enn sé þó langt í land innan skólakerfis, íþróttahreyfingar og jafnvel innan fjölskyldna. Samkynhneigð veldur ekki sjálfsvígumOg Sigursteinn gefur þessa hrollvekjandi lýsingu á ástandinu, sem að minnsta kosti sumir eigi við að stríða: "Við erum að horfa á skelfilega atburði gerast og heyra fréttir af ótrúlega andstyggilegum viðbrögðum fólks. Ungt fólk er í raun oft drepið innan veggja heimila eða skólakerfisins vegna þess hve það þarf oft að mæta mikilli andstyggð af þeim það þarf í raun mest á að halda. Samkynhneigðin sjálf er ekki áhættuþáttur sjálfsmorða. Það er ekki hún sem veldur þessum sálarkvölum heldur viðbrögð fólksins í kringum það." Nú ætla ég mér ekki þá dul að þykjast vita hvað hafi á endanum orðið til þess að Örn Jákup gekk fyrir ætternisstapa í júlí síðastliðnum. Til hans þekkti ég sem fyrr segir ekki neitt. Og ég veit svosem líka að það er í rauninni sama þótt ég hefði þekkt hann, þá getur enginn maður brugðið sér að fullu í spor og sál annars einstaklings - hvað þá heldur ef maður þekkir viðkomandi ekki neitt, nema af frásögnum í blaði eins og í þessu tilfelli. En maður fer samt alltaf að draga ályktanir af því sem maður veit, hvort sem það er mikið eða lítið, og í viðtali DV við móður Arnar er reyndar merkilegur kafli sem mér finnst ástæða til að reyna kannski að draga einhverja lærdóma af - fyrir þá sem það varðar. Bað Guð fyrirgefningar!Því Örn var trúhneigður piltur og var í æsku eitthvað viðloðandi Krossinn - kristilegt samfélag Gunnars Þorsteinssonar - en svo raknaði upp úr því, enda fór það vart saman að sækja samkomur þar og vera opinberlega samkynhneigður. Enginn maður á Íslandi hefur að undanförnu verið jafn opinskár með fordóma sína gagnvart samkynhneigðum og Gunnar í Krossinum. Hann veifar mörg þúsund ára gömlum ritningarstöðum og talar um viðbjóð og viðurstyggð og synd og helvítisvist - svo andstyggileg sé samkynhneigð í augum Guðs, sem Gunnar þykist þekkja betur en flestir aðrir menn. En nú - þessi síðustu misseri sín - þá vaknaði greinilega aftur trúarþörfin hjá Erni Jákup og móðir hans segir í viðtalinu við DV frá því á þessa leið: "Hann var farinn að elska Guð svo mikið og tók trúna alvarlega. Það stendur í Biblíunni að karlmaður eigi ekki að sofa með karli og kona ekki með konu. Þess vegna veit ég í dag að hann hætti að vera með körlum. Hann lá tímunum saman og bað Guð fyrirgefningar og ég veit að Guð hefur fyrirgefið honum." Kirkjunnar menn biðjist fyrirgefningarÞetta þykir mér vægast sagt hrollvekjandi lestur. Samkynhneigður piltur sem hefur tekist á við eðli sitt, horfst í augu við það, greinilega af hugrekki og einlægni, hann langar líka til þess að ganga með Guði - og þá telur hann greinilega að hann verði beinlínis að biðjast afsökunar á eðli sínu. Og hafði þó þegar þurft að heyja baráttu fyrir því sama eðli sínu við mannfólkið. Skyldi sú togstreita sem varð til þess að Örn Jákup Dam Washington taldi sig þurfa að leggjast á hnén og biðja Guð fyrirgefningar á því að vera eins og hann var, til þess að vera Guði þóknanlegur - skyldi sú togstreita kannski ekki hafa átt mestan þátt í því hvernig fór? Ég veit það ekki. Get ekki vitað það. En ég held að kirkjunnar menn á Íslandi - og allir þeir sem telja sig sérstaka Guðsmenn - þeir verði að horfast í augu við þessa spurningu. Og þeir verði að biðjast fyrirgefningar ef kennsla þeirra, orð og verk gegnum tíðina hafa orðið til þess að fylla hinn unga mann þeim ránghugmyndum. Kirkjurnar síðustu vígi fordómaÞað er nú þegar ljóst að kirkjudeildir ýmsar eru hin síðustu vígi opinberra fordóma gegn samkynhneigðum. Þar á meðal er íslenska þjóðkirkjan sem þumbast við að leyfa samkynhneigðum að ganga í kirkjuleg hjónabönd - en hvers vegna í ósköpunum skyldu þeir ekki mega það ef þeir vilja? En þeirri spurningu verða kirkjunnar menn sem sagt að svara hvenær þeir ætla að taka á sig rögg og viðurkenna að mörg þúsund ára gamalt þröngsýnt röfl úr gömlum trúarritum eigi ekkert erindi við okkur á vorum dögum. Það hefur nú þegar kostað of mörg mannslíf.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun