Innlent

Lítið um leyfislausa hópferðabíla

"Það er afar lítið um slík tilvik í hópbílabransanum en kannski öllu meira í annars konar verktöku," segir Sveinn Ingi lýðsson, umferðareftirlitsmaður Vegagerðarinnar. Í síðustu viku stöðvaði eftirlitsdeildin rútubifreið fulla af ferðamönnum og kom í ljós að tilskilin leyfi voru ekki fyrir hendi. Er því umræddur aðili ótryggður gagnvart verkkaupa og farþegum sínum ef eitthvað bjátar á. Sveinn segir slík tilvik heyra til undantekninga. "Það er meira um slíkt í annars konar verktöku. Þá koma aðkomumenn með nýjar vélar og tæki í ákveðin verkefni sem þeir hafa boðið lágt í. Borgar tækin ekki og stofna þannig til skulda og eru í raun ekki ábyrgir fyrir einu né neinu. Lögin eru þó aðeins að breytast okkur í vil í september en þá getum við tekið mun ákveðnar á slíkum brotum en hingað til hefur verið."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×